Vodafone á Íslandi hefur samið við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka um að vinna að undirbúningi skráningar Vodafone í Kauphöllina. Þá mun Íslandsbanki annast sölu á bréfum Framtakssjóðs Íslands í Vodafone en sjóðurinn er aðaleigandi fyrirtækisins í dag.
Í aðdraganda fyrirhugaðrar skráningar er ráðgert að halda almennt hlutafjárútboð þar sem fjárfestum og almenningi gefst kostur á að kaupa hluti í félaginu.
Stefnt er að skráningu Vodafone í Kauphöllina fyrir árslok 2012. - mþl
Vodafone senn skráð á markað
