Erlent

Langveikur piltur var Batman í einn dag

Langveikur piltur í Bandaríkjunum fékk að ganga í skóm Leðurblökumannsins í vikunni. Lögreglu- og slökkviliðsmenn í borginni Arlington í Texas settu á svið ótrúlega atburðarás þar sem bankaræningjar og Jókerinn sjálfur komu við sögu.

Það gæti reynst erfitt að finna heitari aðdáanda Leðurblökumannsins en hinn sjö ára gamla Kyle.

Kyle þjáist af hvítblæði og er vart hugað líf. Heitasta ósk hans var að vera Batman í einn dag. Það voru síðan samtökin Wish with Wings sem réðust í hið metnaðarfulla verkefni að uppfylla þessa ósk.

Yfirvöld í Arlington skipulögðu mismunandi glæpi um borgina og Kyle færður glæsilegur Batman-búningur.

Kye fékk lykil að Arlington-borg.
Kyle stöðvaði síðan bankarán sem Jókerinn stóð fyrir ásamt því að koma ungri konu til bjargar.

Eftir erfiðan dag var Kyle síðan gefinn lykill að Arlington-borg. Um leið fékk hann mikið lof frá lögreglustjóranum fyrir hugrekki sitt og háttvísi.

Lögreglan í Arlington tók svaðilfarir Kyle upp á myndband en það má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×