Hvaða lögun tekur ESB í framtíðinni? 4. apríl 2013 07:00 Ein er sú umræða sem verður æ mikilvægari: Hvernig mun Evrópusambandið þróast á komandi árum? Áhersla stjórnmálanna undanfarið hefur fyrst og fremst verið á að hafa hemil á þeirri krísu sem skekið hefur heiminn, stundum að því marki að erfitt er að greina hvort fylgt sé skýrri stefnu. Eftir fjölmarga fundi hefur leiðtogaráð ESB komist að þeirri niðurstöðu að unnið skuli að frekari samruna. Þessi leið hefur verið samþykkt, þó ekki án tregðu nokkurra aðildarríkjanna, en hin þýska forysta (sem leggur til lausnir og streitist gegn öðrum) hefur tekið þá afgerandi afstöðu að útiloka aðra valkosti frá umræðunni. Á síðustu þremur og hálfu ári hefur gömul umræða einnig komið fram í dagsljósið: Getum við ætlað öllum aðildarríkjunum að fara á sama hraða? Ef ekki, hvernig á þá að nálgast þessar aðstæður? Lausnin hefur verið fólgin í svokölluðum breytilegum samruna, en þannig geta sum lönd tekið frekari þátt í samrunanum, á meðan aðrir ílengjast í biðstofunni. Þó getur verið erfitt að viðhalda þessari skynsamlegu nálgun. Sem dæmi má nefna að sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum (e. fiscal compact) hefur verið samþykktur og fullgiltur af 25 aðildarríkjum – Bretland og Tékkland sögðu nei. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frumkvæði hefur verið innleitt sem á uppruna sinn utan aðgerðaramma ESB – það var einnig raunin með Schengen-svæðið. Ástandið getur þó haft í för með sér óþekktar afleiðingar þar sem sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum er áfangi á leið til frekari samþættingar á öðrum stefnum (t.d. bankasamstarfi og ríkisfjármálasambandi). Þá er það enn mikilvægara að allar þær leiðir og gerningar sem hafa verið skapaðar á síðustu árum, sem og þær sem eru í burðarliðnum, eru mótaðar fyrir evrusvæðið.Aukinn sveigjanleiki Því lengra sem evrusvæðið gengur til að leiðrétta annmarka sína, þeim mun meira eykst bilið á milli þess, þeirra ESB-ríkja sem bundin eru af samningum um að sameinast á einhverjum tímapunkti, og þeirra sem hafa valið að taka ekki þátt í evrusamstarfinu (Bretland og Danmörk). Að sama skapi verður þeim mun erfiðara að viðhalda jafnvægi innan ESB en til að mynda erum við nú að hugleiða fjárhagsáætlun fyrir evrusvæðið, sniðmát fyrir evrusvæðið í Evrópuþinginu o.s.frv. Þar að auki hafa sum lönd ákveðið að taka samrunann skrefinu lengra. Ellefu ríki innan evrusvæðisins hafa ákveðið að koma á sameiginlegum skatti á fjármálaviðskipti. Breytilegur samruni er ekki nýtt fyrirbæri, en ósvaraðar spurningar kunna að skjóta upp kollinum á næstu árum, þar sem breytilegur samruni gæti færst frá því að vera sjálfgefinn yfir í að vera markmið í sjálfu sér. Þetta gæti til að mynda falið í sér að sum verkefni væru aðeins ætluð sumum aðildarríkjum og ekki öðrum. Umræðan í Bretlandi bætir einnig nýrri vídd við þessa umræðu: Hvað ef ein-stærð-hentar-öllum samruninn hefur náð eins langt og hann getur og að það sé kominn tími til að bjóða upp á meiri sveigjanleika fyrir þau lönd sem vilja taka þátt í nýjum og spennandi stefnum? Mikilvægi þessarar spurningar mun vaxa þar sem samruni fær á sig æ neikvæðari blæ meðal almennings í ríkjum Evrópusambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ein er sú umræða sem verður æ mikilvægari: Hvernig mun Evrópusambandið þróast á komandi árum? Áhersla stjórnmálanna undanfarið hefur fyrst og fremst verið á að hafa hemil á þeirri krísu sem skekið hefur heiminn, stundum að því marki að erfitt er að greina hvort fylgt sé skýrri stefnu. Eftir fjölmarga fundi hefur leiðtogaráð ESB komist að þeirri niðurstöðu að unnið skuli að frekari samruna. Þessi leið hefur verið samþykkt, þó ekki án tregðu nokkurra aðildarríkjanna, en hin þýska forysta (sem leggur til lausnir og streitist gegn öðrum) hefur tekið þá afgerandi afstöðu að útiloka aðra valkosti frá umræðunni. Á síðustu þremur og hálfu ári hefur gömul umræða einnig komið fram í dagsljósið: Getum við ætlað öllum aðildarríkjunum að fara á sama hraða? Ef ekki, hvernig á þá að nálgast þessar aðstæður? Lausnin hefur verið fólgin í svokölluðum breytilegum samruna, en þannig geta sum lönd tekið frekari þátt í samrunanum, á meðan aðrir ílengjast í biðstofunni. Þó getur verið erfitt að viðhalda þessari skynsamlegu nálgun. Sem dæmi má nefna að sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum (e. fiscal compact) hefur verið samþykktur og fullgiltur af 25 aðildarríkjum – Bretland og Tékkland sögðu nei. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frumkvæði hefur verið innleitt sem á uppruna sinn utan aðgerðaramma ESB – það var einnig raunin með Schengen-svæðið. Ástandið getur þó haft í för með sér óþekktar afleiðingar þar sem sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum er áfangi á leið til frekari samþættingar á öðrum stefnum (t.d. bankasamstarfi og ríkisfjármálasambandi). Þá er það enn mikilvægara að allar þær leiðir og gerningar sem hafa verið skapaðar á síðustu árum, sem og þær sem eru í burðarliðnum, eru mótaðar fyrir evrusvæðið.Aukinn sveigjanleiki Því lengra sem evrusvæðið gengur til að leiðrétta annmarka sína, þeim mun meira eykst bilið á milli þess, þeirra ESB-ríkja sem bundin eru af samningum um að sameinast á einhverjum tímapunkti, og þeirra sem hafa valið að taka ekki þátt í evrusamstarfinu (Bretland og Danmörk). Að sama skapi verður þeim mun erfiðara að viðhalda jafnvægi innan ESB en til að mynda erum við nú að hugleiða fjárhagsáætlun fyrir evrusvæðið, sniðmát fyrir evrusvæðið í Evrópuþinginu o.s.frv. Þar að auki hafa sum lönd ákveðið að taka samrunann skrefinu lengra. Ellefu ríki innan evrusvæðisins hafa ákveðið að koma á sameiginlegum skatti á fjármálaviðskipti. Breytilegur samruni er ekki nýtt fyrirbæri, en ósvaraðar spurningar kunna að skjóta upp kollinum á næstu árum, þar sem breytilegur samruni gæti færst frá því að vera sjálfgefinn yfir í að vera markmið í sjálfu sér. Þetta gæti til að mynda falið í sér að sum verkefni væru aðeins ætluð sumum aðildarríkjum og ekki öðrum. Umræðan í Bretlandi bætir einnig nýrri vídd við þessa umræðu: Hvað ef ein-stærð-hentar-öllum samruninn hefur náð eins langt og hann getur og að það sé kominn tími til að bjóða upp á meiri sveigjanleika fyrir þau lönd sem vilja taka þátt í nýjum og spennandi stefnum? Mikilvægi þessarar spurningar mun vaxa þar sem samruni fær á sig æ neikvæðari blæ meðal almennings í ríkjum Evrópusambandsins.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar