Fiskveiðistjórnunin. Allan sannleikann, takk! Hörður Bergmann skrifar 25. maí 2012 06:00 Ógnandi mynd er nú þrengt inn í þjóðarsálina með auglýsingum og fyrirsögnum í fjölmiðlum um frumvörp um fiskveiðistjórnun og veiðigjald. Hamrað er á því að verið sé að gera árás á undirstöðuatvinnuveg og landsbyggðina; gera meirihluta útgerðarfyrirtækja gjaldþrota með hóflausum álögum og skattheimtu. Annað kemur í ljós ef að er gáð. Skoðum tvær gildar ástæður þess að fullyrðingar um útgerðarhrun og atvinnubrest vegna ákvæða í umræddum frumvörpum standast ekki; þau skapa ekki skuldavanda og gjaldþrotahættu. Sá vandi vofir nefnilega einkum yfir þeim fyrirtækjum í útgerð sem reistu sér svikamyllur í samstarfi við bankastjóra á tíma sem nefndur var góðæri. Þegar myllurnar hrundu kom í ljós um 550 milljarða skuld sem var að miklu leyti byggð á ofurveðsetningu aflaheimilda. Þessi ofurlán fóru ekki öll í fjárfestingu innan greinarinnar og bitna því enn á rekstrinum þrátt fyrir hrikalegt gengisfall sem útgerð og fiskvinnsla hagnast á en þrengir hag almennings. Samt hefur tekist að skipa öflugan grátkór til að syngja um það að ekki megi auka útgjöld og þyngja skuldabyrði, sem telja verður sjálfskaparvíti fremur en ógnun, í nýjum frumvörpum um fiskveiðistjórnun. Einnig er vert að hafa í huga hvað lagt er til grundvallar í frumvarpi um veiðigjald. Því er lýst svo á vefsíðum forsætisráðuneytisins: „Veiðigjöld verða tvískipt, annars vegar grunngjald sem allir greiða, 8 kr. fyrir þorskígildiskíló og hins vegar sérstakt veiðigjald, sem verður tengt áætlaðri rentu hvers árs og skilar þjóðinni réttmætri auðlindarentu. […] Grunngjaldið er hugsað til að standa undir stofnunum ríkisins við stjórn fiskveiða.“ Í þessu felst það að ekki er hætta á að fyrirtæki í eðlilegum rekstri fari á hausinn vegna veiðigjalds, það verður einungis hluti af svokallaðri auðlindarentu, hluti af því sem eftir verður þegar útgerðin hefur greitt allan rekstrarkostnað og tekið eðlilega arðsemi úr rekstrinum. Þá skulu fyrirtækin skipta því sem eftir stendur með almenningi. Sé enginn hagnaður greiðir útgerðin einungis grunngjaldið, eitthvað upp í rekstrarkostnað þjónustustofnana sinna. Eigandi auðlindarinnar fær engan hlut af auðlindarentu séu fyrirtækin með nýtingarréttin illa skuldsett eða rekin á hæpnum grunni af öðrum ástæðum. Frumvarpið virðist þannig tryggja útgerðum landsins gott skjól. Furða hvílíkt ramakvein hefur verið rekið upp af talsmönnum fyrirtækja sem njóta þeirra forréttinda í íslenska markaðsþjóðfélaginu að geta notað eftirsóttan, verðmætan veiðirétt svo til ókeypis í áratugi og sjá nú fram á að fá hann fyrir samningsbundna þóknun í 20+15 ár. Furðu margir taka undir, jafnvel sjómenn og sveitarstjórnarmenn. Það finnst mér torskilið, en ég skil vel þá sem gagnrýna þá grunnhugmynd ríkisstjórnarflokkanna að hyggjast lengja svo rækilega eins árs nýtingarrétt þeirra sem sitja að fádæma forréttindum í stað þess að innkalla réttinn í áföngum og bjóða hann svo upp á markaði. Búum við enn við svo rótgróið auðvald með slík tengsl inni á Alþingi að opið markaðsþjóðfélag telst óhugsandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ógnandi mynd er nú þrengt inn í þjóðarsálina með auglýsingum og fyrirsögnum í fjölmiðlum um frumvörp um fiskveiðistjórnun og veiðigjald. Hamrað er á því að verið sé að gera árás á undirstöðuatvinnuveg og landsbyggðina; gera meirihluta útgerðarfyrirtækja gjaldþrota með hóflausum álögum og skattheimtu. Annað kemur í ljós ef að er gáð. Skoðum tvær gildar ástæður þess að fullyrðingar um útgerðarhrun og atvinnubrest vegna ákvæða í umræddum frumvörpum standast ekki; þau skapa ekki skuldavanda og gjaldþrotahættu. Sá vandi vofir nefnilega einkum yfir þeim fyrirtækjum í útgerð sem reistu sér svikamyllur í samstarfi við bankastjóra á tíma sem nefndur var góðæri. Þegar myllurnar hrundu kom í ljós um 550 milljarða skuld sem var að miklu leyti byggð á ofurveðsetningu aflaheimilda. Þessi ofurlán fóru ekki öll í fjárfestingu innan greinarinnar og bitna því enn á rekstrinum þrátt fyrir hrikalegt gengisfall sem útgerð og fiskvinnsla hagnast á en þrengir hag almennings. Samt hefur tekist að skipa öflugan grátkór til að syngja um það að ekki megi auka útgjöld og þyngja skuldabyrði, sem telja verður sjálfskaparvíti fremur en ógnun, í nýjum frumvörpum um fiskveiðistjórnun. Einnig er vert að hafa í huga hvað lagt er til grundvallar í frumvarpi um veiðigjald. Því er lýst svo á vefsíðum forsætisráðuneytisins: „Veiðigjöld verða tvískipt, annars vegar grunngjald sem allir greiða, 8 kr. fyrir þorskígildiskíló og hins vegar sérstakt veiðigjald, sem verður tengt áætlaðri rentu hvers árs og skilar þjóðinni réttmætri auðlindarentu. […] Grunngjaldið er hugsað til að standa undir stofnunum ríkisins við stjórn fiskveiða.“ Í þessu felst það að ekki er hætta á að fyrirtæki í eðlilegum rekstri fari á hausinn vegna veiðigjalds, það verður einungis hluti af svokallaðri auðlindarentu, hluti af því sem eftir verður þegar útgerðin hefur greitt allan rekstrarkostnað og tekið eðlilega arðsemi úr rekstrinum. Þá skulu fyrirtækin skipta því sem eftir stendur með almenningi. Sé enginn hagnaður greiðir útgerðin einungis grunngjaldið, eitthvað upp í rekstrarkostnað þjónustustofnana sinna. Eigandi auðlindarinnar fær engan hlut af auðlindarentu séu fyrirtækin með nýtingarréttin illa skuldsett eða rekin á hæpnum grunni af öðrum ástæðum. Frumvarpið virðist þannig tryggja útgerðum landsins gott skjól. Furða hvílíkt ramakvein hefur verið rekið upp af talsmönnum fyrirtækja sem njóta þeirra forréttinda í íslenska markaðsþjóðfélaginu að geta notað eftirsóttan, verðmætan veiðirétt svo til ókeypis í áratugi og sjá nú fram á að fá hann fyrir samningsbundna þóknun í 20+15 ár. Furðu margir taka undir, jafnvel sjómenn og sveitarstjórnarmenn. Það finnst mér torskilið, en ég skil vel þá sem gagnrýna þá grunnhugmynd ríkisstjórnarflokkanna að hyggjast lengja svo rækilega eins árs nýtingarrétt þeirra sem sitja að fádæma forréttindum í stað þess að innkalla réttinn í áföngum og bjóða hann svo upp á markaði. Búum við enn við svo rótgróið auðvald með slík tengsl inni á Alþingi að opið markaðsþjóðfélag telst óhugsandi?
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar