Geirmundur Kristinsson, þáverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, virðist hafa verið nánast einráður við stjórn sparisjóðsins í aðdraganda hruns hans. Stjórn sjóðsins og lánanefnd hafa verið nánast upp á punt, segir fréttastofa RÚV.
Price Waterhouse Coopers vann mörg hundruð blaðsíðna skýrslu um starfshætti sparisjóðsins, sem unnin var að beiðni Fjármálaeftirlitsins. Skýrslan var send sérstökum saksóknara, en hefur ekki komist í hendur stofnfjáreigenda og kröfuhafa sjóðsins. Skýrslan fjallar um síðustu tvö ár sjóðsins, eða þar til Fjármálaeftirlitið tók hann yfir vorið 2010.
Samkvæmt frétt RÚV færði sparisjóðurinn niður útlán fyrir rúma átján milljarða króna og afskrifaði sjö milljarða síðustu tvö árin fyrir fall hans. Starfsmönnum, stjórnendum og félögum þeim tengdum voru lánaðar háar fjárhæðir án trygginga eða viðskiptalegra forsendna.
Virðist hafa verið einráður í stjórn sparisjóðsins
JHH skrifar

Mest lesið


Falsaði fleiri bréf
Viðskipti innlent

Hætta við yfirtökuna
Viðskipti innlent

Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig
Viðskipti innlent

Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent


Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn
Atvinnulíf

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent