Ein nakin og annarri nauðgað Björg Magnúsdóttir skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Ég gekk fram á kviknakinn kvenmann við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg aðfaranótt síðasta sunnudags. Hún var ekki í neinu og pissaði standandi við þá hlið hússins sem stendur við Vegamótastíg. Tveir menn fylgdust grannt með henni þangað til mig og samferðafólk bar að. Við hvöttum hana til þess að klæða sig í föt sem lágu í kringum hana og höfðum annað augað á henni þangað til hún byrjaði að klæða sig. Ég mætti þessum kvenmanni nokkrum mínútum síðar – þá í fötum – í röð á skemmtistað. Hún var reykjandi, einsömul og í stuttbuxum og hlýrabol. Það var rigning. Á sunnudagsmorgun heyrði ég í fréttum að stúlku hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Ég tengdi þessar tvær konur ósjálfrátt saman, algjörlega ómeðvitað. Mér fannst sem þetta hlyti að vera sama konan – það að fórnarlambið hafi sprangað um nakið á Skólavörðustíg gerði glæpinn ögn skiljanlegri, ekki alveg eins viðbjóðslegan, ómennskan, ófyrirgefanlegan. En þetta var ekki sama konan. Tímasetningarnar passa ekki né heldur ástand konunnar sem kastaði af sér vatni eða það litla af frásögn fórnarlambsins sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Auðvitað var þetta ekki sama konan. Okkur er eðlislægt að leita skýringa, hversu fáránlegar sem þær eru, til þess að reyna að skilja, útskýra og varpa ljósi á ótal þætti lífsins. Ég gerðist sek um það, eins og margir aðrir, að reyna að útskýra ófyrirgefanlegan glæp með því að skella að einhverju leyti skuldinni á fórnarlambið. Hún var of full, of dópuð, of klikkuð, of kynþokkafull, of lítið klædd, of mikið klædd, of einsömul. Hún bauð hættunni heim á einhvern hátt. Sem konan á Skólavörðustíg vissulega gerði með því að vera ótengd við þennan heim, allsber og úti á lífinu. En það að hún hafi staðið þarna nakin og pissað getur samt ekki útskýrt hvernig nokkrir karlar ákváðu að taka sig saman og troða sér leið inn í líkama kornungrar stúlku á almannafæri, í húsasundi í miðbænum. Ég skil ekki hvernig sú ákvörðun var tekin, eða kannski einmitt ekki tekin. Kannski einmitt framkvæmd í hugsunarleysi, ölæði, virðingarleysi, skilningsleysi, af illsku, ómennsku, fáfræði? Af því að þeir gátu það? Hvernig það er hægt að bera svona litla virðingu fyrir lífinu finnst mér óskiljanlegt. Og einmitt þess vegna reyndi ég samstundis og ómeðvitað að afla skýringa í hegðun fórnarlambsins - sem stenst auðvitað ekki skoðun. Mér finnst ömurlegt að vakna við þær fréttir á sunnudagsmorgni að fyrir fáeinum klukkutímum hafi nokkrir karlar nauðgað 16 ára stúlku, manni hafi verið komið fyrir í skotti á bíl og keyrður upp í Skeifu þar sem hann var laminn eða manneskja verið borin út af heimili sínu fyrir að misþyrma fjölskyldumeðlimum. Sama hversu óþolandi, klikkað eða allsbert fólk er, réttlætir það aldrei árás, misþyrmingu eða hópnauðgun. Ég lærði lexíu um helgina þó ég standi enn skilningslaus gagnvart þeirri árás sem átti sér stað í húsasundi í höfuðborginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Magnúsdóttir Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ég gekk fram á kviknakinn kvenmann við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg aðfaranótt síðasta sunnudags. Hún var ekki í neinu og pissaði standandi við þá hlið hússins sem stendur við Vegamótastíg. Tveir menn fylgdust grannt með henni þangað til mig og samferðafólk bar að. Við hvöttum hana til þess að klæða sig í föt sem lágu í kringum hana og höfðum annað augað á henni þangað til hún byrjaði að klæða sig. Ég mætti þessum kvenmanni nokkrum mínútum síðar – þá í fötum – í röð á skemmtistað. Hún var reykjandi, einsömul og í stuttbuxum og hlýrabol. Það var rigning. Á sunnudagsmorgun heyrði ég í fréttum að stúlku hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Ég tengdi þessar tvær konur ósjálfrátt saman, algjörlega ómeðvitað. Mér fannst sem þetta hlyti að vera sama konan – það að fórnarlambið hafi sprangað um nakið á Skólavörðustíg gerði glæpinn ögn skiljanlegri, ekki alveg eins viðbjóðslegan, ómennskan, ófyrirgefanlegan. En þetta var ekki sama konan. Tímasetningarnar passa ekki né heldur ástand konunnar sem kastaði af sér vatni eða það litla af frásögn fórnarlambsins sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Auðvitað var þetta ekki sama konan. Okkur er eðlislægt að leita skýringa, hversu fáránlegar sem þær eru, til þess að reyna að skilja, útskýra og varpa ljósi á ótal þætti lífsins. Ég gerðist sek um það, eins og margir aðrir, að reyna að útskýra ófyrirgefanlegan glæp með því að skella að einhverju leyti skuldinni á fórnarlambið. Hún var of full, of dópuð, of klikkuð, of kynþokkafull, of lítið klædd, of mikið klædd, of einsömul. Hún bauð hættunni heim á einhvern hátt. Sem konan á Skólavörðustíg vissulega gerði með því að vera ótengd við þennan heim, allsber og úti á lífinu. En það að hún hafi staðið þarna nakin og pissað getur samt ekki útskýrt hvernig nokkrir karlar ákváðu að taka sig saman og troða sér leið inn í líkama kornungrar stúlku á almannafæri, í húsasundi í miðbænum. Ég skil ekki hvernig sú ákvörðun var tekin, eða kannski einmitt ekki tekin. Kannski einmitt framkvæmd í hugsunarleysi, ölæði, virðingarleysi, skilningsleysi, af illsku, ómennsku, fáfræði? Af því að þeir gátu það? Hvernig það er hægt að bera svona litla virðingu fyrir lífinu finnst mér óskiljanlegt. Og einmitt þess vegna reyndi ég samstundis og ómeðvitað að afla skýringa í hegðun fórnarlambsins - sem stenst auðvitað ekki skoðun. Mér finnst ömurlegt að vakna við þær fréttir á sunnudagsmorgni að fyrir fáeinum klukkutímum hafi nokkrir karlar nauðgað 16 ára stúlku, manni hafi verið komið fyrir í skotti á bíl og keyrður upp í Skeifu þar sem hann var laminn eða manneskja verið borin út af heimili sínu fyrir að misþyrma fjölskyldumeðlimum. Sama hversu óþolandi, klikkað eða allsbert fólk er, réttlætir það aldrei árás, misþyrmingu eða hópnauðgun. Ég lærði lexíu um helgina þó ég standi enn skilningslaus gagnvart þeirri árás sem átti sér stað í húsasundi í höfuðborginni.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun