Lífið

Nasistamynd vekur athygli

Finnska vísindaskáldsögugrínmyndin Iron Sky hefur vakið mikla athygli á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Hún fjallar um hóp nasista sem flýr til tunglsins í lok síðari heimsstyrjaldarinnar og leggur þar á ráðin um að frekari illvirki á jörðinni.

Myndin gerist árið 2018 þegar hermaður nasista kemst í kynni við bandarískan geimfara. Sumir telja að með sýningu myndarinnar sýni Þjóðverjar að þeir séu meira til í en áður að horfast í augu við fortíðina.

Leikstjórinn Timo Vuorensola hefur lýst myndinni sem heimskulegu gríni en síðasta mynd hans hét Star Wreck.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.