Rík af andrúmslofti og tilfinningu Trausti Júlíusson skrifar 22. mars 2012 20:00 Hamlette HOK. Tónlist. Víkartindur. Hamlette HOK. Víkartindur er þemaplata sem fjallar um strand samnefnds fraktskips á Suðurlandi vorið 1997. Verkinu er skipti í 10 kafla, en tónlistin er tilraunakennd og flæðandi spunatónlist, án orða en rík af andrúmslofti, litbrigðum og tilfinningu. Hamlette HOK spilar sjálfur á gítara og fleiri hljóðfæri á plötunni, en auk hans koma nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar við sögu. Platan var ekki tekin upp í einni töku, heldur var hljóðfærunum bætt inn einu á eftir öðru, fyrst trommum og svo byggt ofan á. Gítarinn er áberandi, en líka ýmis ásláttarhljóðfæri sem í sumum tilfellum framkalla hljóð sem minna á smellina og brakið í afvelta skipsskrokknum á strandstað. Einhvern tímann hefði svona spunatónlist þótt þung og erfið í hlustun, en Víkartindur rennur þægilega í gegn. Það er ekkert glænýtt í gangi tónlistarlega á þessari plötu, en þetta er samt áhrifarík og flott tónlist og platan er frábærlega unnin. Það er sérstaklega gaman að hlusta á gítarleikinn sem er fullur af tjáningu og tilfinningum. Víkartindur tók ein sex ár í vinnslu og greinilegt á umslaginu að mikil vinna hefur farið í að fullkomna verkið. Víkartindur á eflaust ekki eftir að slá nein sölumet og lögin á henni ná seint inn á spilunarlista útvarpsstöðvanna, en leitandi tónlistaráhugamönnum er hér með ráðlagt að leggja við hlustir! Niðurstaða: Klukkutími af flæðandi spuna. Lífið Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Víkartindur. Hamlette HOK. Víkartindur er þemaplata sem fjallar um strand samnefnds fraktskips á Suðurlandi vorið 1997. Verkinu er skipti í 10 kafla, en tónlistin er tilraunakennd og flæðandi spunatónlist, án orða en rík af andrúmslofti, litbrigðum og tilfinningu. Hamlette HOK spilar sjálfur á gítara og fleiri hljóðfæri á plötunni, en auk hans koma nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar við sögu. Platan var ekki tekin upp í einni töku, heldur var hljóðfærunum bætt inn einu á eftir öðru, fyrst trommum og svo byggt ofan á. Gítarinn er áberandi, en líka ýmis ásláttarhljóðfæri sem í sumum tilfellum framkalla hljóð sem minna á smellina og brakið í afvelta skipsskrokknum á strandstað. Einhvern tímann hefði svona spunatónlist þótt þung og erfið í hlustun, en Víkartindur rennur þægilega í gegn. Það er ekkert glænýtt í gangi tónlistarlega á þessari plötu, en þetta er samt áhrifarík og flott tónlist og platan er frábærlega unnin. Það er sérstaklega gaman að hlusta á gítarleikinn sem er fullur af tjáningu og tilfinningum. Víkartindur tók ein sex ár í vinnslu og greinilegt á umslaginu að mikil vinna hefur farið í að fullkomna verkið. Víkartindur á eflaust ekki eftir að slá nein sölumet og lögin á henni ná seint inn á spilunarlista útvarpsstöðvanna, en leitandi tónlistaráhugamönnum er hér með ráðlagt að leggja við hlustir! Niðurstaða: Klukkutími af flæðandi spuna.
Lífið Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira