Hver borgar brúsann? 4. apríl 2013 07:00 Er það „glæpsamlegt athæfi" hér á landi að vera hófsamur, raunsær og heiðarlegur? Hér er smá dæmisaga: Einu sinni voru þrjár systur. Þær fæddust í landi sem hafði nóg af auðlindum þannig að allir íbúar gætu lifað góðu lífi. En þetta varð aldrei raunin. Elsta systirin kynntist manni sem var frekar stórtækur og samviskulaus. Hann fór að braska með peninga sem aðrir áttu, borgaði sjálfum sér ævintýralegar arðgreiðslur, setti svo allt á hausinn og fór með hagnaðinn úr landi í skattaskjól. Systirin kunni vel við að lifa áfram í vellystingum og hafði ekki nokkurt samviskubit. Önnur systirin vildi líka vera rík og vel stödd. Tekjur hennar og eiginmannsins buðu reyndar ekki upp á að fullnægja öllum þörfum um betra líf. En þau vildu vera með í góðærinu, seldu litlu íbúðina sína og keyptu sér stórt einbýlishús. Þar var ekkert sparað við að fá innréttingarnar sem flottastar. Þau keyptu sér líka veglegan jeppa því þetta var jú stöðutákn þeirra sem voru menn með mönnum. Þau voru alltaf fín í klæðnaði, allt eftir nýjustu tísku og það skipti ekki máli hvort eitt skópar kostaði 10.000 eða 30.000 krónur. Auðvitað fóru þau líka reglulega í utanlandsferðir. Þau slógu lán til að geta leyft sér þetta allt saman og pældu ekki í því hvernig hægt væri að borga skuldirnar til baka. „Þetta mun reddast". Og þau kusu þann flokk sem bauð mestan hagvöxt og lofaði öllu fögru í sambandi við að skapa áhugaverð og vel borguð störf og áframhaldandi góðæri þar sem allir gætu grætt á daginn og grillað á kvöldin.Óraunsæjar aðgerðir Þriðja systirin kunni sér hóf. Hún og maðurinn hennar keyptu sér lítið raðhús. Þau áttu lengi vel engan bíl því þau réðu ekki við að fjármagna hann. Þau reyndu að nýta alla hluti eins og hægt var og stóðu alltaf í skilum með allar afborgarnir. Þau keyptu ekkert nema eiga fyrir því en voru samt ánægð með lífið. Þeim tókst að vera skuldlaus eftir 20 ár. Nú er stutt í kosningar. Alls konar loddarar bjóða gull og græna skóga ef þeir komast til valda. Bjóða einhver lifandis ósköp af niðurfellingu skulda. Bjóða að redda skuldavandamálum heimilanna með einhverjum óraunsæjum aðgerðum, bjóða afnám verðtryggingar og lækkun skatta. Hver mun borga brúsann af svona aðgerðum? Ef það á að fella niður skuldir þeirra sem tóku flugið allt of hátt þá er líklegt að það muni verða frekari niðurskurður, til dæmis í velferðarkerfinu og menntakerfinu á móti. Einvers staðar þarf að ná í peningana. Þeir verða ekki til af engu. Þriðja systirin mun væntanlega ekki vera mjög sátt við það að einstaklingum hér á landi sem eru hófsamir, raunsæir og heiðarlegir verði refsað fyrir óráðsíu annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Er það „glæpsamlegt athæfi" hér á landi að vera hófsamur, raunsær og heiðarlegur? Hér er smá dæmisaga: Einu sinni voru þrjár systur. Þær fæddust í landi sem hafði nóg af auðlindum þannig að allir íbúar gætu lifað góðu lífi. En þetta varð aldrei raunin. Elsta systirin kynntist manni sem var frekar stórtækur og samviskulaus. Hann fór að braska með peninga sem aðrir áttu, borgaði sjálfum sér ævintýralegar arðgreiðslur, setti svo allt á hausinn og fór með hagnaðinn úr landi í skattaskjól. Systirin kunni vel við að lifa áfram í vellystingum og hafði ekki nokkurt samviskubit. Önnur systirin vildi líka vera rík og vel stödd. Tekjur hennar og eiginmannsins buðu reyndar ekki upp á að fullnægja öllum þörfum um betra líf. En þau vildu vera með í góðærinu, seldu litlu íbúðina sína og keyptu sér stórt einbýlishús. Þar var ekkert sparað við að fá innréttingarnar sem flottastar. Þau keyptu sér líka veglegan jeppa því þetta var jú stöðutákn þeirra sem voru menn með mönnum. Þau voru alltaf fín í klæðnaði, allt eftir nýjustu tísku og það skipti ekki máli hvort eitt skópar kostaði 10.000 eða 30.000 krónur. Auðvitað fóru þau líka reglulega í utanlandsferðir. Þau slógu lán til að geta leyft sér þetta allt saman og pældu ekki í því hvernig hægt væri að borga skuldirnar til baka. „Þetta mun reddast". Og þau kusu þann flokk sem bauð mestan hagvöxt og lofaði öllu fögru í sambandi við að skapa áhugaverð og vel borguð störf og áframhaldandi góðæri þar sem allir gætu grætt á daginn og grillað á kvöldin.Óraunsæjar aðgerðir Þriðja systirin kunni sér hóf. Hún og maðurinn hennar keyptu sér lítið raðhús. Þau áttu lengi vel engan bíl því þau réðu ekki við að fjármagna hann. Þau reyndu að nýta alla hluti eins og hægt var og stóðu alltaf í skilum með allar afborgarnir. Þau keyptu ekkert nema eiga fyrir því en voru samt ánægð með lífið. Þeim tókst að vera skuldlaus eftir 20 ár. Nú er stutt í kosningar. Alls konar loddarar bjóða gull og græna skóga ef þeir komast til valda. Bjóða einhver lifandis ósköp af niðurfellingu skulda. Bjóða að redda skuldavandamálum heimilanna með einhverjum óraunsæjum aðgerðum, bjóða afnám verðtryggingar og lækkun skatta. Hver mun borga brúsann af svona aðgerðum? Ef það á að fella niður skuldir þeirra sem tóku flugið allt of hátt þá er líklegt að það muni verða frekari niðurskurður, til dæmis í velferðarkerfinu og menntakerfinu á móti. Einvers staðar þarf að ná í peningana. Þeir verða ekki til af engu. Þriðja systirin mun væntanlega ekki vera mjög sátt við það að einstaklingum hér á landi sem eru hófsamir, raunsæir og heiðarlegir verði refsað fyrir óráðsíu annarra.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar