Lýðræði okkar er berskjaldað Frosti Sigurjónsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Kjósendur fá sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum, sem er gott. En um leið er orðið mjög brýnt að setja lög gegn því að valdi og fjármagni verði beitt til að skekkja grundvöll lýðræðisins. Fjársterkir aðilar hafa forskot á þá efnaminni þegar kemur að því að fjárfesta í markaðssetningu skoðana. Ef við viljum ekki að aðgangur að fjármagni geti ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að setja lög sem jafna leikinn. Erlend stjórnvöld og alþjóðafyrirtæki geta hæglega yfirgnæft lýðræðislega umræðu í jafn fámennu landi og okkar, nema slík inngrip verði bönnuð með lögum. Því miður virðist þó einna brýnast að takmarka svigrúm ríkisvaldsins til að beita sér. Í aðdraganda þjóðaratkvæðis um Icesave III, fór ríkisstjórnin í mikla herferð um landið og hvatti kjósendur til að samþykkja lögin. Bæklingur var sendur á öll heimili, en áður var beiðni Advice hópsins um að bæklingurinn innihéldi bæði með- og mótrök hafnað. Á móti ríkisvaldinu fór fámennur hópur sjálfboðaliða sem lagði nótt við dag til þess að koma andmælum á framfæri við landsmenn. Ríkisstjórnin stýrði öllum tímasetningum og sá sér hag í því að skammta sem fæsta daga til andmæla. Beiting ríkisvaldsins með þeim hætti sem hér er lýst er í raun ofbeldi gagnvart lýðræðinu í landinu. Aðildarsamningur að ESB mun verða settur í þjóðaratkvæði. Bæði Já- og Nei-hreyfingar hafa sprottið upp og kynnt sín sjónarmið á jafnréttisgrundvelli. En ríkisstjórnin hefur nú þegar afbakað lýðræðið með því að leyfa ESB að verja hér yfir tvö hundruð milljónum til einhliða kynningar. Það er margfalt meira fé en já- og nei-hreyfingar hafa úr að spila. Ríkisstjórnin hefur greitt fyrir því að ESB veiti milljörðum inn í landið í formi aðlögunarstyrkja. Opinberir starfsmenn þiggja veglegar boðsferðir ESB til Brussel. Í ljósi þess að framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, er augljóst að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru löngu komnar út fyrir velsæmismörk. Ríkisstjórnin beitir ríkisvaldinu skefjalaust til að móta skoðanir lykilfólks og almennings í þágu aðildar. Lýðræði okkar heldur vonandi áfram að aukast og þróast en það er ennþá of berskjaldað fyrir valdi og fjármagni. Úr því þarf að bæta með lögum. Beint lýðræði er tækifæri fyrir landsmenn til að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum og móta hér betra samfélag, en það mun kalla ógæfu yfir þjóðina verði lýðræðinu leyft að snúast upp í kapphlaup þar sem óbeislað vald og fjármagn fær að ráða úrslitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kjósendur fá sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum, sem er gott. En um leið er orðið mjög brýnt að setja lög gegn því að valdi og fjármagni verði beitt til að skekkja grundvöll lýðræðisins. Fjársterkir aðilar hafa forskot á þá efnaminni þegar kemur að því að fjárfesta í markaðssetningu skoðana. Ef við viljum ekki að aðgangur að fjármagni geti ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að setja lög sem jafna leikinn. Erlend stjórnvöld og alþjóðafyrirtæki geta hæglega yfirgnæft lýðræðislega umræðu í jafn fámennu landi og okkar, nema slík inngrip verði bönnuð með lögum. Því miður virðist þó einna brýnast að takmarka svigrúm ríkisvaldsins til að beita sér. Í aðdraganda þjóðaratkvæðis um Icesave III, fór ríkisstjórnin í mikla herferð um landið og hvatti kjósendur til að samþykkja lögin. Bæklingur var sendur á öll heimili, en áður var beiðni Advice hópsins um að bæklingurinn innihéldi bæði með- og mótrök hafnað. Á móti ríkisvaldinu fór fámennur hópur sjálfboðaliða sem lagði nótt við dag til þess að koma andmælum á framfæri við landsmenn. Ríkisstjórnin stýrði öllum tímasetningum og sá sér hag í því að skammta sem fæsta daga til andmæla. Beiting ríkisvaldsins með þeim hætti sem hér er lýst er í raun ofbeldi gagnvart lýðræðinu í landinu. Aðildarsamningur að ESB mun verða settur í þjóðaratkvæði. Bæði Já- og Nei-hreyfingar hafa sprottið upp og kynnt sín sjónarmið á jafnréttisgrundvelli. En ríkisstjórnin hefur nú þegar afbakað lýðræðið með því að leyfa ESB að verja hér yfir tvö hundruð milljónum til einhliða kynningar. Það er margfalt meira fé en já- og nei-hreyfingar hafa úr að spila. Ríkisstjórnin hefur greitt fyrir því að ESB veiti milljörðum inn í landið í formi aðlögunarstyrkja. Opinberir starfsmenn þiggja veglegar boðsferðir ESB til Brussel. Í ljósi þess að framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, er augljóst að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru löngu komnar út fyrir velsæmismörk. Ríkisstjórnin beitir ríkisvaldinu skefjalaust til að móta skoðanir lykilfólks og almennings í þágu aðildar. Lýðræði okkar heldur vonandi áfram að aukast og þróast en það er ennþá of berskjaldað fyrir valdi og fjármagni. Úr því þarf að bæta með lögum. Beint lýðræði er tækifæri fyrir landsmenn til að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum og móta hér betra samfélag, en það mun kalla ógæfu yfir þjóðina verði lýðræðinu leyft að snúast upp í kapphlaup þar sem óbeislað vald og fjármagn fær að ráða úrslitum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun