Erlent

Elísabet drottning segist djúpt snortin

Elísabet og Kamilla í ævintýravagninum Að venju var ökuferð Bretadrottningar og fjölskyldu hennar í glæsilegum hestvagni einn af hápunktum krýningarafmælisins. Andspænis Elísabetu og Kamillu prinsessu situr Karl Bretaprins.
Elísabet og Kamilla í ævintýravagninum Að venju var ökuferð Bretadrottningar og fjölskyldu hennar í glæsilegum hestvagni einn af hápunktum krýningarafmælisins. Andspænis Elísabetu og Kamillu prinsessu situr Karl Bretaprins. nordicphotos/AFP
„Það hefur snert mig djúpt að sjá svo margar þúsundir fjölskyldna, nágranna og vina fagna saman í svo ánægjulegu andrúmslofti,“ sagði Elísabet Bretadrottning í stuttu ávarpi til bresku þjóðarinnar í gær, á lokadegi fjögurra daga hátíðarhalda í tilefni af sextíu ára krýningar-afmæli hennar.

Gríðarlegur mannfjöldi var saman kominn í London í gær til að fagna með drottningunni, sem kom meðal annars út á svalir Buckingham-hallar að veifa til fólksins.

Um morguninn tók drottningin þátt í hátíðarmessu í Pálskirkjunni, þar sem Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, bar lof á drottninguna í predikun sinni.

Filippus, eiginmaður Elísabetar drottningar, var fjarri góðu gamni í gær því hann lá á sjúkrahúsi vegna sýkingar í þvagblöðru.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×