Erlent

Vilja verða gamlir heima

Alls sóttu 613 innflytjendur í Danmörku um aðstoð við að komast aftur til föðurlands síns í fyrra. Árið 2010 var fjöldinn 370. Tveir þriðju hlutar þeirra sem snúa heim eru eldri borgarar, flestir frá Bosníu, Serbíu og Tyrklandi, að því er danskir fjölmiðlar greina frá.

Innflytjendurnir segjast vilja verja ævikvöldinu í föðurlandinu þar sem þeir eiga fjölskyldu og eru ekki jafneinmana og í Danmörku.

Áhuginn á að snúa heim jókst eftir að fjárhagsstuðningur til þess jókst árið 2010 en hann er nú 123.290 danskar krónur, jafngildi nær 2,8 milljóna íslenskra króna.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×