Ólétt í Eurovision 3. febrúar 2012 16:00 Rósa Birgitta Ísfeld, sem syngur lagið Stund með þér sem komst áfram í úrslitakeppni Eurovision, er gengin fjóra mánuði með sitt annað barn.Hvar varstu þegar þú fékkst að vita að lagið „Stund með þér" var komið áfram í úrslitakeppni Eurovision? Ég var í leikhúsi með Ása á sýningunni Póker og var búin að biðja bróður minn að senda mér sms ef lagið kæmist áfram. Svo þegar sýningunni var lokið leit ég á símann og var með átján sms og fullt af ósvöruðum hringingum og þá áttaði ég mig nú á þessu. Við vorum vitaskuld í skýjunum og það voru svolítil læti í okkur. Það er geðveikt að fá að vera með áfram.Ertu Eurovsion aðdáandi? Já, ég verð nú að viðurkenna það. Ég var einnig aðdáandi þegar ég var yngri og söng Sókrates og Hægt og hljótt daginn út og inn. Það er svo skemmtilegt fyrir landann að hafa afþreyingu á hverju ári sem tengist tónlist.Hvað ertu gengin langt og hvernig er heilsan? Ég er held ég komin átján vikur á leið. Ég er rosalega rugluð í þessari talningu en ég er mjög hraust. Minni háttar kvillar sem eru of persónulegir til að segja frá. Annars er þessi voða svipuð fyrri meðgöngu og þá var ég mjög hress allan tímann.Segðu mér af laginu sem komst áfram, Stund með þér? Þetta er lag eftir hann Svein Rúnar sem er með tvö önnur lög í keppninni en lagið sem Magni syngur komst líka áfram og hún Þórunn Erna Clausen samdi textann við bæði lögin. Í framkvæmdaliðinu er svo hann Ásgrímur Már sem er eins konar listrænn stjórnandi, Brynja Pétursdóttir danskennari og svo Sissa sem er stílistinn okkar.Hvernig er samstarfinu ykkar Sissu (Sigrúnu Eddu Eðvarðsdóttur) stílista háttað? Sissa er mjög elegant og er með mjög klassískan smekk. Nú, hún og Ási ákveða saman svolítið þema til að fara eftir og svo er farið í það að leita. Ég er með rosa sterkar skoðanir á því sem ég fíla að vera í og er fljót að henda mér úr kjólum sem eru ekki réttir. En við Sissa vinnum ofboðslega vel saman og sameinum okkar stíla.Ertu búin að finna kjól sem hentar meðgöngunni? Núna er þetta aðeins flóknara að finna dress því að ég passa ekki beint í neinar stærðir. En okkur fannst við komast nokkuð nálægt því sem við vildum á síðasta kvöldi en leitum lengra núna. Ég verð að geta hreyft mig og andað auðveldlega og því þarf sniðið að vera gott og alls ekki þrengja að. Það er ekkert „beauty is pain" þegar maður gengur með barn.Ertu undir það búin að keppa barnshafandi í Eurovision-keppninni í Aserbaídsjan í vor? Ég allavega má enn þá fljúga þegar keppnin fer fram – er það ekki aðalatriðið? Ég kíkti á reglur flugfélaganna og ég treysti mér fullkomlega. Ég var rosa hress á síðustu meðgöngu eins og ég sagði og ferðaðist mikið og kom einnig fram með hljómsveitinni Sometime á stórum tónleikum „Nokia on Ice" í Hafnarhúsinu tveimur vikum áður en dóttir mín fæddist sem verður þriggja ára í apríl.Syngur þú öðruvísi þegar þú ert ófrísk? Ég held ekki en aftur á móti er ónæmiskerfið mun viðkvæmara og því verður maður að fara extra vel með sig. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Rósa Birgitta Ísfeld, sem syngur lagið Stund með þér sem komst áfram í úrslitakeppni Eurovision, er gengin fjóra mánuði með sitt annað barn.Hvar varstu þegar þú fékkst að vita að lagið „Stund með þér" var komið áfram í úrslitakeppni Eurovision? Ég var í leikhúsi með Ása á sýningunni Póker og var búin að biðja bróður minn að senda mér sms ef lagið kæmist áfram. Svo þegar sýningunni var lokið leit ég á símann og var með átján sms og fullt af ósvöruðum hringingum og þá áttaði ég mig nú á þessu. Við vorum vitaskuld í skýjunum og það voru svolítil læti í okkur. Það er geðveikt að fá að vera með áfram.Ertu Eurovsion aðdáandi? Já, ég verð nú að viðurkenna það. Ég var einnig aðdáandi þegar ég var yngri og söng Sókrates og Hægt og hljótt daginn út og inn. Það er svo skemmtilegt fyrir landann að hafa afþreyingu á hverju ári sem tengist tónlist.Hvað ertu gengin langt og hvernig er heilsan? Ég er held ég komin átján vikur á leið. Ég er rosalega rugluð í þessari talningu en ég er mjög hraust. Minni háttar kvillar sem eru of persónulegir til að segja frá. Annars er þessi voða svipuð fyrri meðgöngu og þá var ég mjög hress allan tímann.Segðu mér af laginu sem komst áfram, Stund með þér? Þetta er lag eftir hann Svein Rúnar sem er með tvö önnur lög í keppninni en lagið sem Magni syngur komst líka áfram og hún Þórunn Erna Clausen samdi textann við bæði lögin. Í framkvæmdaliðinu er svo hann Ásgrímur Már sem er eins konar listrænn stjórnandi, Brynja Pétursdóttir danskennari og svo Sissa sem er stílistinn okkar.Hvernig er samstarfinu ykkar Sissu (Sigrúnu Eddu Eðvarðsdóttur) stílista háttað? Sissa er mjög elegant og er með mjög klassískan smekk. Nú, hún og Ási ákveða saman svolítið þema til að fara eftir og svo er farið í það að leita. Ég er með rosa sterkar skoðanir á því sem ég fíla að vera í og er fljót að henda mér úr kjólum sem eru ekki réttir. En við Sissa vinnum ofboðslega vel saman og sameinum okkar stíla.Ertu búin að finna kjól sem hentar meðgöngunni? Núna er þetta aðeins flóknara að finna dress því að ég passa ekki beint í neinar stærðir. En okkur fannst við komast nokkuð nálægt því sem við vildum á síðasta kvöldi en leitum lengra núna. Ég verð að geta hreyft mig og andað auðveldlega og því þarf sniðið að vera gott og alls ekki þrengja að. Það er ekkert „beauty is pain" þegar maður gengur með barn.Ertu undir það búin að keppa barnshafandi í Eurovision-keppninni í Aserbaídsjan í vor? Ég allavega má enn þá fljúga þegar keppnin fer fram – er það ekki aðalatriðið? Ég kíkti á reglur flugfélaganna og ég treysti mér fullkomlega. Ég var rosa hress á síðustu meðgöngu eins og ég sagði og ferðaðist mikið og kom einnig fram með hljómsveitinni Sometime á stórum tónleikum „Nokia on Ice" í Hafnarhúsinu tveimur vikum áður en dóttir mín fæddist sem verður þriggja ára í apríl.Syngur þú öðruvísi þegar þú ert ófrísk? Ég held ekki en aftur á móti er ónæmiskerfið mun viðkvæmara og því verður maður að fara extra vel með sig.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira