Ágúst: Verður mjög erfitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2012 07:00 klárar í slaginn Þær Hanna G. Stefánsdóttir, Karen Knútsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Dröfn Haraldsdóttir brostu sínu blíðasta í gær.fréttablaðið/stefán Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær hvaða leikmenn munu bera uppi heiður Íslands á Evrópumeistaramóti kvenna sem hefst í Serbíu næstu viku. Markvörðurinn Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir og skyttan Birna Berg Haraldsdóttir misstu sæti sitt í hópnum í lokaniðurskurðinum. Áður höfðu Elísabet Gunnarsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Sunneva Einarsdóttir lent undir niðurskurðarhnífnum ásamt því að Þorgerður Anna Atladóttir dró sig úr hópnum af persónulegum ástæðum. Einn nýliði er í hópnum og það er hinn 21 árs gamli markvörður FH, Dröfn Haraldsdóttir. „Þetta kom mér á óvart. Ég vissi í fyrstu ekki hvernig ég átti að haga mér enda ótrúlega glöð," sagði brosmild Dröfn á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Ég hef stefnt að því lengi að stimpla mig inn í landsliðið. Ég tók smá áhættu að fara í FH sem hafði lent í neðsta sæti árið áður. Þarna fæ ég mikið að spila, umgjörðin er flott og ég hef tekið framförum." Landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór viðurkenndi að það hefði verið óvenju erfitt að velja hópinn að þessu sinni enda úr stórum hópi góðra leikmanna að velja. „Það var um margt að hugsa og valið erfitt. Markmannsstaðan var flókin enda með fjóra jafna markverði. Örvhenta staðan var líka erfið enda með marga gæðaleikmenn þar," sagði Ágúst en hann er alls óhræddur við að taka óreyndan markvörð með út. „Hún hefur staðið sig frábærlega í deildinni sem og á æfingum með okkur. Hún spilaði líka vel í æfingaleik um helgina. Ég verð að vera samkvæmur sjálfum mér og velja þá leikmenn sem standa sig best á æfingum. Ég hef fulla trú á Dröfn." Rakel Dögg Bragadóttir kemur aftur inn í liðið en hún er tiltölulega nýbyrjuð að spila aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Ramune Pekarskyte er einnig valin en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Báðar léku þær undir stjórn þjálfarans hjá norska liðinu Levanger og hann þekkir þær því vel. „Ramune er gríðarlega sterk. Hún kemur með aðra vídd í sóknarleikinn hjá okkur og við ættum að geta fengið auðveldari mörk utan af velli. Hún er ekta skytta og okkur hefur oft vantað mörk af níu til tíu metra færi," sagði Ágúst en hann hefur ekki áhyggjur af Rakel þó svo hún sé nýbyrjuð að spila á ný. „Hún er reyndur leikmaður og hefur staðið sig vel síðan hún sneri aftur. Þær Karen eru góð blanda á miðjunni og svo er hún sterk í vörn. Það var aldrei spurning um að velja þær báðar." Íslenska liðið er í gríðarlega erfiðum riðli og ekki margir sem hafa trú á því að liðið komist upp úr honum. „Við stefnum að sjálfsögðu að því að fara upp úr riðlinum. Við vitum að það verður gríðarlega erfitt en það væri metnaðarleysi að stefna ekki að því. Ég hef ágætis trú á að það geti gengið upp en við þurfum þá á öllu okkar að halda. Við verðum að spila vel og agað á báðum endum vallarins. Ef við náum því þá trúi ég að við komum á óvart, förum upp úr riðlinum og gerum jafnvel eitthvað meira." Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær hvaða leikmenn munu bera uppi heiður Íslands á Evrópumeistaramóti kvenna sem hefst í Serbíu næstu viku. Markvörðurinn Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir og skyttan Birna Berg Haraldsdóttir misstu sæti sitt í hópnum í lokaniðurskurðinum. Áður höfðu Elísabet Gunnarsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Sunneva Einarsdóttir lent undir niðurskurðarhnífnum ásamt því að Þorgerður Anna Atladóttir dró sig úr hópnum af persónulegum ástæðum. Einn nýliði er í hópnum og það er hinn 21 árs gamli markvörður FH, Dröfn Haraldsdóttir. „Þetta kom mér á óvart. Ég vissi í fyrstu ekki hvernig ég átti að haga mér enda ótrúlega glöð," sagði brosmild Dröfn á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Ég hef stefnt að því lengi að stimpla mig inn í landsliðið. Ég tók smá áhættu að fara í FH sem hafði lent í neðsta sæti árið áður. Þarna fæ ég mikið að spila, umgjörðin er flott og ég hef tekið framförum." Landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór viðurkenndi að það hefði verið óvenju erfitt að velja hópinn að þessu sinni enda úr stórum hópi góðra leikmanna að velja. „Það var um margt að hugsa og valið erfitt. Markmannsstaðan var flókin enda með fjóra jafna markverði. Örvhenta staðan var líka erfið enda með marga gæðaleikmenn þar," sagði Ágúst en hann er alls óhræddur við að taka óreyndan markvörð með út. „Hún hefur staðið sig frábærlega í deildinni sem og á æfingum með okkur. Hún spilaði líka vel í æfingaleik um helgina. Ég verð að vera samkvæmur sjálfum mér og velja þá leikmenn sem standa sig best á æfingum. Ég hef fulla trú á Dröfn." Rakel Dögg Bragadóttir kemur aftur inn í liðið en hún er tiltölulega nýbyrjuð að spila aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Ramune Pekarskyte er einnig valin en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Báðar léku þær undir stjórn þjálfarans hjá norska liðinu Levanger og hann þekkir þær því vel. „Ramune er gríðarlega sterk. Hún kemur með aðra vídd í sóknarleikinn hjá okkur og við ættum að geta fengið auðveldari mörk utan af velli. Hún er ekta skytta og okkur hefur oft vantað mörk af níu til tíu metra færi," sagði Ágúst en hann hefur ekki áhyggjur af Rakel þó svo hún sé nýbyrjuð að spila á ný. „Hún er reyndur leikmaður og hefur staðið sig vel síðan hún sneri aftur. Þær Karen eru góð blanda á miðjunni og svo er hún sterk í vörn. Það var aldrei spurning um að velja þær báðar." Íslenska liðið er í gríðarlega erfiðum riðli og ekki margir sem hafa trú á því að liðið komist upp úr honum. „Við stefnum að sjálfsögðu að því að fara upp úr riðlinum. Við vitum að það verður gríðarlega erfitt en það væri metnaðarleysi að stefna ekki að því. Ég hef ágætis trú á að það geti gengið upp en við þurfum þá á öllu okkar að halda. Við verðum að spila vel og agað á báðum endum vallarins. Ef við náum því þá trúi ég að við komum á óvart, förum upp úr riðlinum og gerum jafnvel eitthvað meira."
Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira