Poppað en kraftmikið Trausti Júlíusson skrifar 3. febrúar 2012 20:00 Vicky. Cast A Light. Cast a Light er önnur plata hafnfirsku rokkhljómsveitarinnar Vicky, en hún er skipuð þremur stelpum og einum strák. Eygló syngur, Ástrós spilar á bassa, Karlotta á gítar og Orri á trommur. Vicky er mjög öflugt og skemmtilegt tónleikaband og hefur meðal annars vakið mikla athygli á Iceland Airwaves undanfarin ár. Tónlistin sem þau spila er kraftmikið gítarrokk með poppuðu ívafi. Lagasmíðarnar á Cast a Light eru fínar, ryþmaparið er þétt og gítarleikarinn er að gera mjög góða hluti. Eygló er líka hörku rokksöngkona og verður bara betri. Það eru tíu lög á plötunni og þau standa öll fyrir sínu, þó að ég haldi einna mest upp á Feel Good, Lullaby, Cast a Light og lokalagið Gold, sem sker sig nokkuð úr: Rólegt og órafmagnað popplag með víóluleik. Cast a Light kom út í haust, en flaug frekar lágt. Vicky hefur vakið athygli erlendis og m.a. spilað bæði í Bandaríkjunum og Kína, auk þess sem sjálfur David Fricke hjá Rolling Stone mælti sérstaklega með Cast a Light nýlega. Tónlistin sem Vicky spilar er ekki það ferskasta í dag, en Cast a Light er samt sem áður mjög vel unnin og heilsteypt rokkplata. Sem sagt: Heilsteypt og vel unnin rokkplata. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Vicky. Cast A Light. Cast a Light er önnur plata hafnfirsku rokkhljómsveitarinnar Vicky, en hún er skipuð þremur stelpum og einum strák. Eygló syngur, Ástrós spilar á bassa, Karlotta á gítar og Orri á trommur. Vicky er mjög öflugt og skemmtilegt tónleikaband og hefur meðal annars vakið mikla athygli á Iceland Airwaves undanfarin ár. Tónlistin sem þau spila er kraftmikið gítarrokk með poppuðu ívafi. Lagasmíðarnar á Cast a Light eru fínar, ryþmaparið er þétt og gítarleikarinn er að gera mjög góða hluti. Eygló er líka hörku rokksöngkona og verður bara betri. Það eru tíu lög á plötunni og þau standa öll fyrir sínu, þó að ég haldi einna mest upp á Feel Good, Lullaby, Cast a Light og lokalagið Gold, sem sker sig nokkuð úr: Rólegt og órafmagnað popplag með víóluleik. Cast a Light kom út í haust, en flaug frekar lágt. Vicky hefur vakið athygli erlendis og m.a. spilað bæði í Bandaríkjunum og Kína, auk þess sem sjálfur David Fricke hjá Rolling Stone mælti sérstaklega með Cast a Light nýlega. Tónlistin sem Vicky spilar er ekki það ferskasta í dag, en Cast a Light er samt sem áður mjög vel unnin og heilsteypt rokkplata. Sem sagt: Heilsteypt og vel unnin rokkplata.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira