Sérstakur saksóknari slær skjaldborg um bankana Ólafur Hauksson skrifar 13. desember 2012 06:00 Samanburður á vinnubrögðum sérstaks saksóknara í tveimur kærumálum sýnir ótrúlegan undirlægjuhátt embættisins við bankana, á meðan „venjulegt“ fólk má éta það sem úti frýs. Ég hef áður minnst á þessi tvö mál hér í Fréttablaðinu, en tel rétt að sýna nánar fram á muninn á vinnubrögðum embættisins. Annars vegar er þetta kæra bankanna á hendur Aroni Karlssyni og hins vegar kæra mín og félaga minna á hendur Pálma Haraldssyni og vitorðsmönnum hans. Bankarnir kærðu Aron fyrir að blekkja þá um verðmæti fasteignar í tengslum við skuldaskil, jafnvel þó fáir viti meira um verðmæti fasteigna í Reykjavík en bankamenn. En saksóknari ákvað samt umsvifalaust að hefja opinbera rannsókn. Ég og félagar mínir kærðum Pálma og vitorðsmenn hans fyrir að blekkja okkur um verðmæti Iceland Express við sölu síðustu hluta okkar í félaginu. Okkur hafði verið sýnt falskt verðmat frá Deloitte sem hafði afgerandi áhrif á það að við seldum Pálma hlutina langt undir raunvirði. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, sem síðan rann inn í embætti sérstaks saksóknara, vísaði kærunni frá án rannsóknar. Taldi að þetta hefðu einfaldlega verið viðskipti. Saksóknari réðst hins vegar umsvifalaust í húsleit hjá Aroni til að afla sönnunargagna um meintar blekkingar hans gagnvart bankamönnum. Eitt mikilvægasta sönnunargagnið taldi embættið vera afrit af textaspjalli Arons við bróður hans á Skype, tæpu hálfu ári áður en blekkingarnar áttu að hafa gerst.Sönnunargögn Loks eftir að við höfðum sjálfir aflað sönnunargagna frá Deloitte var fallist á að rannsaka kæruna á hendur Pálma og félögum. Rannsóknin fór þannig fram að hringt var í lögmann Pálma, sem hafði annast samningagerðina. Lögmaðurinn var spurður hvort hann hefði umrætt falskt verðmat í fórum sínum (hann hafði neitað að afhenda það á sínum tíma). Nei, hann sagðist ekki finna það. Takk fyrir, vertu blessaður. Þar með var skjalið ekki til að mati rannsakenda. Húsleit? Ekki í boði fyrir venjulegt fólk, bara banka. Þrátt fyrir að öll gögn í máli Arons sýndu að hann hafði hagnast um 10-15% á því að selja húseign við Skúlagötu eftir að hafa gengið frá samningum við bankana, þá ákærði sérstakur saksóknari hann fyrir að hafa haft af þeim 300 milljónir króna. Sérstakur saksóknari hélt fast við fullyrðinguna um að Aron hefði blekkt bankamennina um verðmæti fasteignarinnar, jafnvel þó að bankarnir hefðu sjálfir gert Aroni tilboð um fullnaðargreiðslu á veðskuldunum sem á endanum var samið var um – og fengið allt greitt. Og dómarinn féllst á að þessi viðskipti væru refsiverð. Í okkar tilfelli sýndum við sérstökum saksóknara skýr gögn um blekkingar Pálma og félaga. Samkvæmt hinu falska verðmati Deloitte var hagnaður Iceland Express sagður 89 milljónir króna, meðan hann var í raun 290 milljónir króna. Fyrirtækið var því í raun þrisvar til fjórum sinnum verðmætara en fullyrt var við samningagerðina. En sérstakur saksóknari taldi svoleiðis sannanir ekkert gildi hafa, a.m.k. ekki í samanburði við textaspjall á Skype.Rán verður að viðskiptum Aron bauð bönkunum að taka húsið við Skúlagötu til sín, en þeir höfnuðu því og vildu frekar selja það á nauðungaruppboði. Þeir gerðu þó ekkert í því og hvöttu Aron til að kaupa upp veðskuldirnar, sem hann gerði. Bankarnir fengu þannig mun hærri greiðslur en við nauðungarsölu og voru meira en sáttir. En þegar Aron seldi svo húsið með hagnaði eftir að hafa fallist á tilboð bankanna um skuldauppgjör, þá ærðust þeir og hlupu í fangið á saksóknara, sem tók að sér innheimtustörf með refsivöndinn á lofti. Endalok samskipta okkar venjulegra manna af götunni við sérstakan saksóknara, eftir margra ára þref, voru hins vegar þau að hann henti okkur út. Sagðist ekki skipta sér af viðskiptum. Þegar þessi tvö kærumál eru borin saman, þá er atgangurinn gegn Aroni ekkert annað en ósmekklegt grín sem Hæstiréttur hlýtur að leiðrétta. Þjónkun sérstaks saksóknara við bankana í því máli er ámátleg. Bankarnir eru sérfræðingar, alltaf í yfirburðastöðu gagnvart fólki og verða fráleitt blekktir af skuldunautum sinum. Einnig er ljóst að bankarnir högnuðust stórlega, því þetta var krafa sem þeir höfðu fengið fyrir slikk frá föllnu bönkunum. Við vorum rændir, en sérstakur saksóknari kallar það viðskipti. Aron og bankarnir áttu í viðskiptum, en sérstakur saksóknari kallar það rán. Engin furða þó að orðræða Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukkunni sé mörgum hugleikin: „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Samanburður á vinnubrögðum sérstaks saksóknara í tveimur kærumálum sýnir ótrúlegan undirlægjuhátt embættisins við bankana, á meðan „venjulegt“ fólk má éta það sem úti frýs. Ég hef áður minnst á þessi tvö mál hér í Fréttablaðinu, en tel rétt að sýna nánar fram á muninn á vinnubrögðum embættisins. Annars vegar er þetta kæra bankanna á hendur Aroni Karlssyni og hins vegar kæra mín og félaga minna á hendur Pálma Haraldssyni og vitorðsmönnum hans. Bankarnir kærðu Aron fyrir að blekkja þá um verðmæti fasteignar í tengslum við skuldaskil, jafnvel þó fáir viti meira um verðmæti fasteigna í Reykjavík en bankamenn. En saksóknari ákvað samt umsvifalaust að hefja opinbera rannsókn. Ég og félagar mínir kærðum Pálma og vitorðsmenn hans fyrir að blekkja okkur um verðmæti Iceland Express við sölu síðustu hluta okkar í félaginu. Okkur hafði verið sýnt falskt verðmat frá Deloitte sem hafði afgerandi áhrif á það að við seldum Pálma hlutina langt undir raunvirði. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, sem síðan rann inn í embætti sérstaks saksóknara, vísaði kærunni frá án rannsóknar. Taldi að þetta hefðu einfaldlega verið viðskipti. Saksóknari réðst hins vegar umsvifalaust í húsleit hjá Aroni til að afla sönnunargagna um meintar blekkingar hans gagnvart bankamönnum. Eitt mikilvægasta sönnunargagnið taldi embættið vera afrit af textaspjalli Arons við bróður hans á Skype, tæpu hálfu ári áður en blekkingarnar áttu að hafa gerst.Sönnunargögn Loks eftir að við höfðum sjálfir aflað sönnunargagna frá Deloitte var fallist á að rannsaka kæruna á hendur Pálma og félögum. Rannsóknin fór þannig fram að hringt var í lögmann Pálma, sem hafði annast samningagerðina. Lögmaðurinn var spurður hvort hann hefði umrætt falskt verðmat í fórum sínum (hann hafði neitað að afhenda það á sínum tíma). Nei, hann sagðist ekki finna það. Takk fyrir, vertu blessaður. Þar með var skjalið ekki til að mati rannsakenda. Húsleit? Ekki í boði fyrir venjulegt fólk, bara banka. Þrátt fyrir að öll gögn í máli Arons sýndu að hann hafði hagnast um 10-15% á því að selja húseign við Skúlagötu eftir að hafa gengið frá samningum við bankana, þá ákærði sérstakur saksóknari hann fyrir að hafa haft af þeim 300 milljónir króna. Sérstakur saksóknari hélt fast við fullyrðinguna um að Aron hefði blekkt bankamennina um verðmæti fasteignarinnar, jafnvel þó að bankarnir hefðu sjálfir gert Aroni tilboð um fullnaðargreiðslu á veðskuldunum sem á endanum var samið var um – og fengið allt greitt. Og dómarinn féllst á að þessi viðskipti væru refsiverð. Í okkar tilfelli sýndum við sérstökum saksóknara skýr gögn um blekkingar Pálma og félaga. Samkvæmt hinu falska verðmati Deloitte var hagnaður Iceland Express sagður 89 milljónir króna, meðan hann var í raun 290 milljónir króna. Fyrirtækið var því í raun þrisvar til fjórum sinnum verðmætara en fullyrt var við samningagerðina. En sérstakur saksóknari taldi svoleiðis sannanir ekkert gildi hafa, a.m.k. ekki í samanburði við textaspjall á Skype.Rán verður að viðskiptum Aron bauð bönkunum að taka húsið við Skúlagötu til sín, en þeir höfnuðu því og vildu frekar selja það á nauðungaruppboði. Þeir gerðu þó ekkert í því og hvöttu Aron til að kaupa upp veðskuldirnar, sem hann gerði. Bankarnir fengu þannig mun hærri greiðslur en við nauðungarsölu og voru meira en sáttir. En þegar Aron seldi svo húsið með hagnaði eftir að hafa fallist á tilboð bankanna um skuldauppgjör, þá ærðust þeir og hlupu í fangið á saksóknara, sem tók að sér innheimtustörf með refsivöndinn á lofti. Endalok samskipta okkar venjulegra manna af götunni við sérstakan saksóknara, eftir margra ára þref, voru hins vegar þau að hann henti okkur út. Sagðist ekki skipta sér af viðskiptum. Þegar þessi tvö kærumál eru borin saman, þá er atgangurinn gegn Aroni ekkert annað en ósmekklegt grín sem Hæstiréttur hlýtur að leiðrétta. Þjónkun sérstaks saksóknara við bankana í því máli er ámátleg. Bankarnir eru sérfræðingar, alltaf í yfirburðastöðu gagnvart fólki og verða fráleitt blekktir af skuldunautum sinum. Einnig er ljóst að bankarnir högnuðust stórlega, því þetta var krafa sem þeir höfðu fengið fyrir slikk frá föllnu bönkunum. Við vorum rændir, en sérstakur saksóknari kallar það viðskipti. Aron og bankarnir áttu í viðskiptum, en sérstakur saksóknari kallar það rán. Engin furða þó að orðræða Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukkunni sé mörgum hugleikin: „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti.“
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar