Erlent

Nokkrir jöklar hafa stækkað í Karakorum fjöllunum

Nokkrir jöklar í Karakoram fjöllunum í Asíu hafa stækkað undanfarin áratug en þetta gengur þvert á það sem gerst hefur með flesta aðra jökla heimsins sem hafa minnkað.

Það voru franskir vísindamenn sem komust að þessu en þeir notuðu gervihnattamyndir sem teknar voru með tíu ára millibili til að sýna fram á þessa þróun í Karakoram fjöllunum sem raunar tilheyra Himalaja-fjallgarðinum.

Stækkun jöklanna er ekki mikil en þykir athyglisverð í ljósi þess að flestir aðrir jöklar í Himalaja hafa minnkað á síðustu tíu árum. Ástæður fyrir þessu liggja ekki á hreinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×