Mikilvægur dagur fyrir Álftnesinga og Garðbæinga 17. október 2012 06:00 Laugardagurinn 20. október er af tvennum sökum stór dagur fyrir okkur á Álftanesi og í Garðabæ. Þá býðst okkur að greiða atkvæði um tvennt sem varðar framtíð okkar. Annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu um endurbætta stjórnarskrá og hins vegar í atkvæðagreiðslu um endursameiningu Álftaness og Garðabæjar eftir aðskilnað byggðanna á ofanverðri nítjándu öld. Sameiningin hefur verið vel undirbúin af hálfu beggja sveitarstjórna og annarra sem málið varðar. Eftir ítarlega hreingerningu á fjármálum Álftness geta sveitarfélögin nú sameinast á jafnræðisgrundvelli. Það er því ekki eftir neinu að bíða. Sameinað sveitarfélag verður með um 14 þúsund íbúa á víðfeðmu landsvæði með ríkulegri náttúru. Þessi sveitarfélög henta einkar vel til sameiningar. Í fyrsta lagi liggja þau hvort að öðru og eiga sér sameiginlega fortíð. Í öðru lagi verður fjölbreytni lands og náttúru meiri í hinu sameinaða landssvæði en er í þeim hvoru um sig; við strendur og fjörur Álftaness bætast hraun og eldvörp í Garðabæ. Í þriðja lagi verður aldurssamsetning íbúanna eðlileg eftir sameiningu, en börn eru óvenju stór hluti íbúa á Álftanesinu en aldraðir margir í Garðabæ. Og svo mætti lengi telja. Sameinað sveitarfélag getur veitt íbúunum nútímalega þjónustu hvort sem það er handa börnum eða öldruðum. Sveitarfélagið nýja getur með reisn tekið við þeim verkefnum sem efalaust verða færð frá ríkinu heim í héruðin. Í tillögunum nýju um stjórnarskrá er sérstaklega að því stefnt. Undirritaður sat í hreppsnefnd í þáverandi Bessastaðahreppi fyrir þremur áratugum. Þá var ég hikandi í sameiningarmálum. Reynslan af rekstrar- og stjórnunarvanda Álftaness hefur kennt mér, og vonandi sem flestum þeim sem voru sama sinnis, að við höfðum á röngu að standa. Hikið er horfið fyrir sannfæringu um að sameiningin verður báðum sveitarfélögunum til góðs, líka okkur á Álftanesi. Álftnesingar! Mætum öll á kjörstað í skólanum 20. október og greiðum atkvæði um tvö mál sem skipta framtíð okkar miklu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Laugardagurinn 20. október er af tvennum sökum stór dagur fyrir okkur á Álftanesi og í Garðabæ. Þá býðst okkur að greiða atkvæði um tvennt sem varðar framtíð okkar. Annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu um endurbætta stjórnarskrá og hins vegar í atkvæðagreiðslu um endursameiningu Álftaness og Garðabæjar eftir aðskilnað byggðanna á ofanverðri nítjándu öld. Sameiningin hefur verið vel undirbúin af hálfu beggja sveitarstjórna og annarra sem málið varðar. Eftir ítarlega hreingerningu á fjármálum Álftness geta sveitarfélögin nú sameinast á jafnræðisgrundvelli. Það er því ekki eftir neinu að bíða. Sameinað sveitarfélag verður með um 14 þúsund íbúa á víðfeðmu landsvæði með ríkulegri náttúru. Þessi sveitarfélög henta einkar vel til sameiningar. Í fyrsta lagi liggja þau hvort að öðru og eiga sér sameiginlega fortíð. Í öðru lagi verður fjölbreytni lands og náttúru meiri í hinu sameinaða landssvæði en er í þeim hvoru um sig; við strendur og fjörur Álftaness bætast hraun og eldvörp í Garðabæ. Í þriðja lagi verður aldurssamsetning íbúanna eðlileg eftir sameiningu, en börn eru óvenju stór hluti íbúa á Álftanesinu en aldraðir margir í Garðabæ. Og svo mætti lengi telja. Sameinað sveitarfélag getur veitt íbúunum nútímalega þjónustu hvort sem það er handa börnum eða öldruðum. Sveitarfélagið nýja getur með reisn tekið við þeim verkefnum sem efalaust verða færð frá ríkinu heim í héruðin. Í tillögunum nýju um stjórnarskrá er sérstaklega að því stefnt. Undirritaður sat í hreppsnefnd í þáverandi Bessastaðahreppi fyrir þremur áratugum. Þá var ég hikandi í sameiningarmálum. Reynslan af rekstrar- og stjórnunarvanda Álftaness hefur kennt mér, og vonandi sem flestum þeim sem voru sama sinnis, að við höfðum á röngu að standa. Hikið er horfið fyrir sannfæringu um að sameiningin verður báðum sveitarfélögunum til góðs, líka okkur á Álftanesi. Álftnesingar! Mætum öll á kjörstað í skólanum 20. október og greiðum atkvæði um tvö mál sem skipta framtíð okkar miklu.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar