Kærir málsmeðferð sérstaks saksóknara til umboðsmanns Alþingis 12. apríl 2012 14:10 Ólafur Hauksson. „Mér finnst þetta frekar „sloppí" rannsókn og hæpið að þeir séu hæfir til þess að rannsaka mál þar sem þeirra eigin starfsmaður kemur að málinu," segir Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express, en hann skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann lýsir átökum sínum við endurskoðendafyrirtækið Deloitte og svo síðar sérstakan saksóknara. Fyrrverandi starfsmaður Deloitte starfar nú sem verktaki og ráðgjafi hjá Sérstökum saksóknara og vill Ólafur meina að embættið sé óhæft til þess að rannsaka mál sem hann kærði árið 2008. Hann hefur því skotið því til umboðsmanns Alþingis. Forsaga málsins er sú að snemma árs 2006 mættu tveir af stofnendum Iceland Express á fund hjá Deloitte. Ólafur lýsir þessu svo í grein sinni: „Þar óskuðu þeir eftir skýringum Deloitte á hrikalegu misræmi í afkomutölum Iceland Express. Haustið 2005 höfðu stofnendur Iceland Express selt Pálma Haraldssyni og félaga hans síðustu 8% hluta sinna í félaginu. Umsamið verð grundvallaðist á verðmati sem sagt var frá Deloitte. Í verðmatinu var hagnaður Iceland Express áætlaður aðeins 89 milljónir króna á árinu og því næsta miðað við stöðu félagsins. Aðeins fjórum mánuðum síðar kom hins vegar í ljós í tölum frá Deloitte að hagnaður ársins var í raun áætlaður 290 milljónir á því ári – þrefalt hærri. Hagnaður næsta árs á eftir var áætlaður 700 milljónir – ekki 89 eins og í „verðmatinu". Ólafur vill meina að verðmatið sé byggt á gögnum sem komu frá Pálma Haraldssyni. Þannig hafi vitlaus mynd verið gefin af raunvirði fyrirækisins, og þannig hafi Ólafur verið snuðaður um tugi milljóna. En þá flækjast málin talsvert. Ólafur vill meina að í ljós hafi komið að verðmatið hafi verið sett fram til þess eins og að blekkja hann. Hann kærði málið árið 2008 til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Þeirri rannsókn var síðar hætt. Þá niðurstöðu kæri hann til ríkissaksóknara sem skipar efnahagsbrotadeildinni, sem sameinast síðar embætti sérstaks saksóknara, að taka rannsóknina upp á ný. Það var í ágúst 2011. Aftur varð niðurstaðan sú sama. Málið var fellt niður vegna ónógra sannana, meðal annars fannst aldrei hið umdeilda verðmat sem Ólafur heldur sjálfur fram að hann hafi séð hjá Deloitte. Þetta er því ósannað með öllu. Ólafur hefur brugðist við niðurstöðunni og kvartað undan málsmeðferðinni til Umboðsmanns Alþingis, þar sem hann telur embætti sérstaks saksóknara ekki hæft til þess að rannsaka málið, því Stefán D. Franklín starfar nú sem endurskoðandi hjá sérstökum saksóknara, en hann kom áður að dularfulla verðmatinu, að sögn Ólafs. Þá vill Ólafur meina að það hafi verið fleiri brotalamir á rannsókninni. Ekki er vitað hvenær Umboðsmaður Alþingis mun taka málið fyrir en málsmeðferðin getur tekið talsverðan tíma. Hér fyrir neðan má lesa grein Ólafs þar sem hann rekur forsögu málsins nákvæmlega. Tengdar fréttir Af samskiptum við Deloitte og sérstakan saksóknara Ég finn mig knúinn til að segja stuttlega frá samskiptum mínum og félaga minna við Deloitte. Tilefni skrifanna er umræða um hvort álit frá fyrirtækinu fáist keypt. Því hefur Deloitte reyndar neitað. Sérstakur saksóknari kemur hér einnig við sögu. 12. apríl 2012 10:30 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
