Sölvi sótti Haiti heim 23. apríl 2012 11:45 myndir/sölvi Í janúar 2010 varð jarðskjálfti upp á 7 á richter á Haiti. Ástandið í landi sem þegar var fátækasta ríki vesturheims fór frá því að vera mjög vont yfir í að verða hræðilegt. Tugþúsundir barna misstu foreldra sína. Í gegnum velviljað fólk, félagasamtök og fyrirtæki á Íslandi tókst að setja á stofn munaðarleysingjahemili fyrir hluta af þeim börnum sem misstu foreldra sína. Í tvö ár hafa þessi börn átt þess kost að lifa góðu lífi fyrir íslenska peninga. Börnin glöð þrátt fyrir frumstæðar aðstæður „Þó að aðstæðurnar séu frumstæðar eru börnin bæði glöð og þakklát. En nú er svo komið að það vantar allan stöðugleika og heimilið lifir frá mánuði til mánaðar. Ég ákvað því að reyna að leggja mitt af mörkum til að ná í pening til að hægt sé að halda þessari frábæru starfsemi áfram gangandi. Það var verulega sérstakt fyrir mig að koma í raunveruleika af þessu tagi, þar sem ég hef allt mitt líf alist upp sem verndað millistéttarbarn á Íslandi og reyni ekki að halda öðru fram en ég sé einn af hinum heppnu í heiminum, þrátt fyrir að ég eigi mín vandamál eins og allir aðrir. Ég get varla byrjað að telja upp alla þá hluti sem okkur þykja sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki," segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem kynntist af eigin raun ástandinu á Haiti.Skíthræddur oft á tíðum „Ég lenti í mörgu þarna úti og var oft á tíðum eiginlega skíthræddur. Sá varla hvítan mann allan tímann, auk þess sem ég var svo grænn að mæta í landið með dollara, sem fæstir nota þarna. Strax og ég lenti var mér hent í djúpu laugina. Rútan var farin, svo mér var plantað aftast í sendiferðabíl, þar sem ég hélt á ferðatöskunni minni í fanginu í fimm klukkustunda keyrslu yfir landið þvert og endilangt. Hæst sá ég mælinn fara í 190 km hraða á bíl sem var að minnsta kosti fimmtán ára gamall og leit ekki út fyrir að komast nálægt þessum hraða. Nær alla leiðina var fólk á gangi við vegkantinn, auk þess sem myrkur var orðið töluvert. Mér var sagt þegar ég kom út að mestalla leiðina hafi flestir farþeganna verið að hrópa á bílstjórann að hægja ferðina og að hann væri snarklikkaður, enda væru börn að gangi í vegkantinum. Mér létti við að vita að ég var ekki einn um að finnast þessi ferð full háskaleg. Ég hafði hent í mig tveimur parkodín forte sem ég var með uppi við, í þeirri von að kódinið myndi róa mig eilítið. Er ekki frá því að það hafi gert það. Þetta er bara lítið brot af því sem ég upplifði á nokkrum dögum þarna úti, enda samfélagið í meira lagi frábrugðið því sem maður þekkir héðan." „En allt var þetta vel þessi virði þegar ég sá hvernig búið er um börnin á heimilinu. Þar fer fram frábært starf sem óeigingjarnt fólk á vettvangi vinnur að mestu í sjálfboðavinnu. 500 þúsund krónur á mánuði duga fyrir húsaskjóli, skólagöngu, fæði, klæði og lyfjum fyrir 100 börn, sem annars væru sennilega ekki á lífi. Ég geri ekki lítið úr góðu starfi hefðbundinna hjálparsamtaka, en þetta er lægri upphæð en laun og launatengd gjöld fyrir einn hjálparstarfsmann. Hver einasta króna sem safnast fer beint í munaðarleysingjaheimilið," segir Sölvi. Allar upplýsingar má annars finna á www.haiti.is. Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Í janúar 2010 varð jarðskjálfti upp á 7 á richter á Haiti. Ástandið í landi sem þegar var fátækasta ríki vesturheims fór frá því að vera mjög vont yfir í að verða hræðilegt. Tugþúsundir barna misstu foreldra sína. Í gegnum velviljað fólk, félagasamtök og fyrirtæki á Íslandi tókst að setja á stofn munaðarleysingjahemili fyrir hluta af þeim börnum sem misstu foreldra sína. Í tvö ár hafa þessi börn átt þess kost að lifa góðu lífi fyrir íslenska peninga. Börnin glöð þrátt fyrir frumstæðar aðstæður „Þó að aðstæðurnar séu frumstæðar eru börnin bæði glöð og þakklát. En nú er svo komið að það vantar allan stöðugleika og heimilið lifir frá mánuði til mánaðar. Ég ákvað því að reyna að leggja mitt af mörkum til að ná í pening til að hægt sé að halda þessari frábæru starfsemi áfram gangandi. Það var verulega sérstakt fyrir mig að koma í raunveruleika af þessu tagi, þar sem ég hef allt mitt líf alist upp sem verndað millistéttarbarn á Íslandi og reyni ekki að halda öðru fram en ég sé einn af hinum heppnu í heiminum, þrátt fyrir að ég eigi mín vandamál eins og allir aðrir. Ég get varla byrjað að telja upp alla þá hluti sem okkur þykja sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki," segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem kynntist af eigin raun ástandinu á Haiti.Skíthræddur oft á tíðum „Ég lenti í mörgu þarna úti og var oft á tíðum eiginlega skíthræddur. Sá varla hvítan mann allan tímann, auk þess sem ég var svo grænn að mæta í landið með dollara, sem fæstir nota þarna. Strax og ég lenti var mér hent í djúpu laugina. Rútan var farin, svo mér var plantað aftast í sendiferðabíl, þar sem ég hélt á ferðatöskunni minni í fanginu í fimm klukkustunda keyrslu yfir landið þvert og endilangt. Hæst sá ég mælinn fara í 190 km hraða á bíl sem var að minnsta kosti fimmtán ára gamall og leit ekki út fyrir að komast nálægt þessum hraða. Nær alla leiðina var fólk á gangi við vegkantinn, auk þess sem myrkur var orðið töluvert. Mér var sagt þegar ég kom út að mestalla leiðina hafi flestir farþeganna verið að hrópa á bílstjórann að hægja ferðina og að hann væri snarklikkaður, enda væru börn að gangi í vegkantinum. Mér létti við að vita að ég var ekki einn um að finnast þessi ferð full háskaleg. Ég hafði hent í mig tveimur parkodín forte sem ég var með uppi við, í þeirri von að kódinið myndi róa mig eilítið. Er ekki frá því að það hafi gert það. Þetta er bara lítið brot af því sem ég upplifði á nokkrum dögum þarna úti, enda samfélagið í meira lagi frábrugðið því sem maður þekkir héðan." „En allt var þetta vel þessi virði þegar ég sá hvernig búið er um börnin á heimilinu. Þar fer fram frábært starf sem óeigingjarnt fólk á vettvangi vinnur að mestu í sjálfboðavinnu. 500 þúsund krónur á mánuði duga fyrir húsaskjóli, skólagöngu, fæði, klæði og lyfjum fyrir 100 börn, sem annars væru sennilega ekki á lífi. Ég geri ekki lítið úr góðu starfi hefðbundinna hjálparsamtaka, en þetta er lægri upphæð en laun og launatengd gjöld fyrir einn hjálparstarfsmann. Hver einasta króna sem safnast fer beint í munaðarleysingjaheimilið," segir Sölvi. Allar upplýsingar má annars finna á www.haiti.is.
Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning