Við mótum framtíðina Páll Harðarson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Merki eru um að heldur sé að lifna yfir íslenskum þjóðarbúskap. Tvísýnt er þó um hversu viðvarandi eða kröftugur batinn í efnahagslífinu verður enda ýmislegt sem letur fyrirtæki til fjárfestinga og uppbyggingar. Má þar nefna gjaldeyrishöft, blikur á lofti í alþjóðlegum efnahagsmálum og óvissu um framtíðarumhverfi sjávarútvegs. Brýnt er því að huga að leiðum sem glætt geta vöxt efnahagslífsins og bætt lífskjör. Framtíðarhagvöxtur mun að líkindum öðru fremur hvíla á árangri fyrirtækja sem nú flokkast sem smá eða meðalstór. Þau skapa stóran hluta nýrra starfa. Hér á landi, eins og víða annars staðar, er takmarkað aðgengi þessara fyrirtækja að fjármagni sérstakt áhyggjuefni. Í Evrópu huga stjórnvöld að sérstökum aðgerðum til að styðja við starfsemi smárra og meðalstórra fyrirtækja. Í Bandaríkjunum hafa breytingar á regluverki undanfarin ár gert slíkum fyrirtækjum mun örðugara um vik en áður að sækja sér fjármagn til vaxtar á hlutabréfamarkaði. Þeim hefur því gengið brösuglega að vaxa á eigin forsendum og óttast er að þetta verði til þess að vöxtur og atvinnusköpun verði mun minni en ella. Því er einnig í Bandaríkjunum rætt um leiðir til úrbóta. Mikil gróska er í starfsemi nýsköpunarfyrirtækja hér á landi og full ástæða er til að ætla að þau geti skapað þúsundir starfa á næstu árum ef mótað er hagstætt umhverfi til vaxtar. Lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem samþykkt voru síðla árs 2009 voru skref í rétta átt. Lögin gerðu nýsköpunarfyrirtækjum kleift að sækja um stuðning í formi skattfrádráttar. Alls voru greiddar rúmar 440 milljónir króna til 53 nýsköpunarfyrirtækja vegna ársins 2010. Æskilegt er að fylgja eftir þessum aðgerðum með umbótum á starfsumhverfi smárra og meðalstórra fyrirtækja. Á ákveðnu stigi í þroskaferli fyrirtækja getur það ráðið úrslitum að hafa aðgang að fjármagni frá breiðum hópi fjárfesta. Árangur fyrirtækja á borð við Marel, Össur og Actavis er skýr vitnisburður um það. Öll hafa margfaldast að stærð frá því þau voru skráð í Kauphöllina á síðasta áratug síðustu aldar. Marel er nú stærsta félagið á markaði miðað við markaðsvirði. Það var metið á um 300 milljónir króna við skráningu í Kauphöllina á árinu 1992. Starfsmenn voru 45, þar af 5 starfandi erlendis. Nú, tæplega 20 árum síðar, er fyrirtækið alþjóðlegt og leiðandi á sínu sviði. Virði þess er metið ríflega 100 milljarðar króna. 3.900 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu þar af um 450 hér á landi. Þetta er dæmi um mikinn slagkraft í atvinnusköpun og þessi árangur hefði verið óhugsandi án aðgangs að fjármagni á íslenskum hlutabréfamarkaði. Álíka má segja um Össur og reyndar fyrirtæki víðar, en nýleg rannsókn frá Bandaríkjunum hefur sýnt fram á að atvinnusköpun hjá þeim fyrirtækjum sem skrá sig á hlutabréfamarkað hefst fyrst fyrir alvöru eftir að á hlutabréfamarkað er komið. Þarf það ekki að koma á óvart enda skiptir fjármögnun sköpum í vexti fyrirtækja. Kauphöllin rekur nú sérstakan markað sem er sniðinn að smáum og meðalstórum fyrirtækjum, First North Iceland. Reglur First North markaðarins eru til þess fallnar að stuðla að góðum viðskiptaháttum og markvissri upplýsingagjöf fyrirtækja en jafnframt stilla kostnaði í hóf. Viðskiptavettvangur er því til staðar, einnig áhugasöm fyrirtæki og fjárfestar en aðrar hindranir eru í veginum. Mörgum þeirra mætti þó ryðja úr vegi með litlum tilkostnaði. Það dregur úr möguleikum nýsköpunarfyrirtækja að afla sér fjár á markaði að hlutabréf fyrirtækja á First North markaðnum flokkast sem óskráð verðbréf í eignasafni lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir hafa því takmarkaða möguleika á að styðja við fyrirtækin þegar þau taka sín fyrstu spor á markaði sem aftur letur þau til að fara á markað. Breytingar á lífeyrissjóðalögum sem lyftu þessum verðbréfum skör ofar en óskráðum verðbréfum, eins og eðlilegt má teljast, myndu í senn auka getu lífeyrissjóðanna til að styðja við íslenskt efnahagslíf og stuðla að aukinni fjölbreytni í eignasafni þeirra. Tæknileg útfærsla auðlegðarskatts dregur jafnframt úr hvata eigenda nýsköpunarfyrirtækja til að afla fjár á markaði enda er hún þess valdandi að skráning á markað leiðir í flestum tilfellum til hækkunar á auðlegðarskatti eigenda. Þetta mætti leiðrétta með einfaldri lagabreytingu. Ólíklegt er að ríkissjóður yrði af verulegum fjármunum vegna þessa. Einnig mætti huga að skattalegum hvötum. Ein hugmynd sem viðruð hefur verið í Bandaríkjunum er að veita þeim fjárfestum sem taka þátt í útboði smárra og miðlungsstórra fyrirtækja í aðdraganda skráningar á markað afslátt af fjármagnstekjuskatti ef þeir halda hlutabréfunum að lágmarki í ákveðinn árafjölda. Þessi leið myndi ekki kosta ríkissjóð neitt til að byrja með. Fleira mætti nefna en aðalatriðið er að ráðast má í áhrifaríkar aðgerðir sem hafa lítinn kostnað í för með sér. Þær hefðu strax marktæk jákvæð áhrif og þau áhrif færu vaxandi með tímanum. Þrátt fyrir sveiflur í alþjóðlegu efnahagsumhverfi og önnur utanaðkomandi áhrif eru það þó fyrst og fremst við sjálf sem þurfum, líkt og frumkvöðlar nýsköpunarfyrirtækja að sýna frumkvæði og horfa fram á veginn. Við sjálf mótum okkar framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Merki eru um að heldur sé að lifna yfir íslenskum þjóðarbúskap. Tvísýnt er þó um hversu viðvarandi eða kröftugur batinn í efnahagslífinu verður enda ýmislegt sem letur fyrirtæki til fjárfestinga og uppbyggingar. Má þar nefna gjaldeyrishöft, blikur á lofti í alþjóðlegum efnahagsmálum og óvissu um framtíðarumhverfi sjávarútvegs. Brýnt er því að huga að leiðum sem glætt geta vöxt efnahagslífsins og bætt lífskjör. Framtíðarhagvöxtur mun að líkindum öðru fremur hvíla á árangri fyrirtækja sem nú flokkast sem smá eða meðalstór. Þau skapa stóran hluta nýrra starfa. Hér á landi, eins og víða annars staðar, er takmarkað aðgengi þessara fyrirtækja að fjármagni sérstakt áhyggjuefni. Í Evrópu huga stjórnvöld að sérstökum aðgerðum til að styðja við starfsemi smárra og meðalstórra fyrirtækja. Í Bandaríkjunum hafa breytingar á regluverki undanfarin ár gert slíkum fyrirtækjum mun örðugara um vik en áður að sækja sér fjármagn til vaxtar á hlutabréfamarkaði. Þeim hefur því gengið brösuglega að vaxa á eigin forsendum og óttast er að þetta verði til þess að vöxtur og atvinnusköpun verði mun minni en ella. Því er einnig í Bandaríkjunum rætt um leiðir til úrbóta. Mikil gróska er í starfsemi nýsköpunarfyrirtækja hér á landi og full ástæða er til að ætla að þau geti skapað þúsundir starfa á næstu árum ef mótað er hagstætt umhverfi til vaxtar. Lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem samþykkt voru síðla árs 2009 voru skref í rétta átt. Lögin gerðu nýsköpunarfyrirtækjum kleift að sækja um stuðning í formi skattfrádráttar. Alls voru greiddar rúmar 440 milljónir króna til 53 nýsköpunarfyrirtækja vegna ársins 2010. Æskilegt er að fylgja eftir þessum aðgerðum með umbótum á starfsumhverfi smárra og meðalstórra fyrirtækja. Á ákveðnu stigi í þroskaferli fyrirtækja getur það ráðið úrslitum að hafa aðgang að fjármagni frá breiðum hópi fjárfesta. Árangur fyrirtækja á borð við Marel, Össur og Actavis er skýr vitnisburður um það. Öll hafa margfaldast að stærð frá því þau voru skráð í Kauphöllina á síðasta áratug síðustu aldar. Marel er nú stærsta félagið á markaði miðað við markaðsvirði. Það var metið á um 300 milljónir króna við skráningu í Kauphöllina á árinu 1992. Starfsmenn voru 45, þar af 5 starfandi erlendis. Nú, tæplega 20 árum síðar, er fyrirtækið alþjóðlegt og leiðandi á sínu sviði. Virði þess er metið ríflega 100 milljarðar króna. 3.900 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu þar af um 450 hér á landi. Þetta er dæmi um mikinn slagkraft í atvinnusköpun og þessi árangur hefði verið óhugsandi án aðgangs að fjármagni á íslenskum hlutabréfamarkaði. Álíka má segja um Össur og reyndar fyrirtæki víðar, en nýleg rannsókn frá Bandaríkjunum hefur sýnt fram á að atvinnusköpun hjá þeim fyrirtækjum sem skrá sig á hlutabréfamarkað hefst fyrst fyrir alvöru eftir að á hlutabréfamarkað er komið. Þarf það ekki að koma á óvart enda skiptir fjármögnun sköpum í vexti fyrirtækja. Kauphöllin rekur nú sérstakan markað sem er sniðinn að smáum og meðalstórum fyrirtækjum, First North Iceland. Reglur First North markaðarins eru til þess fallnar að stuðla að góðum viðskiptaháttum og markvissri upplýsingagjöf fyrirtækja en jafnframt stilla kostnaði í hóf. Viðskiptavettvangur er því til staðar, einnig áhugasöm fyrirtæki og fjárfestar en aðrar hindranir eru í veginum. Mörgum þeirra mætti þó ryðja úr vegi með litlum tilkostnaði. Það dregur úr möguleikum nýsköpunarfyrirtækja að afla sér fjár á markaði að hlutabréf fyrirtækja á First North markaðnum flokkast sem óskráð verðbréf í eignasafni lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir hafa því takmarkaða möguleika á að styðja við fyrirtækin þegar þau taka sín fyrstu spor á markaði sem aftur letur þau til að fara á markað. Breytingar á lífeyrissjóðalögum sem lyftu þessum verðbréfum skör ofar en óskráðum verðbréfum, eins og eðlilegt má teljast, myndu í senn auka getu lífeyrissjóðanna til að styðja við íslenskt efnahagslíf og stuðla að aukinni fjölbreytni í eignasafni þeirra. Tæknileg útfærsla auðlegðarskatts dregur jafnframt úr hvata eigenda nýsköpunarfyrirtækja til að afla fjár á markaði enda er hún þess valdandi að skráning á markað leiðir í flestum tilfellum til hækkunar á auðlegðarskatti eigenda. Þetta mætti leiðrétta með einfaldri lagabreytingu. Ólíklegt er að ríkissjóður yrði af verulegum fjármunum vegna þessa. Einnig mætti huga að skattalegum hvötum. Ein hugmynd sem viðruð hefur verið í Bandaríkjunum er að veita þeim fjárfestum sem taka þátt í útboði smárra og miðlungsstórra fyrirtækja í aðdraganda skráningar á markað afslátt af fjármagnstekjuskatti ef þeir halda hlutabréfunum að lágmarki í ákveðinn árafjölda. Þessi leið myndi ekki kosta ríkissjóð neitt til að byrja með. Fleira mætti nefna en aðalatriðið er að ráðast má í áhrifaríkar aðgerðir sem hafa lítinn kostnað í för með sér. Þær hefðu strax marktæk jákvæð áhrif og þau áhrif færu vaxandi með tímanum. Þrátt fyrir sveiflur í alþjóðlegu efnahagsumhverfi og önnur utanaðkomandi áhrif eru það þó fyrst og fremst við sjálf sem þurfum, líkt og frumkvöðlar nýsköpunarfyrirtækja að sýna frumkvæði og horfa fram á veginn. Við sjálf mótum okkar framtíð.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun