Ný siglingaleið sögð hafa ráðið úrslitum 17. febrúar 2012 06:30 Brúarfoss kom til Vestmannaeyja eftir hádegi í gær. fréttablaðið/óskar Fraktskipið Brúarfoss missti vélarafl við Reykjanes og rak hratt að landi. Togarinn Höfrungur var tilbúinn til að draga skipið frá landi þegar vélar náðust í gang. Landhelgisgæslan telur breytta siglingaleið við landið hafa gert gæfumuninn. Það er mat Landhelgisgæslunnar að hefði flutningaskipið Brúarfoss verið á þeirri siglingaleið sem tíðkaðist um langt árabil eru allar líkur á því að skipið hefði strandað við Reykjanes í fyrrinótt. Hvorki hefði gefist ráðrúm til að koma vélum skipsins í gang aftur né hefði frystitogarinn Höfrungur III náð til skipsins á þeim tíma sem gafst til að bregðast við. „Það sem stendur upp úr í þessu máli er að við náðum því í gegn að siglingaleiðum við landið var breytt. Mér sýnist liggja fyrir að sú ákvörðun að ýta skipum lengra frá landinu hafi bjargað Brúarfossi, þó alltaf sé erfitt að fullyrða um aðstæður þar sem svona atburðir eiga sér stað,“ segir Halldór B. Nellet, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LHG. Halldór rifjar það jafnframt upp að hugmyndir Landhelgisgæslunnar um breyttar siglingaleiðir á sínum tíma voru harðlega gagnrýndar. „Þetta var tilgangurinn. Að ýta þessum skipum frá landi svo þau hefðu tíma til að gera ráðstafanir,“ segir Halldór. Hér vísar Halldór til reglugerðar sem sett var árið 2008 um afmörkun siglingaleiða fyrir Suðvesturlandi. Brúarfoss var á þessari afmörkuðu siglingaleið, en ef skipið hefði verið á þeirri siglingaleið sem áður tíðkaðist hefði skipið strandað. Brúarfoss rak á fimmtu sjómílu að landi í fyrrinótt en sú siglingaleið sem áður var farin er 2,5 sjómílur frá ströndu. Mjög slæmt veður var á staðnum, vestan stormur og ölduhæð sjö metrar. Þegar vélstjórar um borð í Brúarfossi náðu vélum skipsins í gang var rúm sjómíla í grynningar utan Garðskaga. Miðað við rekhraða skipsins voru 30 mínútur til stefnu. Frystitogarinn Höfrungur III var kominn upp að hlið flutningaskipsins þegar vélstjórum tókst að koma vélum þess í gang. Þórður Magnússon, skipstjóri á Höfrungi, segir að þrátt fyrir erfiðar aðstæður og vont veður hafi aldrei leikið vafi á því að tekist hefði að draga Brúarfoss frá landi. Báðar áhafnir hafi verið búnar að undirbúa að koma taug á milli skipanna. Höfrungur sé það öflugt skip, og togstefnan hagstæð í ljósi vindáttar, að brugðist hefði verið við því ef vélar Brúarfoss hefðu ekki náðst í gang. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Fraktskipið Brúarfoss missti vélarafl við Reykjanes og rak hratt að landi. Togarinn Höfrungur var tilbúinn til að draga skipið frá landi þegar vélar náðust í gang. Landhelgisgæslan telur breytta siglingaleið við landið hafa gert gæfumuninn. Það er mat Landhelgisgæslunnar að hefði flutningaskipið Brúarfoss verið á þeirri siglingaleið sem tíðkaðist um langt árabil eru allar líkur á því að skipið hefði strandað við Reykjanes í fyrrinótt. Hvorki hefði gefist ráðrúm til að koma vélum skipsins í gang aftur né hefði frystitogarinn Höfrungur III náð til skipsins á þeim tíma sem gafst til að bregðast við. „Það sem stendur upp úr í þessu máli er að við náðum því í gegn að siglingaleiðum við landið var breytt. Mér sýnist liggja fyrir að sú ákvörðun að ýta skipum lengra frá landinu hafi bjargað Brúarfossi, þó alltaf sé erfitt að fullyrða um aðstæður þar sem svona atburðir eiga sér stað,“ segir Halldór B. Nellet, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LHG. Halldór rifjar það jafnframt upp að hugmyndir Landhelgisgæslunnar um breyttar siglingaleiðir á sínum tíma voru harðlega gagnrýndar. „Þetta var tilgangurinn. Að ýta þessum skipum frá landi svo þau hefðu tíma til að gera ráðstafanir,“ segir Halldór. Hér vísar Halldór til reglugerðar sem sett var árið 2008 um afmörkun siglingaleiða fyrir Suðvesturlandi. Brúarfoss var á þessari afmörkuðu siglingaleið, en ef skipið hefði verið á þeirri siglingaleið sem áður tíðkaðist hefði skipið strandað. Brúarfoss rak á fimmtu sjómílu að landi í fyrrinótt en sú siglingaleið sem áður var farin er 2,5 sjómílur frá ströndu. Mjög slæmt veður var á staðnum, vestan stormur og ölduhæð sjö metrar. Þegar vélstjórar um borð í Brúarfossi náðu vélum skipsins í gang var rúm sjómíla í grynningar utan Garðskaga. Miðað við rekhraða skipsins voru 30 mínútur til stefnu. Frystitogarinn Höfrungur III var kominn upp að hlið flutningaskipsins þegar vélstjórum tókst að koma vélum þess í gang. Þórður Magnússon, skipstjóri á Höfrungi, segir að þrátt fyrir erfiðar aðstæður og vont veður hafi aldrei leikið vafi á því að tekist hefði að draga Brúarfoss frá landi. Báðar áhafnir hafi verið búnar að undirbúa að koma taug á milli skipanna. Höfrungur sé það öflugt skip, og togstefnan hagstæð í ljósi vindáttar, að brugðist hefði verið við því ef vélar Brúarfoss hefðu ekki náðst í gang.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira