Áhætturekstur Bændasamtaka Íslands Þórólfur Matthíasson skrifar 3. maí 2012 10:00 Ég hef eftir talsverða eftirgangsmuni og fyrir tilstilli úrskurðarnefndar um upplýsingamál fengið ársreikning Bændasamtaka Íslands fyrir árin 2008 til 2010 afhentan óritskoðaðan. Það er ekki fögur lesning. Og fleiri ágengar spurningar vakna í kjölfar þeirra sem svör fást við. Bændasamtök Íslands eiga einkahlutafélögin Hótel Saga ehf. og Hótel Ísland ehf. Þessi félög hafa til umráða umtalsverðar og verðmætar fasteignir tengdar hótel- og veitingarekstri sínum. Árið 2006 virðist staða þessa áhætturekstrar hafa verið góð, en það ár hafnaði Búnaðarþing að selja hluta rekstrarins þó í boði væru 4,3 milljarðar króna. En skjótt skipast veður í lofti því sex árum síðar var eiginfé Hótels Sögu ehf. neikvætt um 2,5 milljarða króna skv. ársreikningi! Félagið virðist ekki hafa getað staðið við skuldbindingar sínar á árinu 2010. Eigandinn, Bændasamtökin, tekur afleiðingu þessarar stöðu og færir verðmæti hlutafjáreignar sinnar niður í núll bæði í Hótel Sögu ehf. og Hótel Íslandi ehf. og afskrifar 950 milljón króna skuld Hótels Sögu við Bændasamtök Íslands. Af efnahagsreikningi Bændasamtakanna verður einnig ráðið að Bændasamtökin hafi talsverðar vaxtatekjur af svokölluðu geymslufé. Hér vaknar sú spurning hvort þar sé um að ræða fé sem Bændasamtökin sýsla með í umboði ríkissjóðs. Geymslufé var um 160 milljónir króna um áramót 2007/8, um 350 milljónir króna áramótin 2008/9, 708 milljónir króna 2009/10 og 702 milljónir króna áramótin 2010/11. Aðeins er sýnd samtala vaxtatekna og vaxtagjalda, en líklegt er að brúttóvaxtatekjur aukist í takt við aukið geymslufé. Virðist því fara saman aukin fjárþörf Bændasamtakanna í tengslum við hallarekstur hótelrekstrarins og hækkanir upphæða á geymslufjárreikningi. Margar spurningar vakna í kjölfar þessa lestrar. Hér eru nokkrar:1. Hvað skýrir hið mikla tap í hótelrekstri Bændasamtakanna síðan 2006? 2. Er tap Bændasamtakanna sambærilegt við tap annarra rekstraraðila í sams konar rekstri hér á landi á sama tíma? 3. Hafa lánastofnanir verið viljugri til að lána til hótelrekstrar Bændasamtakanna en til hótelrekstrar annarra aðila? Og ef það er tilfellið, þá hvers vegna? 4. Er rétt að hagsmunasamtök eins og Bændasamtök Íslands, sem sýsla með almannafé fyrir ríkissjóð, standi í áhættusömum rekstri á borð við rekstur veitingahúsa og hótela? 5. Er rétt að félag, sem að stórum hluta hefur tekjur af opinberu fé, sé jafnframt að byggja upp eiginfé sem notað er í áhætturekstri? 6. Hvaða samrekstrarhagkvæmni er fólgin í því að reka saman hagsmunasamtök bænda annars vegar og hótel hins vegar? Eða að reka saman hagsmunasamtök annars vegar og bari og lúxusveitingahús hins vegar? 7. Hvernig er hægt að skýra milljarða halla á rekstri hótela og veitingahúsa þegar ferðamenn flykkjast til landsins sem aldrei fyrr? 8. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað aðstreymi geymslufjár úr ríkissjóði, og ef svo er að hve miklu leyti? 9. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað frástreymi geymslufjár til umbjóðenda sinna, bænda, og þá í hvað ríkum mæli? 10. Hvaða sjónarmið leggja Bændasamtökin til grundvallar þegar þau safna geymslufé á vaxtaberandi reikninga? Af hverju aukast fjárhæðir á þessum reikningum áramót eftir áramót á tímabilinu 2007 til 2010? 11. Hefur það verklag sem viðhaft er hvað varðar fjárreiður Bændasamtakanna verið borið undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið? 12. Hver hafa viðbrögð ráðuneytisins verið? 13. Hefur ráðuneytið fylgst af eigin frumkvæði með því hvernig Bændasamtökin greiða út styrki og annað ríkissjóðsfé til bænda? 14. Hafa Bændasamtökin beinan eða óbeinan ávinning af umsýslu geymslufjár? 15. Með hvaða hætti hafa kjörnir og ráðnir forsvarsmenn Bændasamtakanna gert aðildarfélögum sínum grein fyrir tapi af hótelrekstrinum? 16. Hafa komið upp hugmyndir um að fá óháða aðila til að gera úttekt á hallarekstri félaga í eigu Bændasamtaka Íslands? 17. Hefur verið fjallað um hallarekstur félaga í eigu Bændasamtaka Íslands í Bændablaðinu? 18. Hvers vegna eru Bændasamtökin mótfallin því að umsýsla sty rkja til bænda fari um sérstaka greiðslustofu að evrópskri fyrirmynd? Allar þessar spurningar snerta neytendur og skattgreiðendur beint, því staðreyndin er sú að með núverandi fyrirkomulagi á sölumálum landbúnaðarins lendir allur kostnaður, nauðsynlegur jafnt sem ónauðsynlegur, að lokum annað hvort á neytendum í formi hærra vöruverðs eða hjá skattgreiðendum í formi hærri beingreiðslna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef eftir talsverða eftirgangsmuni og fyrir tilstilli úrskurðarnefndar um upplýsingamál fengið ársreikning Bændasamtaka Íslands fyrir árin 2008 til 2010 afhentan óritskoðaðan. Það er ekki fögur lesning. Og fleiri ágengar spurningar vakna í kjölfar þeirra sem svör fást við. Bændasamtök Íslands eiga einkahlutafélögin Hótel Saga ehf. og Hótel Ísland ehf. Þessi félög hafa til umráða umtalsverðar og verðmætar fasteignir tengdar hótel- og veitingarekstri sínum. Árið 2006 virðist staða þessa áhætturekstrar hafa verið góð, en það ár hafnaði Búnaðarþing að selja hluta rekstrarins þó í boði væru 4,3 milljarðar króna. En skjótt skipast veður í lofti því sex árum síðar var eiginfé Hótels Sögu ehf. neikvætt um 2,5 milljarða króna skv. ársreikningi! Félagið virðist ekki hafa getað staðið við skuldbindingar sínar á árinu 2010. Eigandinn, Bændasamtökin, tekur afleiðingu þessarar stöðu og færir verðmæti hlutafjáreignar sinnar niður í núll bæði í Hótel Sögu ehf. og Hótel Íslandi ehf. og afskrifar 950 milljón króna skuld Hótels Sögu við Bændasamtök Íslands. Af efnahagsreikningi Bændasamtakanna verður einnig ráðið að Bændasamtökin hafi talsverðar vaxtatekjur af svokölluðu geymslufé. Hér vaknar sú spurning hvort þar sé um að ræða fé sem Bændasamtökin sýsla með í umboði ríkissjóðs. Geymslufé var um 160 milljónir króna um áramót 2007/8, um 350 milljónir króna áramótin 2008/9, 708 milljónir króna 2009/10 og 702 milljónir króna áramótin 2010/11. Aðeins er sýnd samtala vaxtatekna og vaxtagjalda, en líklegt er að brúttóvaxtatekjur aukist í takt við aukið geymslufé. Virðist því fara saman aukin fjárþörf Bændasamtakanna í tengslum við hallarekstur hótelrekstrarins og hækkanir upphæða á geymslufjárreikningi. Margar spurningar vakna í kjölfar þessa lestrar. Hér eru nokkrar:1. Hvað skýrir hið mikla tap í hótelrekstri Bændasamtakanna síðan 2006? 2. Er tap Bændasamtakanna sambærilegt við tap annarra rekstraraðila í sams konar rekstri hér á landi á sama tíma? 3. Hafa lánastofnanir verið viljugri til að lána til hótelrekstrar Bændasamtakanna en til hótelrekstrar annarra aðila? Og ef það er tilfellið, þá hvers vegna? 4. Er rétt að hagsmunasamtök eins og Bændasamtök Íslands, sem sýsla með almannafé fyrir ríkissjóð, standi í áhættusömum rekstri á borð við rekstur veitingahúsa og hótela? 5. Er rétt að félag, sem að stórum hluta hefur tekjur af opinberu fé, sé jafnframt að byggja upp eiginfé sem notað er í áhætturekstri? 6. Hvaða samrekstrarhagkvæmni er fólgin í því að reka saman hagsmunasamtök bænda annars vegar og hótel hins vegar? Eða að reka saman hagsmunasamtök annars vegar og bari og lúxusveitingahús hins vegar? 7. Hvernig er hægt að skýra milljarða halla á rekstri hótela og veitingahúsa þegar ferðamenn flykkjast til landsins sem aldrei fyrr? 8. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað aðstreymi geymslufjár úr ríkissjóði, og ef svo er að hve miklu leyti? 9. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað frástreymi geymslufjár til umbjóðenda sinna, bænda, og þá í hvað ríkum mæli? 10. Hvaða sjónarmið leggja Bændasamtökin til grundvallar þegar þau safna geymslufé á vaxtaberandi reikninga? Af hverju aukast fjárhæðir á þessum reikningum áramót eftir áramót á tímabilinu 2007 til 2010? 11. Hefur það verklag sem viðhaft er hvað varðar fjárreiður Bændasamtakanna verið borið undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið? 12. Hver hafa viðbrögð ráðuneytisins verið? 13. Hefur ráðuneytið fylgst af eigin frumkvæði með því hvernig Bændasamtökin greiða út styrki og annað ríkissjóðsfé til bænda? 14. Hafa Bændasamtökin beinan eða óbeinan ávinning af umsýslu geymslufjár? 15. Með hvaða hætti hafa kjörnir og ráðnir forsvarsmenn Bændasamtakanna gert aðildarfélögum sínum grein fyrir tapi af hótelrekstrinum? 16. Hafa komið upp hugmyndir um að fá óháða aðila til að gera úttekt á hallarekstri félaga í eigu Bændasamtaka Íslands? 17. Hefur verið fjallað um hallarekstur félaga í eigu Bændasamtaka Íslands í Bændablaðinu? 18. Hvers vegna eru Bændasamtökin mótfallin því að umsýsla sty rkja til bænda fari um sérstaka greiðslustofu að evrópskri fyrirmynd? Allar þessar spurningar snerta neytendur og skattgreiðendur beint, því staðreyndin er sú að með núverandi fyrirkomulagi á sölumálum landbúnaðarins lendir allur kostnaður, nauðsynlegur jafnt sem ónauðsynlegur, að lokum annað hvort á neytendum í formi hærra vöruverðs eða hjá skattgreiðendum í formi hærri beingreiðslna.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun