Umfjöllun: Ísland - Síle 25-17 | Skylduverki lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2012 17:06 Mynd/Valli Ísland vann öruggan átta marka sigur á Síle í fyrsta leik liðanna í forkeppni Ólympíuleikanna. Mestu munaði um góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks og markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar. Staðan í hálfleik var 12-7, Íslandi í vil. Sigurinn var aldrei í hættu en Síle spilaði á köflum ansi villtan handbolta sem strákarnir lentu stundum í basli með. Björgvin Páll varði sautján skot í leiknum, þar af öll þau þrjú víti sem Sílemenn fengu í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslendinganna með tíu mörk og átti mjög góðan leik. Ólafur Stefánsson spilaði sinn fyrsta mótsleik í langan tíma fyrir Ísland og komst almennilega í gang í seinni hálfleik. Alls skoraði hann fjögur mörk í leiknum, rétt eins og Snorri Steinn Guðjónsson. Báðir misstu af EM í Serbíu. Varnarleikurinn var á löngum köflum fínn enda skoruðu Sílemenn aðeins tólf mörk á fyrstu 50 mínútum leiksins. Strákarnir náðu snemma forystu í leiknum og létu hana aldrei af hendi. Þó náðu þeir ekki að hrista Suður-Ameríkumennina almennilega af sér fyrr en í upphafi seinni hálfleiks. Strákarnir byrjuðu þá tveimur mönnum færri en eftir að Ísland fékk sína menn aftur inn á skoruðu okkar menn átta af næstu níu mörkum leiksins og gerðu algjörlega út um hann. Á þessum kafla var íslenska vörnin og markvarsla Björgvins Páls frábær og sýndu strákarnir á þessum mínútum hversu öflugir þeir eru þegar þeim gengur allt í haginn. Annars var forvitnilegt að fylgjast með þessum leik á köflum. Sílemenn spiluðu á köflum villtan varnarleik og skapaðist oft hálfgerð ringulreið á vellinum. Liðin töpuðu boltanum rúmlega 40 sinnum í leiknum sem segir sitt. Niðurstaðan eftir þennan leik er að strákarnir þurfa að halda betur á spilunum gegn Japan á morgun enda um mun öflugari andstæðing að ræða en sá sem strákarnir mættu í dag. Strákarnir okkar eru án nokkurs vafa betri í handbolta en það verða þeir þá að sýna í leiknum á morgun. Handbolti Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Ísland vann öruggan átta marka sigur á Síle í fyrsta leik liðanna í forkeppni Ólympíuleikanna. Mestu munaði um góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks og markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar. Staðan í hálfleik var 12-7, Íslandi í vil. Sigurinn var aldrei í hættu en Síle spilaði á köflum ansi villtan handbolta sem strákarnir lentu stundum í basli með. Björgvin Páll varði sautján skot í leiknum, þar af öll þau þrjú víti sem Sílemenn fengu í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslendinganna með tíu mörk og átti mjög góðan leik. Ólafur Stefánsson spilaði sinn fyrsta mótsleik í langan tíma fyrir Ísland og komst almennilega í gang í seinni hálfleik. Alls skoraði hann fjögur mörk í leiknum, rétt eins og Snorri Steinn Guðjónsson. Báðir misstu af EM í Serbíu. Varnarleikurinn var á löngum köflum fínn enda skoruðu Sílemenn aðeins tólf mörk á fyrstu 50 mínútum leiksins. Strákarnir náðu snemma forystu í leiknum og létu hana aldrei af hendi. Þó náðu þeir ekki að hrista Suður-Ameríkumennina almennilega af sér fyrr en í upphafi seinni hálfleiks. Strákarnir byrjuðu þá tveimur mönnum færri en eftir að Ísland fékk sína menn aftur inn á skoruðu okkar menn átta af næstu níu mörkum leiksins og gerðu algjörlega út um hann. Á þessum kafla var íslenska vörnin og markvarsla Björgvins Páls frábær og sýndu strákarnir á þessum mínútum hversu öflugir þeir eru þegar þeim gengur allt í haginn. Annars var forvitnilegt að fylgjast með þessum leik á köflum. Sílemenn spiluðu á köflum villtan varnarleik og skapaðist oft hálfgerð ringulreið á vellinum. Liðin töpuðu boltanum rúmlega 40 sinnum í leiknum sem segir sitt. Niðurstaðan eftir þennan leik er að strákarnir þurfa að halda betur á spilunum gegn Japan á morgun enda um mun öflugari andstæðing að ræða en sá sem strákarnir mættu í dag. Strákarnir okkar eru án nokkurs vafa betri í handbolta en það verða þeir þá að sýna í leiknum á morgun.
Handbolti Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira