Aðför borgaryfirvalda að Laugaveginum Björn Jón Bragason skrifar 28. mars 2012 06:00 Hinn 7. mars síðastliðinn voru borgarstjóra afhentir listar með nöfnum 48 eigenda rótgróinna verslana og verslunarhúsnæðis við Laugaveginn í Reykjavík sem mótmæla öllum frekari áformum borgaryfirvalda um lokun götunnar fyrir bílaumferð. Undanfarin ár hafa verið gerðar tilraunir til að loka Laugavegi fyrir bílaumferð, en mjög hefur dregið úr verslun þá daga sem götunni er lokað. Flestir viðskiptavinir verslana á þessu svæði koma líka gagngert til að versla í tilteknum búðum. Ef aðgengi að verslunum er skert hefur það óhjákvæmilega í för með sér að stór hluti viðskiptavina leitar annað. Þá er lokun götunnar aðför að ferðafrelsi aldraðra, öryrkja og annarra þeirra sem eiga erfitt með gang. Stuðningsmenn lokunar benda á að víða erlendis þrífist göngugötur vel sem verslunargötur, en slíkt hefur ekki gefið góða raun hér á landi og eru ástæður þess vafalaust margar, svo sem óblíð veðrátta og mikil notkun fjölskyldubílsins. Austurstræti var án efa glæsilegasta verslunargata bæjarins framan af síðustu öld, en lokun götunnar drap svo að segja endanlega verslun við Austurstræti og nálægar götur, en fjöldi búða var áður í Hafnarstræti, Aðalstræti og fleiri götum þar í kring. Þetta ætti að vera mönnum víti til varnaðar. Borgaryfirvöld kynntu nýverið áform sín um stórhækkun bílastæðagjalda, en gert er ráð fyrir hækkunum um 67 til 88 prósent, auk þess sem til stendur að lengja mjög þann tíma sem skylt verður að greiða í gjaldmæla í miðborginni. Svo virðist sem ástæða þess að borgaryfirvöld ráðast nú í stórhækkun á bílastæðagjöldum sé almenn andúð þeirra á einkabílnum og markmiðið sé að fæla fólk frá því að koma á bílum í miðborgina. Slíkar aðgerðir geta ekki leitt til annars en minni verslunar. Viðskiptavinir vilja koma á sínum bíl og leggja honum nærri verslunum, ella fara þeir annað. Á tímum almenns samdráttar í smásöluverslun væri rétt að borgaryfirvöld tækju höndum saman með kaupmönnum á svæðinu og stuðluðu að aukinni verslun. Liður í því gæti verið lækkun bílastæðagjalda og fjölgun stæða. Að sama skapi myndi það auðvelda aðgengi að búðum að fella niður gjaldskyldu á svæðum nærri Laugavegi. Verslun við aðalverslunargötur borga og bæja Bretlands hefur átt mjög undir högg að sækja síðustu ár og misseri. Þar í landi hefur mikið verið rætt um leiðir til að auðvelda fólki að komast á bílum sínum í miðborgirnar, meðal annars með lækkun bílastæðagjalda og niðurfellingu gjaldskyldu í nágrenni aðalverslunargatna. Með lokunum gatna og hækkun bílastæðagjalda er beinlínis vegið að lífsviðurværi hundraða verslunarmanna, kaupmanna, annarra rekstraraðila og starfsmanna fyrirtækja þeirra, auk þess sem virði verslunar- og skrifstofuhúsnæðis á svæðinu er stórlega skert. Eftir því sem verslunum fækkar í miðborginni fjölgar öldurhúsum, en vera kann að borgaryfirvöld stefni að því að eingöngu slík starfsemi fái þrifist í miðborg Reykjavíkur. Líklega eru þó fleiri þeirrar skoðunar að í miðborg Reykjavíkur eigi að geta þrifist verslun og til þess að svo megi vera til frambúðar verða borgaryfirvöld að láta af áformum sínum um lokun gatna og hætta öðrum skemmdarverkum gegn versluninni. Án blómlegra verslunarfyrirtækja er engin miðborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Hinn 7. mars síðastliðinn voru borgarstjóra afhentir listar með nöfnum 48 eigenda rótgróinna verslana og verslunarhúsnæðis við Laugaveginn í Reykjavík sem mótmæla öllum frekari áformum borgaryfirvalda um lokun götunnar fyrir bílaumferð. Undanfarin ár hafa verið gerðar tilraunir til að loka Laugavegi fyrir bílaumferð, en mjög hefur dregið úr verslun þá daga sem götunni er lokað. Flestir viðskiptavinir verslana á þessu svæði koma líka gagngert til að versla í tilteknum búðum. Ef aðgengi að verslunum er skert hefur það óhjákvæmilega í för með sér að stór hluti viðskiptavina leitar annað. Þá er lokun götunnar aðför að ferðafrelsi aldraðra, öryrkja og annarra þeirra sem eiga erfitt með gang. Stuðningsmenn lokunar benda á að víða erlendis þrífist göngugötur vel sem verslunargötur, en slíkt hefur ekki gefið góða raun hér á landi og eru ástæður þess vafalaust margar, svo sem óblíð veðrátta og mikil notkun fjölskyldubílsins. Austurstræti var án efa glæsilegasta verslunargata bæjarins framan af síðustu öld, en lokun götunnar drap svo að segja endanlega verslun við Austurstræti og nálægar götur, en fjöldi búða var áður í Hafnarstræti, Aðalstræti og fleiri götum þar í kring. Þetta ætti að vera mönnum víti til varnaðar. Borgaryfirvöld kynntu nýverið áform sín um stórhækkun bílastæðagjalda, en gert er ráð fyrir hækkunum um 67 til 88 prósent, auk þess sem til stendur að lengja mjög þann tíma sem skylt verður að greiða í gjaldmæla í miðborginni. Svo virðist sem ástæða þess að borgaryfirvöld ráðast nú í stórhækkun á bílastæðagjöldum sé almenn andúð þeirra á einkabílnum og markmiðið sé að fæla fólk frá því að koma á bílum í miðborgina. Slíkar aðgerðir geta ekki leitt til annars en minni verslunar. Viðskiptavinir vilja koma á sínum bíl og leggja honum nærri verslunum, ella fara þeir annað. Á tímum almenns samdráttar í smásöluverslun væri rétt að borgaryfirvöld tækju höndum saman með kaupmönnum á svæðinu og stuðluðu að aukinni verslun. Liður í því gæti verið lækkun bílastæðagjalda og fjölgun stæða. Að sama skapi myndi það auðvelda aðgengi að búðum að fella niður gjaldskyldu á svæðum nærri Laugavegi. Verslun við aðalverslunargötur borga og bæja Bretlands hefur átt mjög undir högg að sækja síðustu ár og misseri. Þar í landi hefur mikið verið rætt um leiðir til að auðvelda fólki að komast á bílum sínum í miðborgirnar, meðal annars með lækkun bílastæðagjalda og niðurfellingu gjaldskyldu í nágrenni aðalverslunargatna. Með lokunum gatna og hækkun bílastæðagjalda er beinlínis vegið að lífsviðurværi hundraða verslunarmanna, kaupmanna, annarra rekstraraðila og starfsmanna fyrirtækja þeirra, auk þess sem virði verslunar- og skrifstofuhúsnæðis á svæðinu er stórlega skert. Eftir því sem verslunum fækkar í miðborginni fjölgar öldurhúsum, en vera kann að borgaryfirvöld stefni að því að eingöngu slík starfsemi fái þrifist í miðborg Reykjavíkur. Líklega eru þó fleiri þeirrar skoðunar að í miðborg Reykjavíkur eigi að geta þrifist verslun og til þess að svo megi vera til frambúðar verða borgaryfirvöld að láta af áformum sínum um lokun gatna og hætta öðrum skemmdarverkum gegn versluninni. Án blómlegra verslunarfyrirtækja er engin miðborg.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun