Fyrstu umferð riðlakeppninnar í Íslandsmótinu í holukeppni er lokið. Leikið er á Leirdalsvelli í Kópavogi. Einir tveir leikir fóru í bráðabana. Selfyssingurinn síkáti Hlynur Geir Hjartarson lagði GR-inginn Árna Pál Hansson í bráðabana og slíkt hið sama gerði Keilismaðurinn Ísak Jasonarson gegn heimamanninum Kjartani Dór Kjartanssyni.
Íslandsmeistarinn frá í fyrra, Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR, tapaði fyrir Örvari Samúelssyni GA.
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG vann auðveldan sigur á Halldóri Heiðari Halldórssyni úr GKB.
Úrslit í 1. umferð:
Riðill 1:
Hlynur Geir Hjartarson, GOS, vann Árna Pál Hansson, GR, á 19. holu
Arnar Snær Hákonarson, GR, vann Magnús Lárusson, GKJ, 7&6
Riðill 2:
Þórður Rafn Gissurarson, GR, vann Tryggva Pétursson, GR, 2&0
Axel Bóasson, GK, vann Kristján Þór Einarsson, GK, 5&4
Riðill 3:
Andri Þór Björnsson, GR, vann Birgi Guðjónsson, GR, 4&3
Pétur Freyr Pétursson, GR, vann Ólaf Má Sigurðsson, GR, 2&0
Riðill 4:
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, vann Halldór Heiðar Halldórsson, GKB, 5&4
Andri Már Óskarson, GHR, vann Gísla Þór Þórðarson, GR, 2&1
Riðill 5:
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, vann Stefán Má Stefánsson, GR, 1&0
Dagur Ebenezersson, GK, vann Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG, 2&1
Riðill 6:
Haraldur Franklín Magnús, GR, vann Sigmund Einar Másson, GKG, 3&2
Ísak Jasonarson, GK, vann Kjartan Dór Kjartansson, GKG, á 19. holu
Riðill 7:
Rúnar Arnórsson, GK, vann Theodór Emil Karlsson, GKJ, 4&3
Einar Haukur Óskarson, GK, vann Ragnar Má Garðarsson, GKG, 3&1
Riðill 8:
Örvar Samúelsson, GA, vann Arnór Inga Finnbjörnsson, GR, 1&0
Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, GHD, vann Guðjón Henning Hilmarsson, GKG, 1&0
Íslandsmótið í holukeppni: Tveir bráðabanar í fyrstu umferð

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn