Hvaða lögun tekur ESB í framtíðinni? 4. apríl 2013 07:00 Ein er sú umræða sem verður æ mikilvægari: Hvernig mun Evrópusambandið þróast á komandi árum? Áhersla stjórnmálanna undanfarið hefur fyrst og fremst verið á að hafa hemil á þeirri krísu sem skekið hefur heiminn, stundum að því marki að erfitt er að greina hvort fylgt sé skýrri stefnu. Eftir fjölmarga fundi hefur leiðtogaráð ESB komist að þeirri niðurstöðu að unnið skuli að frekari samruna. Þessi leið hefur verið samþykkt, þó ekki án tregðu nokkurra aðildarríkjanna, en hin þýska forysta (sem leggur til lausnir og streitist gegn öðrum) hefur tekið þá afgerandi afstöðu að útiloka aðra valkosti frá umræðunni. Á síðustu þremur og hálfu ári hefur gömul umræða einnig komið fram í dagsljósið: Getum við ætlað öllum aðildarríkjunum að fara á sama hraða? Ef ekki, hvernig á þá að nálgast þessar aðstæður? Lausnin hefur verið fólgin í svokölluðum breytilegum samruna, en þannig geta sum lönd tekið frekari þátt í samrunanum, á meðan aðrir ílengjast í biðstofunni. Þó getur verið erfitt að viðhalda þessari skynsamlegu nálgun. Sem dæmi má nefna að sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum (e. fiscal compact) hefur verið samþykktur og fullgiltur af 25 aðildarríkjum – Bretland og Tékkland sögðu nei. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frumkvæði hefur verið innleitt sem á uppruna sinn utan aðgerðaramma ESB – það var einnig raunin með Schengen-svæðið. Ástandið getur þó haft í för með sér óþekktar afleiðingar þar sem sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum er áfangi á leið til frekari samþættingar á öðrum stefnum (t.d. bankasamstarfi og ríkisfjármálasambandi). Þá er það enn mikilvægara að allar þær leiðir og gerningar sem hafa verið skapaðar á síðustu árum, sem og þær sem eru í burðarliðnum, eru mótaðar fyrir evrusvæðið.Aukinn sveigjanleiki Því lengra sem evrusvæðið gengur til að leiðrétta annmarka sína, þeim mun meira eykst bilið á milli þess, þeirra ESB-ríkja sem bundin eru af samningum um að sameinast á einhverjum tímapunkti, og þeirra sem hafa valið að taka ekki þátt í evrusamstarfinu (Bretland og Danmörk). Að sama skapi verður þeim mun erfiðara að viðhalda jafnvægi innan ESB en til að mynda erum við nú að hugleiða fjárhagsáætlun fyrir evrusvæðið, sniðmát fyrir evrusvæðið í Evrópuþinginu o.s.frv. Þar að auki hafa sum lönd ákveðið að taka samrunann skrefinu lengra. Ellefu ríki innan evrusvæðisins hafa ákveðið að koma á sameiginlegum skatti á fjármálaviðskipti. Breytilegur samruni er ekki nýtt fyrirbæri, en ósvaraðar spurningar kunna að skjóta upp kollinum á næstu árum, þar sem breytilegur samruni gæti færst frá því að vera sjálfgefinn yfir í að vera markmið í sjálfu sér. Þetta gæti til að mynda falið í sér að sum verkefni væru aðeins ætluð sumum aðildarríkjum og ekki öðrum. Umræðan í Bretlandi bætir einnig nýrri vídd við þessa umræðu: Hvað ef ein-stærð-hentar-öllum samruninn hefur náð eins langt og hann getur og að það sé kominn tími til að bjóða upp á meiri sveigjanleika fyrir þau lönd sem vilja taka þátt í nýjum og spennandi stefnum? Mikilvægi þessarar spurningar mun vaxa þar sem samruni fær á sig æ neikvæðari blæ meðal almennings í ríkjum Evrópusambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ein er sú umræða sem verður æ mikilvægari: Hvernig mun Evrópusambandið þróast á komandi árum? Áhersla stjórnmálanna undanfarið hefur fyrst og fremst verið á að hafa hemil á þeirri krísu sem skekið hefur heiminn, stundum að því marki að erfitt er að greina hvort fylgt sé skýrri stefnu. Eftir fjölmarga fundi hefur leiðtogaráð ESB komist að þeirri niðurstöðu að unnið skuli að frekari samruna. Þessi leið hefur verið samþykkt, þó ekki án tregðu nokkurra aðildarríkjanna, en hin þýska forysta (sem leggur til lausnir og streitist gegn öðrum) hefur tekið þá afgerandi afstöðu að útiloka aðra valkosti frá umræðunni. Á síðustu þremur og hálfu ári hefur gömul umræða einnig komið fram í dagsljósið: Getum við ætlað öllum aðildarríkjunum að fara á sama hraða? Ef ekki, hvernig á þá að nálgast þessar aðstæður? Lausnin hefur verið fólgin í svokölluðum breytilegum samruna, en þannig geta sum lönd tekið frekari þátt í samrunanum, á meðan aðrir ílengjast í biðstofunni. Þó getur verið erfitt að viðhalda þessari skynsamlegu nálgun. Sem dæmi má nefna að sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum (e. fiscal compact) hefur verið samþykktur og fullgiltur af 25 aðildarríkjum – Bretland og Tékkland sögðu nei. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frumkvæði hefur verið innleitt sem á uppruna sinn utan aðgerðaramma ESB – það var einnig raunin með Schengen-svæðið. Ástandið getur þó haft í för með sér óþekktar afleiðingar þar sem sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum er áfangi á leið til frekari samþættingar á öðrum stefnum (t.d. bankasamstarfi og ríkisfjármálasambandi). Þá er það enn mikilvægara að allar þær leiðir og gerningar sem hafa verið skapaðar á síðustu árum, sem og þær sem eru í burðarliðnum, eru mótaðar fyrir evrusvæðið.Aukinn sveigjanleiki Því lengra sem evrusvæðið gengur til að leiðrétta annmarka sína, þeim mun meira eykst bilið á milli þess, þeirra ESB-ríkja sem bundin eru af samningum um að sameinast á einhverjum tímapunkti, og þeirra sem hafa valið að taka ekki þátt í evrusamstarfinu (Bretland og Danmörk). Að sama skapi verður þeim mun erfiðara að viðhalda jafnvægi innan ESB en til að mynda erum við nú að hugleiða fjárhagsáætlun fyrir evrusvæðið, sniðmát fyrir evrusvæðið í Evrópuþinginu o.s.frv. Þar að auki hafa sum lönd ákveðið að taka samrunann skrefinu lengra. Ellefu ríki innan evrusvæðisins hafa ákveðið að koma á sameiginlegum skatti á fjármálaviðskipti. Breytilegur samruni er ekki nýtt fyrirbæri, en ósvaraðar spurningar kunna að skjóta upp kollinum á næstu árum, þar sem breytilegur samruni gæti færst frá því að vera sjálfgefinn yfir í að vera markmið í sjálfu sér. Þetta gæti til að mynda falið í sér að sum verkefni væru aðeins ætluð sumum aðildarríkjum og ekki öðrum. Umræðan í Bretlandi bætir einnig nýrri vídd við þessa umræðu: Hvað ef ein-stærð-hentar-öllum samruninn hefur náð eins langt og hann getur og að það sé kominn tími til að bjóða upp á meiri sveigjanleika fyrir þau lönd sem vilja taka þátt í nýjum og spennandi stefnum? Mikilvægi þessarar spurningar mun vaxa þar sem samruni fær á sig æ neikvæðari blæ meðal almennings í ríkjum Evrópusambandsins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun