Olíurannsóknir gengu framar vonum vegna veðurblíðu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2012 19:15 Olíurannsóknaleiðangur á Jan Mayen-hryggnum, sem áætlað var að tæki rúma þrjá mánuði, gekk mun betur vegna einmuna veðurblíðu á svæðinu og lauk honum fyrir helgi eftir aðeins liðlega tveggja mánaða útivist. Rannsóknarleiðangurinn nýtti Akureyri sem þjónustumiðstöð og voru þessar myndir teknar þar fyrr í sumar þegar flotinn kom þangað inn til áhafnaskipta og til að sækja sér vistir og aðra þjónustu. Rannsóknaskipið Nordic Explorer fór fyrir flotanum en með því voru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE, sem lagði upp frá Keflavík í byrjun júní. Útgerðarmaður Valbergs, Garðar Valberg Sveinsson, segir að áætlað hafi verið að leiðangurinn tæki 92 daga en reyndin varð sú að aðeins þurfti 67 daga til að ljúka verkefninu, sem fólst í að sigla alls um níu þúsund kílómetra fram og til baka um svæðið til hljóðbylgjumælinga, einkum Noregsmegin lögsögumarkanna en einnig Íslandsmegin á Drekasvæðinu.Garðar Sveinsson, útgerðarmaður og skipstjóri Valbergs VE.Garðar segir að það sé einkum veðrinu að þakka hversu vel gekk, það hafi verið gott allan tímann og aldrei hafi þurft að gera hlé á mælingum vegna veðurs. Þá hafi bilanir einnig verið í lágmarki. Leiðangurinn er alfarið kostaður af Olíustofnun Noregs en gerður í samstarfi við Orkustofnun á Íslandi og fara rannsóknargögnin nú til úrvinnslu í Noregi. Þeim er ætlað að gefa vísbendingar um hvar vænlegast sé að finna olíu eða gas en tilvist slíkra auðlinda þarf síðan að staðfesta með nánari rannsóknum og borunum. Íslenska skipið Valberg hafði það hlutverk að mæla hitastig sjávar á mismunandi dýpi og hversu hratt hljóð bærist um sjóinn. Garðar er nú að sigla Valberg til Norður-Noregs en þar taka við fleiri slík rannsóknarverkefni með Nordic Explorer, fyrst í nágrenni Tromsö en síðan í Barentshafi, og býst Garðar við að þau muni standa fram í lok september eða byrjun október. Tengdar fréttir Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00 Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. 23. maí 2012 20:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Olíurannsóknaleiðangur á Jan Mayen-hryggnum, sem áætlað var að tæki rúma þrjá mánuði, gekk mun betur vegna einmuna veðurblíðu á svæðinu og lauk honum fyrir helgi eftir aðeins liðlega tveggja mánaða útivist. Rannsóknarleiðangurinn nýtti Akureyri sem þjónustumiðstöð og voru þessar myndir teknar þar fyrr í sumar þegar flotinn kom þangað inn til áhafnaskipta og til að sækja sér vistir og aðra þjónustu. Rannsóknaskipið Nordic Explorer fór fyrir flotanum en með því voru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE, sem lagði upp frá Keflavík í byrjun júní. Útgerðarmaður Valbergs, Garðar Valberg Sveinsson, segir að áætlað hafi verið að leiðangurinn tæki 92 daga en reyndin varð sú að aðeins þurfti 67 daga til að ljúka verkefninu, sem fólst í að sigla alls um níu þúsund kílómetra fram og til baka um svæðið til hljóðbylgjumælinga, einkum Noregsmegin lögsögumarkanna en einnig Íslandsmegin á Drekasvæðinu.Garðar Sveinsson, útgerðarmaður og skipstjóri Valbergs VE.Garðar segir að það sé einkum veðrinu að þakka hversu vel gekk, það hafi verið gott allan tímann og aldrei hafi þurft að gera hlé á mælingum vegna veðurs. Þá hafi bilanir einnig verið í lágmarki. Leiðangurinn er alfarið kostaður af Olíustofnun Noregs en gerður í samstarfi við Orkustofnun á Íslandi og fara rannsóknargögnin nú til úrvinnslu í Noregi. Þeim er ætlað að gefa vísbendingar um hvar vænlegast sé að finna olíu eða gas en tilvist slíkra auðlinda þarf síðan að staðfesta með nánari rannsóknum og borunum. Íslenska skipið Valberg hafði það hlutverk að mæla hitastig sjávar á mismunandi dýpi og hversu hratt hljóð bærist um sjóinn. Garðar er nú að sigla Valberg til Norður-Noregs en þar taka við fleiri slík rannsóknarverkefni með Nordic Explorer, fyrst í nágrenni Tromsö en síðan í Barentshafi, og býst Garðar við að þau muni standa fram í lok september eða byrjun október.
Tengdar fréttir Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00 Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. 23. maí 2012 20:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00
Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. 23. maí 2012 20:30