Lífið

Jón Gnarr óttast ekki norska meðhöndlun

Jóni Gnarr líst vel á Otto Jespersen í hlutverki Georgs Bjarnfreðarsonar.
Jóni Gnarr líst vel á Otto Jespersen í hlutverki Georgs Bjarnfreðarsonar.
„Mig myndi langa mjög mikið til að heimsækja þá. Og sem borgarstjóri getur maður náttúrlega komið í kring ýmsum hlutum," segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkurborgar.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni eru tökur hafnar á norskri endurgerð af Næturvaktinni í smábænum Minnesund. Georg Bjarnfreðarson er án nokkurs vafa ein eftirminnilegasta persóna íslenskrar sjónvarpssögu og hinum umdeilda grínista Otto Jespersen hefur verið falið það vandasama hlutverk að koma Georg til skila á norsku fyrir áhorfendur TV2. Jón segist ekki þekkja þennan Jespersen neitt en leist vel á hann í hlutverkið, svona miðað við þær myndir sem hann hafði séð.

Næturvaktin hefur verið sýnd víða, meðal annars í Finnlandi og Bretlandi en Jón upplifði sig einmitt í fyrsta skipti sem heimsfrægan mann í Manchester fyrir skemmstu.

„Ég var bara á röltinu í miðborginni þegar heldri hjón stoppuðu mig og spurðu hvort ég léki ekki þennan Georg," segir Jón og hlær.

Jón Gnarr.
Borgarstjórinn hefur litlar áhyggjur af meintu húmorsleysi Norðmanna og telur þvert á móti að þeim hafi farið mikið fram. „Ég fylgist mjög vel með evrópsku gríni og Noregur er mjög framarlega um þessar mundir, þeir gera til að mynda mikið grín að Svíum og Dönum. Það er af sem áður var þegar Flexen var og hét," segir Jón. -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.