Samfélag jafnréttis og lýðræðis Eygló Harðardóttir skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Í dag legg ég fyrir lögbundið jafnréttisþing skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2011-2013. Á þinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttismála en megináhersla lögð á jafnrétti á vinnumarkaði. Konur fylktu liði á sögufrægum baráttufundi árið 1975 sem aldrei gleymist. Æ síðan hefur 24. október verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði. Enn er þó kynbundinn launamunur um 9%. Við getum ekki sætt okkur við slíkar afskriftir á launum dætra okkar, þessum hróplega mun verður að útrýma. Öflug kvennahreyfing er nauðsynleg en ekki næg forsenda framfara í jafnréttismálum. Þekking byggð á rannsóknum er undirstaða þess að við getum haldið áfram að ryðja úr vegi hindrunum á leið okkar að réttlátara samfélagi. Skýrsla ráðherra er afrakstur slíkrar vinnu. Hún sýnir að margt hefur áunnist en dregur einnig fram stórar áskoranir. Þeim munum við mæta og halda áfram að byggja upp samfélag þar sem allir njóta jafnréttis í víðasta skilningi og engin mismunun fær þrifist. Liður í aðgerðum gegn mismunun af öllu tagi eru frumvörp til breytinga á jafnréttislögum sem ég legg fram á Alþingi á næstunni. Framundan eru merk tímamót þegar 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi. Við þessi tímamót ber að horfa um öxl. Við eigum að skrá helstu vörðurnar í jafnréttissögu landsins, styrkja fræðsluverkefni og rannsóknir sem miðla þekkingu um lýðræðisþróun og baráttu fyrir auknum borgara- og stjórnmálalegum réttindum. Við eigum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina hvað skýrt getur kynjaskekkjuna á vettvangi stjórnmálanna. Það felast sóknarfæri í því að standa myndarlega að verki þegar við höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Við getum sótt fyrirmyndir og unnið með hinum Norðurlandaþjóðunum sem nú minnast sömu tímamóta. Höfum að leiðarljósi orð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún ritaði í fyrstu opinberu baráttugreinina fyrir réttindum kvenna – þekking er veldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag legg ég fyrir lögbundið jafnréttisþing skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2011-2013. Á þinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttismála en megináhersla lögð á jafnrétti á vinnumarkaði. Konur fylktu liði á sögufrægum baráttufundi árið 1975 sem aldrei gleymist. Æ síðan hefur 24. október verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði. Enn er þó kynbundinn launamunur um 9%. Við getum ekki sætt okkur við slíkar afskriftir á launum dætra okkar, þessum hróplega mun verður að útrýma. Öflug kvennahreyfing er nauðsynleg en ekki næg forsenda framfara í jafnréttismálum. Þekking byggð á rannsóknum er undirstaða þess að við getum haldið áfram að ryðja úr vegi hindrunum á leið okkar að réttlátara samfélagi. Skýrsla ráðherra er afrakstur slíkrar vinnu. Hún sýnir að margt hefur áunnist en dregur einnig fram stórar áskoranir. Þeim munum við mæta og halda áfram að byggja upp samfélag þar sem allir njóta jafnréttis í víðasta skilningi og engin mismunun fær þrifist. Liður í aðgerðum gegn mismunun af öllu tagi eru frumvörp til breytinga á jafnréttislögum sem ég legg fram á Alþingi á næstunni. Framundan eru merk tímamót þegar 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi. Við þessi tímamót ber að horfa um öxl. Við eigum að skrá helstu vörðurnar í jafnréttissögu landsins, styrkja fræðsluverkefni og rannsóknir sem miðla þekkingu um lýðræðisþróun og baráttu fyrir auknum borgara- og stjórnmálalegum réttindum. Við eigum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina hvað skýrt getur kynjaskekkjuna á vettvangi stjórnmálanna. Það felast sóknarfæri í því að standa myndarlega að verki þegar við höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Við getum sótt fyrirmyndir og unnið með hinum Norðurlandaþjóðunum sem nú minnast sömu tímamóta. Höfum að leiðarljósi orð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún ritaði í fyrstu opinberu baráttugreinina fyrir réttindum kvenna – þekking er veldi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar