Bændasamtökin: ríki utan ríkisins? Þórólfur Matthíasson skrifar 27. janúar 2012 06:00 Í 15. gr. svokallaðs búnaðarlagasamnings sem gerður er á grundvelli laga nr. 70/1998 er kveðið á um að Bændasamtök Íslands skuli halda aðskildum fjármunum sem til samtakanna renna úr ríkissjóði og öðrum fjárreiðum sínum. Þá er í sömu grein kveðið á um að Bændasamtökin skuli afhenda sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu endurskoðaðan ársreikning sinn. Samþykktir Bændasamtakanna kveða einnig á um að fjárhagur starfsemi sem rekin er í umboði ríkissjóðs og á hans kostnað skuli aðskilinn frá annarri starfsemi Bændasamtakanna. Ég hef nú, eftir talsverða eftirgangsmuni, fengið aðgang að rekstrarreikningshluta ársreiknings Bændasamtakanna fyrir nokkur undangengin ár. Reikningarnir bera ekki með sér að virtur sé sá skýri aðskilnaður ríkissjóðstekna og ríkissjóðsverkefna á einn veg, ráðgjafarþjónustu á annan veg og almennri félagsstarfsemi Bændasamtakanna á þriðja veg sem áskilinn er í samningi og samþykktum. Reikningarnir bera með sér að velta Bændasamtakanna sé um 600 milljónir króna á ári. Félagsgjöld aðildarfélaganna eru heilar 250 þúsund krónur(!), auglýsingatekjur og áskriftargjöld Bændablaðsins um 45 milljónir, útseld skýrsluvélaþjónusta um 11 milljónir og hugbúnaðarsala um 30 milljónir. Beinar greiðslur úr ríkissjóði til Bændasamtakanna virðast nálægt 350 milljónum króna árlega. Ekki verður ályktað með því að skoða ársreikninginn hversu háar greiðslur Bændasamtökin fá frá ríkissjóði fyrir verktöku af ýmsu tagi. Framsetning ársreikningsins er því með þeim hætti að ekki er hægt að útiloka að greiðslurnar nemi allt að 400-500 milljónum króna á ári. Ráðgjafaþjónusta Bændasamtakanna virðist niðurgreidd um ríflega 100 milljónir króna. Skýrsluvéla- og forritunarþjónusta virðist rekin með 70 milljóna króna halla. Hluti þeirrar ráðgjafar sem samtökin veita er hefðbundin rekstrarráðgjöf sem aðrir rekstraraðilar en bændur þurfa að kaupa fullu verði af endurskoðunarstofum eða öðrum sérhæfðum aðilum. Önnur fyrirtæki en þau sem rekin eru af bændum þurfa að greiða forritun og tölvuvinnslu fullu verði. Það er fyllsta ástæða til að velta fyrir sér hvort það sé skynsamleg ráðstöfun skattpeninga að nota þá til að veita bændum hefðbundna rekstrarráðgjöf og til að skrifa bókhaldsforrit. Reyndar má spyrja hvort slík ráðstöfun stangist ekki á við ákvæði samkeppnislaga. Athygli vekur að Útgáfu- og kynningarsvið, sem m.a. sér um útgáfu Bændablaðsins, er rekið með 30-50 milljón króna halla árlega. Ljóst er að sá halli er ekki greiddur af aðildarsamtökum Bændasamtakanna, frekar en annar halli af einstökum starfssviðum. 250 þúsund króna árlegt framlag aðildarsamtakanna dugar ekki einu sinni til að dekka hallann af rekstri kaffistofunnar sem virðist 6-7 milljónir króna á ári. Sú spurning vaknar hvort Bændablaðið, sem dreift er víða um land og er þekkt af nokkuð eintóna, sumir segja sérlundaðri ritstjórnarstefnu, sé í raun kostað af skattgreiðendum. Þá má og spyrja, með hliðsjón af lélegri rekstrarafkomu svokallaðra búreikningsbúa, hvort ekki sé hægt að bæta rekstrarráðgjöf sem bændur fá. Verður það ekki að nokkru leyti að skrifast á reikning ráðgjafanna að meðalsauðfjárbú á landinu nær því ekki að skapa tekjur til að greiða bændum og öðru starfsliði laun eða standa undir vaxtagreiðslum? Á ráðgjöfin ekki einhverja sök í því að skattgreiðendur greiða öll laun og allan fjármagnskostnað meðalsauðfjárbúsins? Þarf ekki að taka slíka ráðgjöf til endurskoðunar? Er ekki kominn tími til þess að fá erlenda úttektaraðila til að gera úttekt á gæðum þeirrar þjónustu og þeirri ráðgjöf sem Bændasamtökin veita? Ekkert verður fullyrt með vissu um eignastöðu Bændasamtakanna nema hafa aðgang að efnahagsreikningshluta ársreiknings. En sú staðreynd að hreinar fjármunatekjur samtakanna eru allt að 150 milljónir króna bendir til þess að hreinar eignir Bændasamtakanna séu af stærðargráðunni 1 til 3 milljarðar króna. Hvorki rekstur Bændablaðsins á undangengnum áratugum, né aðildarfélagaframlögin eru af þeirri stærðargráðu að hafa byggt upp eiginfjárstöðu í milljarðaklassanum. Löggjafinn gerir eðlilega strangar kröfur til meðferðar ríkisstofnana á skattfé. Fjársýsla ríkisins, fjármálaráðuneyti og Ríkisendurskoðun margmeta hvort tiltekin ráðstöfun fjármuna sé réttmæt. Sé ríkisstofnun ofhaldin í fé er henni ekki heimilt að byggja upp eigið fé eða ráðstafa fé til óskyldrar starfsemi, heldur er henni skylt að senda fjármunina aftur til ríkisféhirðis. Megnið af umsvifum Bændasamtakanna er í raun umsýsla með skattfé. Samtökin þurfa þó ekki að hlíta þeim ströngu reglum um réttmætt tilefni útgjalda sem ríkisstofnanir þurfa að gera. Ríkisstofnun myndi t.d. ekki komast upp með að gefa út vikurit um hugðarefni og hagsmunamál forstjóra stofnunarinnar. Hvað þá að prenta í risaupplagi og dreifa í sveitir og kaupstaði auk sundstaða og verslanamiðstöðva höfuðborgarinnar. Búnaðarlagasamningur Bændasamtakanna og ríkisstjórnarinnar er á skjön við eðlilega stjórnsýslu og eðlilegt eftirlit með ráðstöfun ríkissjóðstekna. Bændasamtökin eru í raun ríki við hlið ríkisins sem virðast geta ráðstafað skatttekjum eftirlitslítið og án þess að virða ákvæði samninga og eigin samþykkta um framsetningu ársreiknings. Reglur eru til að fara eftir, ekki til að brjóta, þó annað megi sjálfsagt álykta út frá málum kenndum við iðnaðarsalt og kadmíumblandaðan áburð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í 15. gr. svokallaðs búnaðarlagasamnings sem gerður er á grundvelli laga nr. 70/1998 er kveðið á um að Bændasamtök Íslands skuli halda aðskildum fjármunum sem til samtakanna renna úr ríkissjóði og öðrum fjárreiðum sínum. Þá er í sömu grein kveðið á um að Bændasamtökin skuli afhenda sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu endurskoðaðan ársreikning sinn. Samþykktir Bændasamtakanna kveða einnig á um að fjárhagur starfsemi sem rekin er í umboði ríkissjóðs og á hans kostnað skuli aðskilinn frá annarri starfsemi Bændasamtakanna. Ég hef nú, eftir talsverða eftirgangsmuni, fengið aðgang að rekstrarreikningshluta ársreiknings Bændasamtakanna fyrir nokkur undangengin ár. Reikningarnir bera ekki með sér að virtur sé sá skýri aðskilnaður ríkissjóðstekna og ríkissjóðsverkefna á einn veg, ráðgjafarþjónustu á annan veg og almennri félagsstarfsemi Bændasamtakanna á þriðja veg sem áskilinn er í samningi og samþykktum. Reikningarnir bera með sér að velta Bændasamtakanna sé um 600 milljónir króna á ári. Félagsgjöld aðildarfélaganna eru heilar 250 þúsund krónur(!), auglýsingatekjur og áskriftargjöld Bændablaðsins um 45 milljónir, útseld skýrsluvélaþjónusta um 11 milljónir og hugbúnaðarsala um 30 milljónir. Beinar greiðslur úr ríkissjóði til Bændasamtakanna virðast nálægt 350 milljónum króna árlega. Ekki verður ályktað með því að skoða ársreikninginn hversu háar greiðslur Bændasamtökin fá frá ríkissjóði fyrir verktöku af ýmsu tagi. Framsetning ársreikningsins er því með þeim hætti að ekki er hægt að útiloka að greiðslurnar nemi allt að 400-500 milljónum króna á ári. Ráðgjafaþjónusta Bændasamtakanna virðist niðurgreidd um ríflega 100 milljónir króna. Skýrsluvéla- og forritunarþjónusta virðist rekin með 70 milljóna króna halla. Hluti þeirrar ráðgjafar sem samtökin veita er hefðbundin rekstrarráðgjöf sem aðrir rekstraraðilar en bændur þurfa að kaupa fullu verði af endurskoðunarstofum eða öðrum sérhæfðum aðilum. Önnur fyrirtæki en þau sem rekin eru af bændum þurfa að greiða forritun og tölvuvinnslu fullu verði. Það er fyllsta ástæða til að velta fyrir sér hvort það sé skynsamleg ráðstöfun skattpeninga að nota þá til að veita bændum hefðbundna rekstrarráðgjöf og til að skrifa bókhaldsforrit. Reyndar má spyrja hvort slík ráðstöfun stangist ekki á við ákvæði samkeppnislaga. Athygli vekur að Útgáfu- og kynningarsvið, sem m.a. sér um útgáfu Bændablaðsins, er rekið með 30-50 milljón króna halla árlega. Ljóst er að sá halli er ekki greiddur af aðildarsamtökum Bændasamtakanna, frekar en annar halli af einstökum starfssviðum. 250 þúsund króna árlegt framlag aðildarsamtakanna dugar ekki einu sinni til að dekka hallann af rekstri kaffistofunnar sem virðist 6-7 milljónir króna á ári. Sú spurning vaknar hvort Bændablaðið, sem dreift er víða um land og er þekkt af nokkuð eintóna, sumir segja sérlundaðri ritstjórnarstefnu, sé í raun kostað af skattgreiðendum. Þá má og spyrja, með hliðsjón af lélegri rekstrarafkomu svokallaðra búreikningsbúa, hvort ekki sé hægt að bæta rekstrarráðgjöf sem bændur fá. Verður það ekki að nokkru leyti að skrifast á reikning ráðgjafanna að meðalsauðfjárbú á landinu nær því ekki að skapa tekjur til að greiða bændum og öðru starfsliði laun eða standa undir vaxtagreiðslum? Á ráðgjöfin ekki einhverja sök í því að skattgreiðendur greiða öll laun og allan fjármagnskostnað meðalsauðfjárbúsins? Þarf ekki að taka slíka ráðgjöf til endurskoðunar? Er ekki kominn tími til þess að fá erlenda úttektaraðila til að gera úttekt á gæðum þeirrar þjónustu og þeirri ráðgjöf sem Bændasamtökin veita? Ekkert verður fullyrt með vissu um eignastöðu Bændasamtakanna nema hafa aðgang að efnahagsreikningshluta ársreiknings. En sú staðreynd að hreinar fjármunatekjur samtakanna eru allt að 150 milljónir króna bendir til þess að hreinar eignir Bændasamtakanna séu af stærðargráðunni 1 til 3 milljarðar króna. Hvorki rekstur Bændablaðsins á undangengnum áratugum, né aðildarfélagaframlögin eru af þeirri stærðargráðu að hafa byggt upp eiginfjárstöðu í milljarðaklassanum. Löggjafinn gerir eðlilega strangar kröfur til meðferðar ríkisstofnana á skattfé. Fjársýsla ríkisins, fjármálaráðuneyti og Ríkisendurskoðun margmeta hvort tiltekin ráðstöfun fjármuna sé réttmæt. Sé ríkisstofnun ofhaldin í fé er henni ekki heimilt að byggja upp eigið fé eða ráðstafa fé til óskyldrar starfsemi, heldur er henni skylt að senda fjármunina aftur til ríkisféhirðis. Megnið af umsvifum Bændasamtakanna er í raun umsýsla með skattfé. Samtökin þurfa þó ekki að hlíta þeim ströngu reglum um réttmætt tilefni útgjalda sem ríkisstofnanir þurfa að gera. Ríkisstofnun myndi t.d. ekki komast upp með að gefa út vikurit um hugðarefni og hagsmunamál forstjóra stofnunarinnar. Hvað þá að prenta í risaupplagi og dreifa í sveitir og kaupstaði auk sundstaða og verslanamiðstöðva höfuðborgarinnar. Búnaðarlagasamningur Bændasamtakanna og ríkisstjórnarinnar er á skjön við eðlilega stjórnsýslu og eðlilegt eftirlit með ráðstöfun ríkissjóðstekna. Bændasamtökin eru í raun ríki við hlið ríkisins sem virðast geta ráðstafað skatttekjum eftirlitslítið og án þess að virða ákvæði samninga og eigin samþykkta um framsetningu ársreiknings. Reglur eru til að fara eftir, ekki til að brjóta, þó annað megi sjálfsagt álykta út frá málum kenndum við iðnaðarsalt og kadmíumblandaðan áburð.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun