Aðför borgaryfirvalda að Laugaveginum Björn Jón Bragason skrifar 28. mars 2012 06:00 Hinn 7. mars síðastliðinn voru borgarstjóra afhentir listar með nöfnum 48 eigenda rótgróinna verslana og verslunarhúsnæðis við Laugaveginn í Reykjavík sem mótmæla öllum frekari áformum borgaryfirvalda um lokun götunnar fyrir bílaumferð. Undanfarin ár hafa verið gerðar tilraunir til að loka Laugavegi fyrir bílaumferð, en mjög hefur dregið úr verslun þá daga sem götunni er lokað. Flestir viðskiptavinir verslana á þessu svæði koma líka gagngert til að versla í tilteknum búðum. Ef aðgengi að verslunum er skert hefur það óhjákvæmilega í för með sér að stór hluti viðskiptavina leitar annað. Þá er lokun götunnar aðför að ferðafrelsi aldraðra, öryrkja og annarra þeirra sem eiga erfitt með gang. Stuðningsmenn lokunar benda á að víða erlendis þrífist göngugötur vel sem verslunargötur, en slíkt hefur ekki gefið góða raun hér á landi og eru ástæður þess vafalaust margar, svo sem óblíð veðrátta og mikil notkun fjölskyldubílsins. Austurstræti var án efa glæsilegasta verslunargata bæjarins framan af síðustu öld, en lokun götunnar drap svo að segja endanlega verslun við Austurstræti og nálægar götur, en fjöldi búða var áður í Hafnarstræti, Aðalstræti og fleiri götum þar í kring. Þetta ætti að vera mönnum víti til varnaðar. Borgaryfirvöld kynntu nýverið áform sín um stórhækkun bílastæðagjalda, en gert er ráð fyrir hækkunum um 67 til 88 prósent, auk þess sem til stendur að lengja mjög þann tíma sem skylt verður að greiða í gjaldmæla í miðborginni. Svo virðist sem ástæða þess að borgaryfirvöld ráðast nú í stórhækkun á bílastæðagjöldum sé almenn andúð þeirra á einkabílnum og markmiðið sé að fæla fólk frá því að koma á bílum í miðborgina. Slíkar aðgerðir geta ekki leitt til annars en minni verslunar. Viðskiptavinir vilja koma á sínum bíl og leggja honum nærri verslunum, ella fara þeir annað. Á tímum almenns samdráttar í smásöluverslun væri rétt að borgaryfirvöld tækju höndum saman með kaupmönnum á svæðinu og stuðluðu að aukinni verslun. Liður í því gæti verið lækkun bílastæðagjalda og fjölgun stæða. Að sama skapi myndi það auðvelda aðgengi að búðum að fella niður gjaldskyldu á svæðum nærri Laugavegi. Verslun við aðalverslunargötur borga og bæja Bretlands hefur átt mjög undir högg að sækja síðustu ár og misseri. Þar í landi hefur mikið verið rætt um leiðir til að auðvelda fólki að komast á bílum sínum í miðborgirnar, meðal annars með lækkun bílastæðagjalda og niðurfellingu gjaldskyldu í nágrenni aðalverslunargatna. Með lokunum gatna og hækkun bílastæðagjalda er beinlínis vegið að lífsviðurværi hundraða verslunarmanna, kaupmanna, annarra rekstraraðila og starfsmanna fyrirtækja þeirra, auk þess sem virði verslunar- og skrifstofuhúsnæðis á svæðinu er stórlega skert. Eftir því sem verslunum fækkar í miðborginni fjölgar öldurhúsum, en vera kann að borgaryfirvöld stefni að því að eingöngu slík starfsemi fái þrifist í miðborg Reykjavíkur. Líklega eru þó fleiri þeirrar skoðunar að í miðborg Reykjavíkur eigi að geta þrifist verslun og til þess að svo megi vera til frambúðar verða borgaryfirvöld að láta af áformum sínum um lokun gatna og hætta öðrum skemmdarverkum gegn versluninni. Án blómlegra verslunarfyrirtækja er engin miðborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 7. mars síðastliðinn voru borgarstjóra afhentir listar með nöfnum 48 eigenda rótgróinna verslana og verslunarhúsnæðis við Laugaveginn í Reykjavík sem mótmæla öllum frekari áformum borgaryfirvalda um lokun götunnar fyrir bílaumferð. Undanfarin ár hafa verið gerðar tilraunir til að loka Laugavegi fyrir bílaumferð, en mjög hefur dregið úr verslun þá daga sem götunni er lokað. Flestir viðskiptavinir verslana á þessu svæði koma líka gagngert til að versla í tilteknum búðum. Ef aðgengi að verslunum er skert hefur það óhjákvæmilega í för með sér að stór hluti viðskiptavina leitar annað. Þá er lokun götunnar aðför að ferðafrelsi aldraðra, öryrkja og annarra þeirra sem eiga erfitt með gang. Stuðningsmenn lokunar benda á að víða erlendis þrífist göngugötur vel sem verslunargötur, en slíkt hefur ekki gefið góða raun hér á landi og eru ástæður þess vafalaust margar, svo sem óblíð veðrátta og mikil notkun fjölskyldubílsins. Austurstræti var án efa glæsilegasta verslunargata bæjarins framan af síðustu öld, en lokun götunnar drap svo að segja endanlega verslun við Austurstræti og nálægar götur, en fjöldi búða var áður í Hafnarstræti, Aðalstræti og fleiri götum þar í kring. Þetta ætti að vera mönnum víti til varnaðar. Borgaryfirvöld kynntu nýverið áform sín um stórhækkun bílastæðagjalda, en gert er ráð fyrir hækkunum um 67 til 88 prósent, auk þess sem til stendur að lengja mjög þann tíma sem skylt verður að greiða í gjaldmæla í miðborginni. Svo virðist sem ástæða þess að borgaryfirvöld ráðast nú í stórhækkun á bílastæðagjöldum sé almenn andúð þeirra á einkabílnum og markmiðið sé að fæla fólk frá því að koma á bílum í miðborgina. Slíkar aðgerðir geta ekki leitt til annars en minni verslunar. Viðskiptavinir vilja koma á sínum bíl og leggja honum nærri verslunum, ella fara þeir annað. Á tímum almenns samdráttar í smásöluverslun væri rétt að borgaryfirvöld tækju höndum saman með kaupmönnum á svæðinu og stuðluðu að aukinni verslun. Liður í því gæti verið lækkun bílastæðagjalda og fjölgun stæða. Að sama skapi myndi það auðvelda aðgengi að búðum að fella niður gjaldskyldu á svæðum nærri Laugavegi. Verslun við aðalverslunargötur borga og bæja Bretlands hefur átt mjög undir högg að sækja síðustu ár og misseri. Þar í landi hefur mikið verið rætt um leiðir til að auðvelda fólki að komast á bílum sínum í miðborgirnar, meðal annars með lækkun bílastæðagjalda og niðurfellingu gjaldskyldu í nágrenni aðalverslunargatna. Með lokunum gatna og hækkun bílastæðagjalda er beinlínis vegið að lífsviðurværi hundraða verslunarmanna, kaupmanna, annarra rekstraraðila og starfsmanna fyrirtækja þeirra, auk þess sem virði verslunar- og skrifstofuhúsnæðis á svæðinu er stórlega skert. Eftir því sem verslunum fækkar í miðborginni fjölgar öldurhúsum, en vera kann að borgaryfirvöld stefni að því að eingöngu slík starfsemi fái þrifist í miðborg Reykjavíkur. Líklega eru þó fleiri þeirrar skoðunar að í miðborg Reykjavíkur eigi að geta þrifist verslun og til þess að svo megi vera til frambúðar verða borgaryfirvöld að láta af áformum sínum um lokun gatna og hætta öðrum skemmdarverkum gegn versluninni. Án blómlegra verslunarfyrirtækja er engin miðborg.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar