Matur

Ljúffengur lax á mánudegi

Smelltu á mynd til að skoða albúmið.
Smelltu á mynd til að skoða albúmið. Myndir/Lífið.

Uppskriftin í dag er bakaður lax frá Lifandi markað sem opnaði á dögunum glæsilega verslun og veitingastað í Fákafeni 11 í Reykjavík. Þar má finna breiðasta úrval lífrænna vara sem í boði er á Íslandi en þar er að finna stóraukið úrval af ferskvöru, eins og grænmeti, ávöxtum, kjöti, fiski og brauði. Þar að auki er veitingastaður, sem sérhæfir sig í gómsætum, hollum réttum, og fyrsta flokks lífrænt kaffihús á staðnum.Bakaður lax í appelsínu-soyjasósu


Fyrir fjóra - eldunartíminn er minna en 60 mínútur.

150-200 gr af laxasteikum

4 msk tamarisósa

11/2 glas af appelsínusafa og smá rifinn appelsínubörkur

ferskur engifer 2 cm rifinn

1 hvítlauksgeiri marin og saxaður

4 stk saxaður vorrúllur

appelsína 1 stk skorin í þunnar sneiðar

líka af spínati eða rucola á hvern diskHita ofninn í 200 °

Blanda saman tamarisósu, appelsínuberki og safanum, svo er ráðlagt að rífa niður og kreista engiferinn, hvítlaukinn og vorlaukinn. Leggja laxinn í ofnfast form og hella mixtúru yfir. Geymist síðan í ísskáp í 30 mínútur.

Þegar laxinn er tilbúinn þá er gott að setja appelsínusneiðarnar yfir fiskinn og baka í ofni í 10-15 mínútur. Mjög gott með salati.

Það var Leifur Welding sem sá um útlitsbreytinguna í samvinnu við Lifandi markað í Fákafeni og útkoman er mjög goð eins og sést á myndunum. Útlit staðarins mun koma flestum á óvart en það er gjörólíkt því sem Íslendingar hafa vanist á matvörumarkaði og er meira í takt við það sem gerist erlendis.

Kaffið er meira að segja lífrænt.

Lifandimarkadur.is.

Hveitigrasið er hollt og bragðgott.
Safabarinn á Lifandi markaður.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.