Öryggi barna í bílum Sigrún A. Þorsteinsdóttir skrifar 2. apríl 2012 06:00 Í ár stendur Barnaheill fyrir Heillakeðju barna í samstarfi við 12 íslensk fyrirtæki og skipta fyrirtækin sér niður eftir mánuðum. VÍS vinnur með Barnaheillum í aprílmánuði og hefur verið ákveðið að leggja áherslu á tvennt; að safna fé til styrktar Barnaheillum og að kynna 3. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Greinin fjallar um að allar ákvarðanir er varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu. Að lög og reglur séu settar sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og að stofnanir og aðrir þeir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett og þá sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna. Stór þáttur sem hefur áhrif á velferð barna er öryggi þeirra í bílum. Þar er hlutverk stjórnvalda að tryggja að ekki sé fluttur inn búnaður og seldur hér á landi sem uppfyllir ekki öryggisstaðla. Lögreglan hefur síðan eftirlitshlutverkið að fylgjast með því að forráðamenn tryggi öryggi barna sinna með réttum búnaði. Bílbelti eru gerð fyrir einstakling sem er orðinn 36 kíló. Fram að þeim tíma verður barnið að vera í sérstökum öryggisbúnaði í samræmi við þyngd þess. Könnun hefur verið gerð um allt land síðustu 16 ár á öryggisbúnaði barna í bílum þegar þau koma í leikskólann. Á síðasta ári voru 2% barnanna sem komu í leikskólann í fylgd með forráðamanni laus í bílnum og 6% barnanna voru eingöngu í bílbelti. Leikskólabörn á alls ekki setja í bílbelti eingöngu þar sem þau hafa ekki náð þeirri þyngd sem bílbeltið er gert fyrir. Það er ekki fyrr en þau fara að nálgast miðstigið í grunnskólanum sem þau ná þeirri þyngd. Úrval barnabílstóla er mikið og mörgum reynist valið erfitt. Mikilvægt er að kynna sér vel hvað er í boði. Það þarf a.m.k. þrjár tegundir barnabílstóla til að tryggja öryggi barnsins þar til það fer að nota bílbeltið eingöngu. Finna þarf stól sem hentar þyngd barnsins, ganga úr skugga um að stóllinn passi í bílinn og festa hann í einu og öllu samkvæmt þeim leiðbeiningum sem fylgja. Fyrsti bílstóllinn, eða ungbarnabílstóllinn, er ávallt bakvísandi. Öruggast er að hafa næsta stól á eftir líka bakvísandi en rannsóknir sýna að börn eru betur varin í bakvísandi stól alveg fram að þriggja til fjögurra ára aldri. Margir forráðamenn skipta of snemma um bílstól fyrir barnið, þ.e. áður en það hefur náð þeirri þyngd sem næsti stóll er ætlaður fyrir. Í flestum tilfellum er best að skipta ekki um stól fyrr en barnið hefur náð þeirri þyngd sem stóllinn er gefinn upp fyrir. Bílbelti á barnið eingöngu að nota þegar það hefur náð 36 kílóa þyngd og þar skiptir öllu að foreldrar láti ekki undan þrýstingi barnanna enda eru það þeir sem ættu að hafa þekkingu á því hvað réttur og góður öryggisbúnaður skiptir miklu máli fyrir alla í fjölskyldunni. Aldrei á að veita afslátt af öryggi barna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í ár stendur Barnaheill fyrir Heillakeðju barna í samstarfi við 12 íslensk fyrirtæki og skipta fyrirtækin sér niður eftir mánuðum. VÍS vinnur með Barnaheillum í aprílmánuði og hefur verið ákveðið að leggja áherslu á tvennt; að safna fé til styrktar Barnaheillum og að kynna 3. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Greinin fjallar um að allar ákvarðanir er varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu. Að lög og reglur séu settar sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og að stofnanir og aðrir þeir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett og þá sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna. Stór þáttur sem hefur áhrif á velferð barna er öryggi þeirra í bílum. Þar er hlutverk stjórnvalda að tryggja að ekki sé fluttur inn búnaður og seldur hér á landi sem uppfyllir ekki öryggisstaðla. Lögreglan hefur síðan eftirlitshlutverkið að fylgjast með því að forráðamenn tryggi öryggi barna sinna með réttum búnaði. Bílbelti eru gerð fyrir einstakling sem er orðinn 36 kíló. Fram að þeim tíma verður barnið að vera í sérstökum öryggisbúnaði í samræmi við þyngd þess. Könnun hefur verið gerð um allt land síðustu 16 ár á öryggisbúnaði barna í bílum þegar þau koma í leikskólann. Á síðasta ári voru 2% barnanna sem komu í leikskólann í fylgd með forráðamanni laus í bílnum og 6% barnanna voru eingöngu í bílbelti. Leikskólabörn á alls ekki setja í bílbelti eingöngu þar sem þau hafa ekki náð þeirri þyngd sem bílbeltið er gert fyrir. Það er ekki fyrr en þau fara að nálgast miðstigið í grunnskólanum sem þau ná þeirri þyngd. Úrval barnabílstóla er mikið og mörgum reynist valið erfitt. Mikilvægt er að kynna sér vel hvað er í boði. Það þarf a.m.k. þrjár tegundir barnabílstóla til að tryggja öryggi barnsins þar til það fer að nota bílbeltið eingöngu. Finna þarf stól sem hentar þyngd barnsins, ganga úr skugga um að stóllinn passi í bílinn og festa hann í einu og öllu samkvæmt þeim leiðbeiningum sem fylgja. Fyrsti bílstóllinn, eða ungbarnabílstóllinn, er ávallt bakvísandi. Öruggast er að hafa næsta stól á eftir líka bakvísandi en rannsóknir sýna að börn eru betur varin í bakvísandi stól alveg fram að þriggja til fjögurra ára aldri. Margir forráðamenn skipta of snemma um bílstól fyrir barnið, þ.e. áður en það hefur náð þeirri þyngd sem næsti stóll er ætlaður fyrir. Í flestum tilfellum er best að skipta ekki um stól fyrr en barnið hefur náð þeirri þyngd sem stóllinn er gefinn upp fyrir. Bílbelti á barnið eingöngu að nota þegar það hefur náð 36 kílóa þyngd og þar skiptir öllu að foreldrar láti ekki undan þrýstingi barnanna enda eru það þeir sem ættu að hafa þekkingu á því hvað réttur og góður öryggisbúnaður skiptir miklu máli fyrir alla í fjölskyldunni. Aldrei á að veita afslátt af öryggi barna okkar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun