Forsetinn: Tákn eða afl Ólafur Páll Jónsson skrifar 18. maí 2012 06:00 Ég held ekki að það sé sérlega eftirsóknarvert að vera forseti. Líklega er þó skárra að vera forseti lítillar þjóðar en stórrar. Á hinn bóginn held ég að það sé eftirsóknarvert fyrir þjóð – ekki síst ef hún er lítil – að eiga sér forseta. En það verður að vera góður forseti. En hvernig skyldi góður forseti vera? Stundum er sagt að forsetinn eigi að vera sameiningartákn fólksins í landinu, þessarar óræðu stærðar sem sumir reyna að hafa fyrir lóð á vogarskálina þeim megin sem þeir sjálfir standa. Þá er talað eins og forsetinn geti hafið sig upp yfir stjórnmálin og hversdagsleikann og sameinað fólkið í landinu í krafti þess að vera sá sem hann er. En fólkið í landinu er frekar sundurleitur hópur, það eru varla neinar vogarskálar sem það kærir sig um að fjölmenna á og það er ekki til neitt tákn sem það er tilbúið að sameinast um. Ekki einu sinni náttúran hefur megnað að vera slíkt tákn. En ef forsetinn getur ekki verið sameiningartákn, er þá ekki borin von að hann geti verið forseti allra? Er hugmyndin um forseta allra ekki bara einhvers konar brandari sem enginn vill segja – þótt sjö manns vilji reyndar verða forseti? Er forsetinn ekki einmitt aukastærð í lýðræðinu, einhvers konar menningarlegt skjaldarmerki sem hefur engu hlutverki að gegna í eiginlegri stjórnskipan lýðveldisins? Ég held ekki. Hugmyndin um forseta er ekki bara einhver brandari, heldur alvarleg hugmynd um lýðræðislega stjórnskipan. Til skamms tíma var fátt sem tengdi forsetann við valdaskak lýðræðisins, en lýðræðið snýst ekki bara um valdaskak. Að minnsta kosti ekki þegar sæmilega lætur. Og raunar er það einmitt valdaskakið sem hætt er við að gangi af lýðræðinu dauðu á endanum. Stjórnmál einkennast af tvenns konar baráttu. Annars vegar baráttu fyrir sérhagsmunum og hins vegar baráttu fyrir almannahagsmunum. Þessi tvenns konar barátta verður alltaf hluti af stjórnmálum, og þannig hlýtur það að vera – og þannig á það að vera. Þegar sagt er að forsetinn skuli vera sameiningartákn fólksins í landinu, þá er stundum talað eins og hann geti af skarpskyggni sinni komið auga á þá sérhagsmuni sem einmitt geti sameinað fólkið. En eðli sínu samkvæmt eru sérhagsmunirnir ekki allra og þeir sameina ekki aðra en þá sem njóta þeirra – með réttu eða röngu. Forsetinn getur ekki umbreytt sérhagsmunum í almannahagsmuni hversu mikilfenglegur og mælskur sem hann annars er. Lýðræðið snýst ekki bara um að fólk nái að koma því til leiðar sem það skynjar sem hagsmuni sína á hverju augnabliki. Lýðræði snýst líka um skynsemi. Það snýst líka um virðingu. Það snýst líka um leikreglur. Það snýst nefnilega ekki bara um leikslok, heldur um gildi, verðmæti og leikreglur. Og það er hér sem forsetinn getur haft hlutverki að gegna í lýðræðinu. Hann þarf að tala máli skynseminnar, með því að styðja embættisverk sín skynsamlegum rökum. Hann þarf að byggja slík rök á mikilvægustu gildum lýðræðislegs samlífis – m.a. virðingu fyrir öðrum, ekki síst þeim sem eru honum ósammála. Hann þarf að sýna að hann kunni að hlusta, ekki bara á þá sem hafa hátt heldur líka á þá sem tala af veikum mætti. Hann þarf að sýna að hann stendur fyrir eitthvað sem er nógu bitastætt til þess að þeir sem eru forsetanum ósammála geti eftir sem áður sagt: „Já, gott og vel, ég er honum ósammála en ég get samt fallist á að sjónarmiðin séu studd gildum rökum.“ Þannig verður forsetinn ekki sameiningartákn, heldur sameiningarafl. Lýðræði snýst um það að lifa saman þrátt fyrir ólíkar skoðanir, þrátt fyrir öndverð sjónarmið, þrátt fyrir athafnir sem við erum ósammála um. En lýðræðið snýst ekki bara um þetta. Því tónn lýðræðisins er ekki einungis sleginn á „þrátt fyrir“-strengi. Lýðræði snýst ekki um að lifa saman þrátt fyrir að við séum ólík, heldur „vegna þess“ að við erum ólík. Líf okkar er einmitt innihaldsríkt og gefandi vegna þess að við komum úr ólíkum áttum, stefnum í ólíkar áttir og ferðumst með margvíslegum hætti. Það er í margbreytileikanum og ágreiningnum sem við getum menntast hvert af öðru og það er með viðbrögðum við þessum staðreyndum mannlegs samlífis sem forseti getur verið sameiningarafl. Eitt sterkasta sameiningarafl í íslensku samfélagi í dag eru dómstólar. Þeir sameina ekki með því að finna það sem allir eru sammála um, heldur með því að vera farvegur fyrir ósamkomulag – stundum jafnvel hatrammar deilur. En þótt fólk sé ósammála og deili harkalega, þá eru samt flestir sammála um að leið dómstólanna sé réttlát leið til úrlausnar. Og þótt fólk sé ekki endilega sammála niðurstöðu dómstólanna – og síst þegar dómur fellur því í óhag – þá sættir fólk sig yfirleitt við niðurstöðuna einmitt vegna þess að hún er niðurstaða hlutlægs dómstóls og rökstudd í löngu máli, með vísun í almennar leikreglur samfélagsins og þau viðmið um réttlæti sem hafa verið ríkjandi um langan tíma. Ég held að ef það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni um forseta lýðveldisins sem sameiningarafl þá liggi það vit einmitt í því að forsetinn geti stuðlað að einingu frekar en sundrungu með því að sýna okkur hvernig við getum hlustað hvert á annað og lært hvert af öðru – hvernig við getum lifað innihaldsríku og lærdómsríku lífi einmitt vegna þess að við erum ólík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held ekki að það sé sérlega eftirsóknarvert að vera forseti. Líklega er þó skárra að vera forseti lítillar þjóðar en stórrar. Á hinn bóginn held ég að það sé eftirsóknarvert fyrir þjóð – ekki síst ef hún er lítil – að eiga sér forseta. En það verður að vera góður forseti. En hvernig skyldi góður forseti vera? Stundum er sagt að forsetinn eigi að vera sameiningartákn fólksins í landinu, þessarar óræðu stærðar sem sumir reyna að hafa fyrir lóð á vogarskálina þeim megin sem þeir sjálfir standa. Þá er talað eins og forsetinn geti hafið sig upp yfir stjórnmálin og hversdagsleikann og sameinað fólkið í landinu í krafti þess að vera sá sem hann er. En fólkið í landinu er frekar sundurleitur hópur, það eru varla neinar vogarskálar sem það kærir sig um að fjölmenna á og það er ekki til neitt tákn sem það er tilbúið að sameinast um. Ekki einu sinni náttúran hefur megnað að vera slíkt tákn. En ef forsetinn getur ekki verið sameiningartákn, er þá ekki borin von að hann geti verið forseti allra? Er hugmyndin um forseta allra ekki bara einhvers konar brandari sem enginn vill segja – þótt sjö manns vilji reyndar verða forseti? Er forsetinn ekki einmitt aukastærð í lýðræðinu, einhvers konar menningarlegt skjaldarmerki sem hefur engu hlutverki að gegna í eiginlegri stjórnskipan lýðveldisins? Ég held ekki. Hugmyndin um forseta er ekki bara einhver brandari, heldur alvarleg hugmynd um lýðræðislega stjórnskipan. Til skamms tíma var fátt sem tengdi forsetann við valdaskak lýðræðisins, en lýðræðið snýst ekki bara um valdaskak. Að minnsta kosti ekki þegar sæmilega lætur. Og raunar er það einmitt valdaskakið sem hætt er við að gangi af lýðræðinu dauðu á endanum. Stjórnmál einkennast af tvenns konar baráttu. Annars vegar baráttu fyrir sérhagsmunum og hins vegar baráttu fyrir almannahagsmunum. Þessi tvenns konar barátta verður alltaf hluti af stjórnmálum, og þannig hlýtur það að vera – og þannig á það að vera. Þegar sagt er að forsetinn skuli vera sameiningartákn fólksins í landinu, þá er stundum talað eins og hann geti af skarpskyggni sinni komið auga á þá sérhagsmuni sem einmitt geti sameinað fólkið. En eðli sínu samkvæmt eru sérhagsmunirnir ekki allra og þeir sameina ekki aðra en þá sem njóta þeirra – með réttu eða röngu. Forsetinn getur ekki umbreytt sérhagsmunum í almannahagsmuni hversu mikilfenglegur og mælskur sem hann annars er. Lýðræðið snýst ekki bara um að fólk nái að koma því til leiðar sem það skynjar sem hagsmuni sína á hverju augnabliki. Lýðræði snýst líka um skynsemi. Það snýst líka um virðingu. Það snýst líka um leikreglur. Það snýst nefnilega ekki bara um leikslok, heldur um gildi, verðmæti og leikreglur. Og það er hér sem forsetinn getur haft hlutverki að gegna í lýðræðinu. Hann þarf að tala máli skynseminnar, með því að styðja embættisverk sín skynsamlegum rökum. Hann þarf að byggja slík rök á mikilvægustu gildum lýðræðislegs samlífis – m.a. virðingu fyrir öðrum, ekki síst þeim sem eru honum ósammála. Hann þarf að sýna að hann kunni að hlusta, ekki bara á þá sem hafa hátt heldur líka á þá sem tala af veikum mætti. Hann þarf að sýna að hann stendur fyrir eitthvað sem er nógu bitastætt til þess að þeir sem eru forsetanum ósammála geti eftir sem áður sagt: „Já, gott og vel, ég er honum ósammála en ég get samt fallist á að sjónarmiðin séu studd gildum rökum.“ Þannig verður forsetinn ekki sameiningartákn, heldur sameiningarafl. Lýðræði snýst um það að lifa saman þrátt fyrir ólíkar skoðanir, þrátt fyrir öndverð sjónarmið, þrátt fyrir athafnir sem við erum ósammála um. En lýðræðið snýst ekki bara um þetta. Því tónn lýðræðisins er ekki einungis sleginn á „þrátt fyrir“-strengi. Lýðræði snýst ekki um að lifa saman þrátt fyrir að við séum ólík, heldur „vegna þess“ að við erum ólík. Líf okkar er einmitt innihaldsríkt og gefandi vegna þess að við komum úr ólíkum áttum, stefnum í ólíkar áttir og ferðumst með margvíslegum hætti. Það er í margbreytileikanum og ágreiningnum sem við getum menntast hvert af öðru og það er með viðbrögðum við þessum staðreyndum mannlegs samlífis sem forseti getur verið sameiningarafl. Eitt sterkasta sameiningarafl í íslensku samfélagi í dag eru dómstólar. Þeir sameina ekki með því að finna það sem allir eru sammála um, heldur með því að vera farvegur fyrir ósamkomulag – stundum jafnvel hatrammar deilur. En þótt fólk sé ósammála og deili harkalega, þá eru samt flestir sammála um að leið dómstólanna sé réttlát leið til úrlausnar. Og þótt fólk sé ekki endilega sammála niðurstöðu dómstólanna – og síst þegar dómur fellur því í óhag – þá sættir fólk sig yfirleitt við niðurstöðuna einmitt vegna þess að hún er niðurstaða hlutlægs dómstóls og rökstudd í löngu máli, með vísun í almennar leikreglur samfélagsins og þau viðmið um réttlæti sem hafa verið ríkjandi um langan tíma. Ég held að ef það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni um forseta lýðveldisins sem sameiningarafl þá liggi það vit einmitt í því að forsetinn geti stuðlað að einingu frekar en sundrungu með því að sýna okkur hvernig við getum hlustað hvert á annað og lært hvert af öðru – hvernig við getum lifað innihaldsríku og lærdómsríku lífi einmitt vegna þess að við erum ólík.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun