Viðskipti innlent

Vísitala íbúðaverðs hækkar

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 336.2 stig í marsmánuði, sem er 1,2% hækkun frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands.

Þar segir einnig að síðastliðna þrjá mánuði hafi vísitalan hækkað um 1,1%, um 3,1% síðustu sex mánuði og 8,7% síðasta árið.

Alls var 71 kaupsamningi um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 6. til 12 apríl og heildarveltan nam um 2,2 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 30,4 milljónir króna. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×