Viðskipti innlent

HS Orka fyrsta orkufyrirtækið

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í febrúarmánuði að Jarðvarmi, félag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefði ákveðið að auka hlut sinn í orkufyrirtækinu HS Orku í 33,4%. Þetta var fyrst og síðast gert vegna þess að þeir eru vongóðir um að samkomulag náist milli fyrirtækisins og Norðuráls um orkusölu til álvers í Helguvík. Verði af því samkomulagi er það skýr stefna lífeyrissjóðanna að skrá HS Orku á hlutabréfamarkað í kjölfarið.

HS Orka yrði þá fyrsta orkufyrirtækið sem skráð yrði á markað á Íslandi. Stærsti einstaki eigandi fyrirtækisins í dag er Alterra Power, sem áður hét Magma, með 66,6% eignarhlut. Það rekur tvö orkuver, á Reykjanesi og í Svartsengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×