Erlent

Lífvörðum Obama vikið úr starfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Obama kom til Kólumbíu í gær.
Obama kom til Kólumbíu í gær.
Tólf lífverðir Baracks Obama hafa verið leystir frá störfum eftir að ásakanir komu upp um að þeir hefðu gerst brotlegir í starfi þegar þeir voru að undirbúa komu forsetans til Kólumbíu á dögunum.

Heimildir breska dagblaðsins Daily Telegraph herma að hið minnsta einn lífvarðanna hafi keypt sér vændisþjónustu í Cartagena í Kólumbíu, þar sem forsetinn átti að fara til fundar. Talsmaður bandarísku leyniþjónustunnar vildi þó ekki staðfesta þetta.

Starfsmaður á Hótel Caribe, þar sem lífverðirnir dvöldu, sögðu að þeir hefðu komið þangað fyrir um það bil viku og hefðu drukkið ótæpilega þegar þeir komu. Þeir fóru svo aftur á fimmtudeginum, degi áður en Obama, mætti til fundarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×