Lífið

Kveikti í hótelherberginu

Söngkonan Florence Welch kveikti í hótelherberginu sínu.
Söngkonan Florence Welch kveikti í hótelherberginu sínu.
Söngkonan Florence Welch úr hljómsveitinni Florence and the Machine sagði frá því í viðtali við tímaritið Q að hún hefði kveikt í í hótelherberginu sínu eftir mikið fyllerí með rapparanum Kanye West og sænsku söngkonunni Lykke Li.

„Ég var örugglega búin að drekka sautján Dirty Martini-drykki. Ég týndi símanum og reif kjólinn minn illa. Svo kveikti ég óvart í The Bowery-hótelinu vegna þess að ég gleymdi að slökkva á teljósinu," sagði Welch í viðtalinu. Einnig áttaði hún sig ekki á því fyrr en daginn eftir að hún hafði brotið eina tönn.

Hún svaf á meðan eldurinn kviknaði í herberginu og þegar hún vaknaði tók hún eftir því að bókin hennar á náttborðinu hafði brunnið og einn veggur hótelherbergisins. Sjálf slapp hún ómeidd frá þessu óheppilega atviki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.