Lífið

Harry Potter var fullur í kvikmyndatökum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Daniel Radcliffe segist hafa átt við áfengisfíkn að stríða.
Daniel Radcliffe segist hafa átt við áfengisfíkn að stríða. mynd/ afp.
Daniel Radcliffe, sem þekktastur er fyrir að leika galdrastrákinn Harry Potter, hefur viðurkennt fyrir slúðurblaðinu Heat að hann hafi nokkrum sinnum verið drukkinn á meðan kvikmyndatökur stóðu yfir. „Ég fór drukkinn í vinnuna,“ segir hann. „Ég get bent þér á nokkur atriði þar sem ég er blindfullur," segir hann jafnframt og bætir við að hann eigi auðvelt með að lenda í fíkn. Radcliffe segist vera hættur að drekka. „Þú þarft annað hvort að hætta þessu eða bara gefast upp fyrir þessu," segir hann um áfengisfíknina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.