Lífið

Fór í mótorhjólaferð um Evrópu

Michael Fassbender ákvað að fara í mótorhjólaferð um Evrópu eftir mikla vinnutörn.
Michael Fassbender ákvað að fara í mótorhjólaferð um Evrópu eftir mikla vinnutörn. nordicphotos/getty
Írski leikarinn Michael Fassbender ákvað að skella sér í mótorhjólaferð um alla Evrópu eftir mikla törn á árinu 2011. Fassbender lék í sex kvikmyndum á aðeins tuttugu mánuðum og hafði verið að störfum í næstum tvö ár samfleytt. Þetta tók sinn toll og því ákvað leikarinn að bjóða föður sínum og besta vini á flakk um heimsálfuna.

„Við náðum að keyra yfir fimm þúsund mílur, þetta var mjög góð leið til að slaka aðeins á og njóta lífsins,“ segir Fassbender. Meðal þeirra mynda sem hann lék í var Prometheus eftir Ridley Scott en stór hluti af henni var tekinn upp hér á landi.

Þá hefur Fassbender verið orðaður við kvikmynd Darrens Aronofsky um Nóa en tökur á henni gætu einnig farið fram hér á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.