„Mér finnst þetta frekar „sloppí" rannsókn og hæpið að þeir séu hæfir til þess að rannsaka mál þar sem þeirra eigin starfsmaður kemur að málinu," segir Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express, en hann skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann lýsir átökum sínum við endurskoðendafyrirtækið Deloitte og svo síðar sérstakan saksóknara. Fyrrverandi starfsmaður Deloitte starfar nú sem verktaki og ráðgjafi hjá Sérstökum saksóknara og vill Ólafur meina að embættið sé óhæft til þess að rannsaka mál sem hann kærði árið 2008. Hann hefur því skotið því til umboðsmanns Alþingis. Forsaga málsins er sú að snemma árs 2006 mættu tveir af stofnendum Iceland Express á fund hjá Deloitte. Ólafur lýsir þessu svo í grein sinni: „Þar óskuðu þeir eftir skýringum Deloitte á hrikalegu misræmi í afkomutölum Iceland Express. Haustið 2005 höfðu stofnendur Iceland Express selt Pálma Haraldssyni og félaga hans síðustu 8% hluta sinna í félaginu. Umsamið verð grundvallaðist á verðmati sem sagt var frá Deloitte. Í verðmatinu var hagnaður Iceland Express áætlaður aðeins 89 milljónir króna á árinu og því næsta miðað við stöðu félagsins. Aðeins fjórum mánuðum síðar kom hins vegar í ljós í tölum frá Deloitte að hagnaður ársins var í raun áætlaður 290 milljónir á því ári – þrefalt hærri. Hagnaður næsta árs á eftir var áætlaður 700 milljónir – ekki 89 eins og í „verðmatinu". Ólafur vill meina að verðmatið sé byggt á gögnum sem komu frá Pálma Haraldssyni. Þannig hafi vitlaus mynd verið gefin af raunvirði fyrirækisins, og þannig hafi Ólafur verið snuðaður um tugi milljóna. En þá flækjast málin talsvert. Ólafur vill meina að í ljós hafi komið að verðmatið hafi verið sett fram til þess eins og að blekkja hann. Hann kærði málið árið 2008 til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Þeirri rannsókn var síðar hætt. Þá niðurstöðu kæri hann til ríkissaksóknara sem skipar efnahagsbrotadeildinni, sem sameinast síðar embætti sérstaks saksóknara, að taka rannsóknina upp á ný. Það var í ágúst 2011. Aftur varð niðurstaðan sú sama. Málið var fellt niður vegna ónógra sannana, meðal annars fannst aldrei hið umdeilda verðmat sem Ólafur heldur sjálfur fram að hann hafi séð hjá Deloitte. Þetta er því ósannað með öllu. Ólafur hefur brugðist við niðurstöðunni og kvartað undan málsmeðferðinni til Umboðsmanns Alþingis, þar sem hann telur embætti sérstaks saksóknara ekki hæft til þess að rannsaka málið, því Stefán D. Franklín starfar nú sem endurskoðandi hjá sérstökum saksóknara, en hann kom áður að dularfulla verðmatinu, að sögn Ólafs. Þá vill Ólafur meina að það hafi verið fleiri brotalamir á rannsókninni. Ekki er vitað hvenær Umboðsmaður Alþingis mun taka málið fyrir en málsmeðferðin getur tekið talsverðan tíma. Hér fyrir neðan má lesa grein Ólafs þar sem hann rekur forsögu málsins nákvæmlega.
Tengdar fréttir Af samskiptum við Deloitte og sérstakan saksóknara Ég finn mig knúinn til að segja stuttlega frá samskiptum mínum og félaga minna við Deloitte. Tilefni skrifanna er umræða um hvort álit frá fyrirtækinu fáist keypt. Því hefur Deloitte reyndar neitað. Sérstakur saksóknari kemur hér einnig við sögu. 12. apríl 2012 10:30 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Af samskiptum við Deloitte og sérstakan saksóknara Ég finn mig knúinn til að segja stuttlega frá samskiptum mínum og félaga minna við Deloitte. Tilefni skrifanna er umræða um hvort álit frá fyrirtækinu fáist keypt. Því hefur Deloitte reyndar neitað. Sérstakur saksóknari kemur hér einnig við sögu. 12. apríl 2012 10:30