Orkuveitan veitti yfir milljarð í styrki frá 2002 til 2010 Þórunn skrifar 13. október 2012 06:00 Félög og einstaklingar hlutu styrki upp á rúmlega 1,1 milljarð króna frá Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2002 til 2010. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur, sem var kynnt á miðvikudaginn. Árið 2002 voru veittar tæplega 55,2 milljónir króna í styrki, en hæstu styrkina hlutu Aflvaki hf. og starfsmannafélag Orkuveitunnar, 15,5 milljónir og 7,7 milljónir. Þá fékk Orkustofnun fjórar milljónir og Reykjavíkurborg fékk einnig fjórar milljónir vegna ljósahátíðar í borginni. Árið 2003 var 57,1 milljón veitt í styrki en Aflvaki og starfsmannafélag OR voru áfram stærstu styrkþegarnir. Þá fékk Háskóli Íslands 7,3 milljónir í styrk vegna meistaranáms. Árið 2004 jukust styrkirnir í tæpar 77 milljónir en þá fékk starfsmannafélagið ríflegri styrk en árin á undan, eða 14,5 milljónir. Háskólinn fékk styrk upp á 11,5 milljónir vegna meistaraverkefna og Aflvaki fékk 8,5 milljónir. Þá fékk Háskólinn í Reykjavík þrjár milljónir. Árið 2005 lækkuðu styrkirnir aftur í tæpar 63 milljónir, en þá var hætt að styrkja Aflvaka. Utan starfsmannafélagsins hlaut Landgræðslan hæsta styrkinn það árið, fimm milljónir vegna uppgræðslu við Hengil. 2006 voru framlög til starfsmannafélagsins tekin út úr styrkjunum, en samt hækkuðu styrkirnir upp í rúmar 82 milljónir. Íþrótta- og tómstundaráð fékk hæsta styrkinn, 9,5 milljónir. Árið 2007 var styrkjunum skipt í tvennt, annars vegar styrki sem stjórn OR samþykkti og hins vegar aðra styrki, sem ekki fóru í gegnum stjórnina. Frá 2007 til 2010 voru 516 milljónir veittar án aðkomu stjórnarinnar. Stjórnin samþykkti styrki upp á 47,5 milljónir en aðrir styrkir námu 146,3 milljónum króna. Þeir hækkuðu því úr 82 milljónum í tæplega 194 milljónir milli ára. Raunvísindastofnun Háskóla Íslands fékk hæsta styrkinn, rúmar 26 milljónir króna. Næst mest fékk starfsmannafélagið, sem á ný kom inn. Heildarstyrkirnir hækkuðu í 214,2 milljónir árið 2008. Stjórnin veitti rúmlega 63 milljónir og almennir styrkir námu 150 milljónum. Raunvísindastofnun HÍ fékk 36 milljónir króna og Landbúnaðarháskólinn 21. Árið 2009 héldu styrkirnir áfram að hækka og fóru í 242 milljónir króna. Þar af fékk sveitarfélagið Ölfus 50 milljónir króna vegna uppgræðslusjóðs. Þá fékk Háskóli Íslands tæpar 29 milljónir og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands rúmar 28 milljónir. Stjórnin veitti 53 milljónir og almennir styrkir námu 189 milljónum. Árið 2010 lækkuðu styrkirnir í 169,6 milljónir. Þá fékk Háskóli Íslands 24,5 milljónir og orkuskóli Reyst fékk 21,7 milljónir. Stjórnin veitti 16 milljónir en almennir styrkir voru 153 milljónir. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Félög og einstaklingar hlutu styrki upp á rúmlega 1,1 milljarð króna frá Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2002 til 2010. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur, sem var kynnt á miðvikudaginn. Árið 2002 voru veittar tæplega 55,2 milljónir króna í styrki, en hæstu styrkina hlutu Aflvaki hf. og starfsmannafélag Orkuveitunnar, 15,5 milljónir og 7,7 milljónir. Þá fékk Orkustofnun fjórar milljónir og Reykjavíkurborg fékk einnig fjórar milljónir vegna ljósahátíðar í borginni. Árið 2003 var 57,1 milljón veitt í styrki en Aflvaki og starfsmannafélag OR voru áfram stærstu styrkþegarnir. Þá fékk Háskóli Íslands 7,3 milljónir í styrk vegna meistaranáms. Árið 2004 jukust styrkirnir í tæpar 77 milljónir en þá fékk starfsmannafélagið ríflegri styrk en árin á undan, eða 14,5 milljónir. Háskólinn fékk styrk upp á 11,5 milljónir vegna meistaraverkefna og Aflvaki fékk 8,5 milljónir. Þá fékk Háskólinn í Reykjavík þrjár milljónir. Árið 2005 lækkuðu styrkirnir aftur í tæpar 63 milljónir, en þá var hætt að styrkja Aflvaka. Utan starfsmannafélagsins hlaut Landgræðslan hæsta styrkinn það árið, fimm milljónir vegna uppgræðslu við Hengil. 2006 voru framlög til starfsmannafélagsins tekin út úr styrkjunum, en samt hækkuðu styrkirnir upp í rúmar 82 milljónir. Íþrótta- og tómstundaráð fékk hæsta styrkinn, 9,5 milljónir. Árið 2007 var styrkjunum skipt í tvennt, annars vegar styrki sem stjórn OR samþykkti og hins vegar aðra styrki, sem ekki fóru í gegnum stjórnina. Frá 2007 til 2010 voru 516 milljónir veittar án aðkomu stjórnarinnar. Stjórnin samþykkti styrki upp á 47,5 milljónir en aðrir styrkir námu 146,3 milljónum króna. Þeir hækkuðu því úr 82 milljónum í tæplega 194 milljónir milli ára. Raunvísindastofnun Háskóla Íslands fékk hæsta styrkinn, rúmar 26 milljónir króna. Næst mest fékk starfsmannafélagið, sem á ný kom inn. Heildarstyrkirnir hækkuðu í 214,2 milljónir árið 2008. Stjórnin veitti rúmlega 63 milljónir og almennir styrkir námu 150 milljónum. Raunvísindastofnun HÍ fékk 36 milljónir króna og Landbúnaðarháskólinn 21. Árið 2009 héldu styrkirnir áfram að hækka og fóru í 242 milljónir króna. Þar af fékk sveitarfélagið Ölfus 50 milljónir króna vegna uppgræðslusjóðs. Þá fékk Háskóli Íslands tæpar 29 milljónir og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands rúmar 28 milljónir. Stjórnin veitti 53 milljónir og almennir styrkir námu 189 milljónum. Árið 2010 lækkuðu styrkirnir í 169,6 milljónir. Þá fékk Háskóli Íslands 24,5 milljónir og orkuskóli Reyst fékk 21,7 milljónir. Stjórnin veitti 16 milljónir en almennir styrkir voru 153 milljónir.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun