Innlent

Niðurstöðu um loftrýmisgæslu ekki að vænta í bráð

Ekki er að vænta niðurstöðu um hvort Svíþjóð og Finnland taki þátt í loftrýmisgæslu yfir Íslandi fyrr en eftir nokkrar vikur.

Þetta kom fram í viðtali finnsku sjónvarpsstöðvarinnar Yle við Carl Haglund varnarmálaráðherra Finnlands. Haglund segir að ekkert liggi á í þessu máli og hann telur að niðurstaða fáist um miðjan nóvember.

Sænska þingið hefur nú málið til umfjöllunnar og segist Haglund vera í stöðugu sambandi við sænska ráðamenn.

Eins og áður hefur komið fram munu flugherir Finna og Svía ekki taka þátt í þessari gæslu nema stjórnvöld í báðum löndunum samþykki slíkt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.