Handbolti

Arnór á leiðinni til Frakklands

Arnór í leik með AG í Danmörku þar sem hann var fyrirliði.
Arnór í leik með AG í Danmörku þar sem hann var fyrirliði.
Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason mun söðla um í sumar og flytjast búferlum til Frakklands. Hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við St. Raphael.

Þetta kemur fram á handball world-síðunni í dag en Arnór spilar eins og kunnugt er með þýska liðinu Flensburg í dag.

"Að fara til Frakklands er frábært tækifæri fyrir mig og fjölskyldu mína að upplifa nýja menningu og nýtt handboltaumhverfi," sagði Arnór sem er á eins árs samningi við Flensburg.

"Ég ætla að njóta tímabilsins með Flensburg og halda áfram að gefa allt sem ég á til félagsins."

Þjálfari Flensburg, Ljubomir Vranjes, segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að Arnór muni ekki spila áfram vel fyrir liðið en hann var markahæstur í síðasta leik.

"Það hefur verið frábært að fá hann til okkar og hann hefur staðið sig vel. Ég efast ekki um að hann muni áfram gefa sig á fullu í verkefnin með okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×