Handbolti

Þórir hafði betur gegn Guðmundi Árna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Heimasíða Kielce
Þórir Ólafsson og félagar hjá Kielce unnu góðan útisigur 34-25 á Bjerringbro-Silkeborg í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.

Gestirnir frá Póllandi höfðu undirtökin frá upphafi og og leiddu í hálfleik 18-11.

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði fjögur mörk fyrir heimamenn og Þórir Ólafsson þrjú fyrir gestina.

Kielce hefur unnið alla leiki sína í riðlinum og eru í toppsæti hans með 14 stig. Bjerringbro-Silkerborg er í 4. sæti með sex stig.


Tengdar fréttir

Füchse Berlin tapaði í Hvíta-Rússlandi

Dinamo Minsk skellti lærisveinum Dags Sigurðsson í Füchse Berlin 31-24 í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í Hvíta-Rússlandi í dag. Dinamo var 16-15 yfir í hálfleik en leiðir skildu á lokasprettinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×