Gæsluþyrlan hefði þurft að ná í okkur 17. febrúar 2012 06:00 Hafsteinn A. Hafsteinsson, skipstjóri á Brúarfossi Hafsteinn A. Hafsteinsson, skipstjóri á Brúarfossi, segir alveg ljóst að ef sigld hefði verið sú leið sem var farin við Suðvesturland árum saman hefði ekki gefist ráðrúm til að bjarga Brúarfossi í fyrrakvöld. „Ef þessu hefði ekki verið breytt hefði ég verið miklu nær landi. Við hefðum kannski haft klukkutíma til stefnu. Ekki finnst mér ólíklegt að þyrla hefði þurft að ná í okkur en það hefði farið illa fyrir verðmætunum, þó það sé ekki aðalmálið. En þetta fór sem betur fer vel.“ Hafsteinn viðurkennir að hann hafi verið einn af þeim sem gagnrýndu þá ákvörðun að færa siglingaleiðirnar lengra frá landi. „Þetta var sú leið sem við vorum alltaf vanir að fara. Ég viðurkenni að ég gagnrýndi þá ákvörðun hart á sínum tíma og við vorum ósáttir með að það var verið að henda okkur þarna út. Það má alveg segja að þetta hafi komið vel á vondan.“ Atburðarásinni um borð í Brúarfossi í fyrrinótt lýsir Hafsteinn með þeim hætti að um klukkan hálf þrjú hafi aðvörunarkerfi skipsins farið í gang. Án tafar var maður sendur í vélarrúm skipsins sem fann þar reykjarlykt. Þá var strax ljóst að ekki var um bilun í skynjara að ræða, sem er ekki óalgengt. Ekki var þó eldur í vélarrúminu. Eftir skoðun sem tók fimmtán til tuttugu mínútur var ljóst að bilun var í rafal fyrir aftan aðalvélina. „Þá komu skilaboð um að stöðva þyrfti vélar skipsins strax. Þá vissum við að þetta var eitthvað stórt og krítískt,“ segir Hafsteinn. „Það gaus upp reykur og við þurftum að senda niður reykkafara til að athuga hvort það væri eldur í vélarrúminu.“ Eins og reglur Eimskips gera ráð fyrir hringdi Hafsteinn og gerði óhappanefnd félagsins viðvart. Á sama tímapunkti og hann tók upp símann til að gera Landhelgisgæslunni viðvart um að skipið hefði misst aðalvélina var hringt frá Vaktstöð LHG, sem hafði tekið eftir því að Brúarfoss var kominn á rek. „Svo hófst kapphlaup við tímann að rífa rafalinn frá vélinni, en það var eini möguleikinn til að ná vélinni í gang. Það tók tvo tíma en þá var komið að þeim tímapunkti að tímabært væri að fá tog frá Höfrungi. Þeir voru tilbúnir og við búnir að tala saman.“ Hafsteinn segir að Brúarfoss hafi þverrekið á brimið og skipið tók á sig brotsjói. Því verði því ekki neitað að um tíma var staðan tvísýn. „En núna erum við í Eyjum og allt gekk þetta vel,“ segir Hafsteinn. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Hafsteinn A. Hafsteinsson, skipstjóri á Brúarfossi, segir alveg ljóst að ef sigld hefði verið sú leið sem var farin við Suðvesturland árum saman hefði ekki gefist ráðrúm til að bjarga Brúarfossi í fyrrakvöld. „Ef þessu hefði ekki verið breytt hefði ég verið miklu nær landi. Við hefðum kannski haft klukkutíma til stefnu. Ekki finnst mér ólíklegt að þyrla hefði þurft að ná í okkur en það hefði farið illa fyrir verðmætunum, þó það sé ekki aðalmálið. En þetta fór sem betur fer vel.“ Hafsteinn viðurkennir að hann hafi verið einn af þeim sem gagnrýndu þá ákvörðun að færa siglingaleiðirnar lengra frá landi. „Þetta var sú leið sem við vorum alltaf vanir að fara. Ég viðurkenni að ég gagnrýndi þá ákvörðun hart á sínum tíma og við vorum ósáttir með að það var verið að henda okkur þarna út. Það má alveg segja að þetta hafi komið vel á vondan.“ Atburðarásinni um borð í Brúarfossi í fyrrinótt lýsir Hafsteinn með þeim hætti að um klukkan hálf þrjú hafi aðvörunarkerfi skipsins farið í gang. Án tafar var maður sendur í vélarrúm skipsins sem fann þar reykjarlykt. Þá var strax ljóst að ekki var um bilun í skynjara að ræða, sem er ekki óalgengt. Ekki var þó eldur í vélarrúminu. Eftir skoðun sem tók fimmtán til tuttugu mínútur var ljóst að bilun var í rafal fyrir aftan aðalvélina. „Þá komu skilaboð um að stöðva þyrfti vélar skipsins strax. Þá vissum við að þetta var eitthvað stórt og krítískt,“ segir Hafsteinn. „Það gaus upp reykur og við þurftum að senda niður reykkafara til að athuga hvort það væri eldur í vélarrúminu.“ Eins og reglur Eimskips gera ráð fyrir hringdi Hafsteinn og gerði óhappanefnd félagsins viðvart. Á sama tímapunkti og hann tók upp símann til að gera Landhelgisgæslunni viðvart um að skipið hefði misst aðalvélina var hringt frá Vaktstöð LHG, sem hafði tekið eftir því að Brúarfoss var kominn á rek. „Svo hófst kapphlaup við tímann að rífa rafalinn frá vélinni, en það var eini möguleikinn til að ná vélinni í gang. Það tók tvo tíma en þá var komið að þeim tímapunkti að tímabært væri að fá tog frá Höfrungi. Þeir voru tilbúnir og við búnir að tala saman.“ Hafsteinn segir að Brúarfoss hafi þverrekið á brimið og skipið tók á sig brotsjói. Því verði því ekki neitað að um tíma var staðan tvísýn. „En núna erum við í Eyjum og allt gekk þetta vel,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira