Vessa- og vandræðahúmor Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. apríl 2012 12:30 Bíó. American Reunion. Leikstjórn: Jon Hurwitz, Hayden Schlossberg. Leikarar: Jason Biggs, Alyson Hannigan, Thomas Ian Nicholas, Chris Klein, Seann William Scott, Eddie Kaye Thomas, Tara Reid, Mena Suvari, Eugene Levy. Líkt og alheimurinn sjálfur stækkar American Pie-bálkurinn í sífellu. American Reunion er áttunda myndin í seríunni, en sú fyrsta sem kemur í kvikmyndahús síðan þriðja myndin, American Wedding (þetta hljómar ef til vill flóknara en það er). Myndin er því markaðssett sem eins konar endurkoma. Aðalpersónur gömlu myndanna eru nú á fertugsaldri og ráðsettar eftir því, en þegar hópurinn hittist að nýju í tilefni 13 ára útskriftarafmælis (sem verður að teljast óvenjulegt) er stutt í gömlu asnastrikin, og vessa- og vandræðahúmorinn fær að flæða sem aldrei fyrr. Nokkur atriði kitla hláturtaugarnar en önnur eru fyrirsjáanleg og þreytandi. „Hey elskan, farðu úr fötunum og klæddu þig í BDSM-gallann í þessu ólæsta herbergi í húsi fullu af fólki. Ég kem eftir smástund." Rétt upp hönd sem veit hvað gerist næst. Það eru ógeðfelld uppátæki Stiflers sem bjarga því sem bjargað verður, og þessi subbulegi karakter er nú orðinn sá sem áhorfandinn heldur með, enda hinir flestir orðnir hundleiðinlegir og miðaldra fyrir tímann. Fortíðardaðrið er töluvert og aðdáendur myndanna geta eflaust skemmt sér sæmilega yfir American Reunion, en upplifunin á meira skylt við nostalgíuna sem fylgir því að lesa gamla dagbók sem fannst uppi á háalofti en að horfa á góða gamanmynd. Niðurstaða: Andrúmsloftið er til staðar en grínið þarf að vera meira og betra. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bíó. American Reunion. Leikstjórn: Jon Hurwitz, Hayden Schlossberg. Leikarar: Jason Biggs, Alyson Hannigan, Thomas Ian Nicholas, Chris Klein, Seann William Scott, Eddie Kaye Thomas, Tara Reid, Mena Suvari, Eugene Levy. Líkt og alheimurinn sjálfur stækkar American Pie-bálkurinn í sífellu. American Reunion er áttunda myndin í seríunni, en sú fyrsta sem kemur í kvikmyndahús síðan þriðja myndin, American Wedding (þetta hljómar ef til vill flóknara en það er). Myndin er því markaðssett sem eins konar endurkoma. Aðalpersónur gömlu myndanna eru nú á fertugsaldri og ráðsettar eftir því, en þegar hópurinn hittist að nýju í tilefni 13 ára útskriftarafmælis (sem verður að teljast óvenjulegt) er stutt í gömlu asnastrikin, og vessa- og vandræðahúmorinn fær að flæða sem aldrei fyrr. Nokkur atriði kitla hláturtaugarnar en önnur eru fyrirsjáanleg og þreytandi. „Hey elskan, farðu úr fötunum og klæddu þig í BDSM-gallann í þessu ólæsta herbergi í húsi fullu af fólki. Ég kem eftir smástund." Rétt upp hönd sem veit hvað gerist næst. Það eru ógeðfelld uppátæki Stiflers sem bjarga því sem bjargað verður, og þessi subbulegi karakter er nú orðinn sá sem áhorfandinn heldur með, enda hinir flestir orðnir hundleiðinlegir og miðaldra fyrir tímann. Fortíðardaðrið er töluvert og aðdáendur myndanna geta eflaust skemmt sér sæmilega yfir American Reunion, en upplifunin á meira skylt við nostalgíuna sem fylgir því að lesa gamla dagbók sem fannst uppi á háalofti en að horfa á góða gamanmynd. Niðurstaða: Andrúmsloftið er til staðar en grínið þarf að vera meira og betra.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira