Hrunadansinn hafinn á ný Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Á árunum fyrir hrun, þegar kaupmáttur heimilanna náði hæstum hæðum, skuldsettu íslensk heimili sig samt sem áður langt umfram það sem gerist og gengur. Íslensk heimili voru þá orðin hvað skuldugust á jarðríki miðað við árlegar heimilistekjur. Neyslugleði heimilanna gekk svo langt fram úr tekjum þeirra – enda dæmin mörg. Fleiri nýir Range Rover jeppar voru á Íslandi en samanlagt í Danmörku og Svíþjóð. Næst flestar pantanir bárust frá Íslandi af öllum löndum heims á nýjustu gerð af Toyota Landcruiser – næst á eftir pöntunum frá Rússlandi. Og allt í skuld! Öllum má ljóst vera að þó ekkert bankahrun hefði orðið stefndu fjölmörg íslensk heimili í sitt einkahrun. Sextán þúsund heimili voru komin á vanskilaskrá – fyrir hrun! Nú er bankahrunið að baki og helsta umræðuefni dagana langa er hvað eigi að gera til þess að létta skuldum af heimilunum – og hverjir aðrir eigi að borga skuldir þeirra. Þegar sú umræða stendur sem hæst berast fréttir af því, að á sex síðustu mánuðum ársins 2011 hafi yfirdráttarskuldir heimilanna aukist um 18 þúsund milljónir króna. Yfirdráttarskuldir heimilanna eru nú komnar á svipað stig og undir árslok 2008 – fyrir hrun! Sumir gætu haldið að þessi skuldaaukning stafaði einvörðungu af þröngri fjárhagsstöðu heimila. Svo er þó ekki. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur einkaneyslan aukist umtalsvert – og alla þá neysluaukningu kosta heimilin með dýrustu lántökum sem unnt er að efna til. Aukning yfirdráttarskulda er alfarið ákvörðun heimilanna sjálfra til þess að borga fyrir aukna neyslu sem einnig er ákvörðun heimilanna sjálfra. Á sama tíma er rætt um nauðsyn þess að létta húsnæðisskuldunum af. Hvað svo sem þeirri umræðu líður og sanngirnissjónarmiðunum þar þá virðist ljóst vera, að hrunadansinn er að hefjast aftur. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að ástunda neyslu, sem þau eru ekki borgunarmenn fyrir. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að kosta neyslu sína með dýrustu lánum, sem um getur. Ekkert neyðir þau til þess. Og það atferli eitt út af fyrir sig skýrir það, sem sagt er að séu batamerki í íslenskum þjóðarbúskap – hagvöxt síðasta ár. Íslenska eyðsluklóin virðist ekkert geta lært. Með annarri hendinni teygir hún sig eftir óhagstæðustu lánum sem hugsast getur til þess að kosta neyslu sína. Með hinni hendinni krefur hún samfélagið um að leggja eyri í lófa karls, karls svo niðurgreiða megi vexti á húsnæðislánunum og afskrifa skuldir vegna húsnæðis- og bílakaupa. Hvað er fólk eiginlega að hugsa? Ég veit, að fyrir það eitt að benda á þessar staðreyndir fær fólk yfir sig skítkast og níð – en svona er þetta nú samt. Skítkastið ræður ekki bót á því. Segir hins vegar aðra sögu – engu fegurri. Söguna um innræti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun, þegar kaupmáttur heimilanna náði hæstum hæðum, skuldsettu íslensk heimili sig samt sem áður langt umfram það sem gerist og gengur. Íslensk heimili voru þá orðin hvað skuldugust á jarðríki miðað við árlegar heimilistekjur. Neyslugleði heimilanna gekk svo langt fram úr tekjum þeirra – enda dæmin mörg. Fleiri nýir Range Rover jeppar voru á Íslandi en samanlagt í Danmörku og Svíþjóð. Næst flestar pantanir bárust frá Íslandi af öllum löndum heims á nýjustu gerð af Toyota Landcruiser – næst á eftir pöntunum frá Rússlandi. Og allt í skuld! Öllum má ljóst vera að þó ekkert bankahrun hefði orðið stefndu fjölmörg íslensk heimili í sitt einkahrun. Sextán þúsund heimili voru komin á vanskilaskrá – fyrir hrun! Nú er bankahrunið að baki og helsta umræðuefni dagana langa er hvað eigi að gera til þess að létta skuldum af heimilunum – og hverjir aðrir eigi að borga skuldir þeirra. Þegar sú umræða stendur sem hæst berast fréttir af því, að á sex síðustu mánuðum ársins 2011 hafi yfirdráttarskuldir heimilanna aukist um 18 þúsund milljónir króna. Yfirdráttarskuldir heimilanna eru nú komnar á svipað stig og undir árslok 2008 – fyrir hrun! Sumir gætu haldið að þessi skuldaaukning stafaði einvörðungu af þröngri fjárhagsstöðu heimila. Svo er þó ekki. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur einkaneyslan aukist umtalsvert – og alla þá neysluaukningu kosta heimilin með dýrustu lántökum sem unnt er að efna til. Aukning yfirdráttarskulda er alfarið ákvörðun heimilanna sjálfra til þess að borga fyrir aukna neyslu sem einnig er ákvörðun heimilanna sjálfra. Á sama tíma er rætt um nauðsyn þess að létta húsnæðisskuldunum af. Hvað svo sem þeirri umræðu líður og sanngirnissjónarmiðunum þar þá virðist ljóst vera, að hrunadansinn er að hefjast aftur. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að ástunda neyslu, sem þau eru ekki borgunarmenn fyrir. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að kosta neyslu sína með dýrustu lánum, sem um getur. Ekkert neyðir þau til þess. Og það atferli eitt út af fyrir sig skýrir það, sem sagt er að séu batamerki í íslenskum þjóðarbúskap – hagvöxt síðasta ár. Íslenska eyðsluklóin virðist ekkert geta lært. Með annarri hendinni teygir hún sig eftir óhagstæðustu lánum sem hugsast getur til þess að kosta neyslu sína. Með hinni hendinni krefur hún samfélagið um að leggja eyri í lófa karls, karls svo niðurgreiða megi vexti á húsnæðislánunum og afskrifa skuldir vegna húsnæðis- og bílakaupa. Hvað er fólk eiginlega að hugsa? Ég veit, að fyrir það eitt að benda á þessar staðreyndir fær fólk yfir sig skítkast og níð – en svona er þetta nú samt. Skítkastið ræður ekki bót á því. Segir hins vegar aðra sögu – engu fegurri. Söguna um innræti.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun