Persson og Skarphéðinsson Ögmundur Jónasson skrifar 18. desember 2012 06:00 Enn reynir okkar ágæti utanríkisráðherra að sýna fram á hve hagstætt það yrði Íslendingum að ganga í Evrópusambandið. Í Fréttablaðinu er nú leiddur til vitnis sósíaldemókrat og fyrrum forsætisráðherra Svía, Göran Persson. Um þennan systurflokksmann sinn segir Össur Skarphéðinsson: „Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefðu Svíar haft jákvæðan viðskipatjöfnuð við útlönd." Þetta telur utanríkisráðherra sem sagt vera góðan mælikvarða á ágæti Evrópusambandsaðildar. En hvernig skyldi okkur Íslendingum hafa reitt af á þessu tímabili? Nú þarf að gæta sín í samanburðarfræðunum. Þannig segja útflutningstölur eða viðskiptajöfnuður ekki alla söguna. Hvað viðskiptajöfnuðinn áhrærir þá „reiknast til gjalda áfallnir vextir föllnu bankanna, sem verða aldrei greiddir", svo vitnað sé í nýlegan pistil frá greiningardeild Arion banka. Og ef við lítum á vöruútflutninginn verður að taka gengisbreytingar með í reikninginn. Vöruútflutningur Íslendinga nam árið 1994 rúmum 112 milljörðum króna en rúmum 620 á síðasta ári. Útflutningurinn hafði með öðrum orðum rúmlega fimmfaldast! Upphæðin hefði hins vegar tæplega þrefaldast ef upphæðir væru uppreiknaðar miðað við meðalgengi vöruviðskiptavogar á verðlagi í október 2012 og farið úr 217 milljörðum í rúmlega 632 milljarða á síðasta ári. Með öðrum orðum var vöruútflutningur frá Íslandi samkvæmt þessari reikniformúlu nær þrefalt meiri árið 2011 en hann hafði verið árið 1994! Þannig að Össur Skarphéðinsson hefði hæglega getað sagt við hinn sænska vin sinn að Íslendingar hefðu ekki síður staðið sig en Svíar, sumpart jafnvel gert ennþá betur en þeir. Þó værum við utan Evrópusambandsins. Fróðlegt væri að skoða önnur þjóðarbú í þessu samhengi: til dæmis hið norska, spænska, þýska og gríska. Ætli það kæmi ekki upp úr kafinu að einsleitir krónutölumælikvarðar segðu ekki allan sannleika um velgengni ríkja eða ágæti ríkjasambanda. Ef til vill væri nær að skoða tölur um atvinnuleysi og umfang velferðarþjónustu. Greinilegt þykir mér að Persson þarf að veita vini sínum Skarphéðinssyni einhver fyllri rök en þau sem er að finna í sænskum hagskýrslum svo dugi til að sannfæra Íslendinga um að Evrópusambandsaðild sé allra meina bót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Enn reynir okkar ágæti utanríkisráðherra að sýna fram á hve hagstætt það yrði Íslendingum að ganga í Evrópusambandið. Í Fréttablaðinu er nú leiddur til vitnis sósíaldemókrat og fyrrum forsætisráðherra Svía, Göran Persson. Um þennan systurflokksmann sinn segir Össur Skarphéðinsson: „Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefðu Svíar haft jákvæðan viðskipatjöfnuð við útlönd." Þetta telur utanríkisráðherra sem sagt vera góðan mælikvarða á ágæti Evrópusambandsaðildar. En hvernig skyldi okkur Íslendingum hafa reitt af á þessu tímabili? Nú þarf að gæta sín í samanburðarfræðunum. Þannig segja útflutningstölur eða viðskiptajöfnuður ekki alla söguna. Hvað viðskiptajöfnuðinn áhrærir þá „reiknast til gjalda áfallnir vextir föllnu bankanna, sem verða aldrei greiddir", svo vitnað sé í nýlegan pistil frá greiningardeild Arion banka. Og ef við lítum á vöruútflutninginn verður að taka gengisbreytingar með í reikninginn. Vöruútflutningur Íslendinga nam árið 1994 rúmum 112 milljörðum króna en rúmum 620 á síðasta ári. Útflutningurinn hafði með öðrum orðum rúmlega fimmfaldast! Upphæðin hefði hins vegar tæplega þrefaldast ef upphæðir væru uppreiknaðar miðað við meðalgengi vöruviðskiptavogar á verðlagi í október 2012 og farið úr 217 milljörðum í rúmlega 632 milljarða á síðasta ári. Með öðrum orðum var vöruútflutningur frá Íslandi samkvæmt þessari reikniformúlu nær þrefalt meiri árið 2011 en hann hafði verið árið 1994! Þannig að Össur Skarphéðinsson hefði hæglega getað sagt við hinn sænska vin sinn að Íslendingar hefðu ekki síður staðið sig en Svíar, sumpart jafnvel gert ennþá betur en þeir. Þó værum við utan Evrópusambandsins. Fróðlegt væri að skoða önnur þjóðarbú í þessu samhengi: til dæmis hið norska, spænska, þýska og gríska. Ætli það kæmi ekki upp úr kafinu að einsleitir krónutölumælikvarðar segðu ekki allan sannleika um velgengni ríkja eða ágæti ríkjasambanda. Ef til vill væri nær að skoða tölur um atvinnuleysi og umfang velferðarþjónustu. Greinilegt þykir mér að Persson þarf að veita vini sínum Skarphéðinssyni einhver fyllri rök en þau sem er að finna í sænskum hagskýrslum svo dugi til að sannfæra Íslendinga um að Evrópusambandsaðild sé allra meina bót.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun