Lífið

Kílóamissir Beyonce

Söngkonan segist hafa misst 27 kíló frá því hún átti dóttur sína Blue Ivy fyrir fimm mánuðum.
Söngkonan segist hafa misst 27 kíló frá því hún átti dóttur sína Blue Ivy fyrir fimm mánuðum.
Enn eru uppi vangaveltur um hvort ólétta söngkonunnar Beyonce hafi verið raunveruleg eða hvort hún hafi fengið staðgöngumóður til að ganga með dóttur sína Blue Ivy.

Líkamlegt form söngkonunnar hefur gefið orðróminum byr undir báða vængi en hún þótti fljót að ná af sér aukakílóunum eftir barnsburð. Á tónleikum sem hún hélt í Atlanta City um síðastliðna helgi gerði hún þó sitt besta til að útskýra það hversu fljót hún var að ná sér aftur í form. „Ég bjó á stigavélinni og borðaði bara kál,“ sagði Beyonce við aðdáendur sína á tónleikunum áður en hún sagði frá því að hún hefði misst rúm 27 kíló á síðustu fjórum mánuðum. Eitthvað virðist þessi yfirlýsing hennar hafa fallið í dræman jarðveg því fólki þykir þetta frekar há tala og ekki líklegt að hún hafi í raun misst svo mikið frá því að Blue Ivy fæddist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.