Þjóðkirkja á nýju ári Sr. Þórhallur Heimisson skrifar 20. janúar 2012 06:00 Um áramót er góður siður að stíga á stokk og strengja ný heit, en um leið að líta yfir farinn veg. Árið 2012 var á margan hátt Þjóðkirkjunni erfitt. Og reyndar undanfarnir hátt í tveir áratugir sé allt talið með. Hún hefur verið eins og skip í stormi sem þarf að þola hverja ágjöfina á fætur annarri. Margir kusu að yfirgefa kirkjuna og gagnrýni á hana hefur farið vaxandi. Harðast hefur kirkjan verið gagnrýnd fyrir hvernig hún tók á ásökunum er tengjast Ólafi Skúlasyni biskupi heitnum. Þótti Þjóðkirkjan bregðast sem stofnun er vill vera skjöldur og skjól hinna minni máttar og þeirra er þurfa að sæta ofbeldi. Margir áttu líka erfitt með að taka því þegjandi hversu treg Þjóðkirkjan var að samþykkja jafnræði hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enn aðrir hafa gagnrýnt Þjóðkirkjuna fyrir skort á lýðræði. Og traustið til hennar hefur minnkað ár frá ári. Þannig mætti lengi telja. Ýmislegt hefur þó verið vel gert sem ekki má gleymast. Þjóðkirkjan tók af skarið og samþykkti ný lög sem leggja að jöfnu hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enda hefur margt Þjóðkirkjufólk barist fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum um árabil. Og Fagráð Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota hefur brugðist rétt og vel við þeim erfiðu málum sem upp hafa komið og skapað farveg til úrlausnar og eftirvinnslu. Vinna Fagráðsins mun án efa skila sér til framtíðar í bættum starfsháttum innan Þjóðkirkjunnar í málum er tengjast kynferðisbrotum. Þjóðkirkjan vill vera öruggur staður. Alltaf. Fyrir alla. Nú er nýtt ár að runnið upp, árið 2012. Á margan hátt getur það ár orðið ár endurnýjunar og sátta fyrir Þjóðkirkjuna. Á árinu verður kjörinn nýr vígslubiskup á Hólum og nýr biskup Íslands. Nú verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á síðasta Kirkjuþingi, þar sem vægi leikmanna er aukið í kosningunum og fjöldi kjörmanna aukinn. Áður fengu aðeins prestar, kennarar Guðfræðideildar og örfáir fleiri að kjósa biskup. Nú kjósa, auk þeirra, djáknar, formenn sóknarnefnda um allt land og varaformenn á höfuðborgarsvæðinu. Lýðræðið fer sem sagt vaxandi innan Þjóðkirkjunnar. Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa, bæði á sjálft kjörið, en einnig á undirbúning þess og aðdraganda. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í þá átt að auka lýðræðið í kosningum enn frekar innan Þjóðkirkjunnar, á Kirkjuþing og til embætta innan kirkjunnar. Því skiptir miklu máli að vel takist til. Og að til embætta biskupa veljist einstaklingar sem grípi tækifærið til þess að endurreisa traustið á Þjóðkirkjunni meðal þjóðarinnar í samvinnu og samstarfi við einstaklinga og hópa bæði innan og utan Þjóðkirkjunnar. Við þurfum reyndar öll á því að halda að traustið sé endurreist í íslensku samfélagi, en það fór fyrir lítið í kjölfar hrunsins eins og allir vita. Þjóðkirkjan þarf ekki á biskupum að halda sem setja sig í stellingar embættismanna eða ráðuneytisstjóra. Þjóðkirkjan þarf andlega leiðtoga. Og þjóðin þarf sömuleiðis andlega leiðtoga. Leiðtoga sem geta borið smyrsl á sárin. Leiðtoga sem geta sameinað. Leiðtoga sem geta vakið bæði kirkju og þjóð von í brjósti, von og kjark og samstöðu. Kannski verður það stærsta hlutverk nýrra biskupa Þjóðkirkjunnar árið 2012. Að efla samstöðuna og samheldnina og endurvekja traustið. Þvert á trúarskoðanir og kirkjudeildir. Og að finna sáttarlausnir varðandi spurningar sem lengi hefur verið deilt um. Eins og samband ríkis og kirkju. Og samvinnu Þjóðkirkju og annarra kirkjudeilda, safnaða og lífsskoðunarfélaga. Þetta gera auðvitað engir þrír einstaklingar, það er að segja, þrír biskupar. Við öll sem lifum og hrærumst innan Þjóðkirkjunnar verðum að leggja okkar af mörkum til að af slíkri endurreisn geti orðið. En umfram allt biðjum við Guð að efla Þjóðkirkjuna á komandi árum til að verða farvegur friðar, einingar, trausts og samstöðu meðal þjóðarinnar. Því „Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis". (Sálmur 127.1). Guð gefi okkur öllum gleðilegt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Um áramót er góður siður að stíga á stokk og strengja ný heit, en um leið að líta yfir farinn veg. Árið 2012 var á margan hátt Þjóðkirkjunni erfitt. Og reyndar undanfarnir hátt í tveir áratugir sé allt talið með. Hún hefur verið eins og skip í stormi sem þarf að þola hverja ágjöfina á fætur annarri. Margir kusu að yfirgefa kirkjuna og gagnrýni á hana hefur farið vaxandi. Harðast hefur kirkjan verið gagnrýnd fyrir hvernig hún tók á ásökunum er tengjast Ólafi Skúlasyni biskupi heitnum. Þótti Þjóðkirkjan bregðast sem stofnun er vill vera skjöldur og skjól hinna minni máttar og þeirra er þurfa að sæta ofbeldi. Margir áttu líka erfitt með að taka því þegjandi hversu treg Þjóðkirkjan var að samþykkja jafnræði hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enn aðrir hafa gagnrýnt Þjóðkirkjuna fyrir skort á lýðræði. Og traustið til hennar hefur minnkað ár frá ári. Þannig mætti lengi telja. Ýmislegt hefur þó verið vel gert sem ekki má gleymast. Þjóðkirkjan tók af skarið og samþykkti ný lög sem leggja að jöfnu hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enda hefur margt Þjóðkirkjufólk barist fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum um árabil. Og Fagráð Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota hefur brugðist rétt og vel við þeim erfiðu málum sem upp hafa komið og skapað farveg til úrlausnar og eftirvinnslu. Vinna Fagráðsins mun án efa skila sér til framtíðar í bættum starfsháttum innan Þjóðkirkjunnar í málum er tengjast kynferðisbrotum. Þjóðkirkjan vill vera öruggur staður. Alltaf. Fyrir alla. Nú er nýtt ár að runnið upp, árið 2012. Á margan hátt getur það ár orðið ár endurnýjunar og sátta fyrir Þjóðkirkjuna. Á árinu verður kjörinn nýr vígslubiskup á Hólum og nýr biskup Íslands. Nú verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á síðasta Kirkjuþingi, þar sem vægi leikmanna er aukið í kosningunum og fjöldi kjörmanna aukinn. Áður fengu aðeins prestar, kennarar Guðfræðideildar og örfáir fleiri að kjósa biskup. Nú kjósa, auk þeirra, djáknar, formenn sóknarnefnda um allt land og varaformenn á höfuðborgarsvæðinu. Lýðræðið fer sem sagt vaxandi innan Þjóðkirkjunnar. Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa, bæði á sjálft kjörið, en einnig á undirbúning þess og aðdraganda. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í þá átt að auka lýðræðið í kosningum enn frekar innan Þjóðkirkjunnar, á Kirkjuþing og til embætta innan kirkjunnar. Því skiptir miklu máli að vel takist til. Og að til embætta biskupa veljist einstaklingar sem grípi tækifærið til þess að endurreisa traustið á Þjóðkirkjunni meðal þjóðarinnar í samvinnu og samstarfi við einstaklinga og hópa bæði innan og utan Þjóðkirkjunnar. Við þurfum reyndar öll á því að halda að traustið sé endurreist í íslensku samfélagi, en það fór fyrir lítið í kjölfar hrunsins eins og allir vita. Þjóðkirkjan þarf ekki á biskupum að halda sem setja sig í stellingar embættismanna eða ráðuneytisstjóra. Þjóðkirkjan þarf andlega leiðtoga. Og þjóðin þarf sömuleiðis andlega leiðtoga. Leiðtoga sem geta borið smyrsl á sárin. Leiðtoga sem geta sameinað. Leiðtoga sem geta vakið bæði kirkju og þjóð von í brjósti, von og kjark og samstöðu. Kannski verður það stærsta hlutverk nýrra biskupa Þjóðkirkjunnar árið 2012. Að efla samstöðuna og samheldnina og endurvekja traustið. Þvert á trúarskoðanir og kirkjudeildir. Og að finna sáttarlausnir varðandi spurningar sem lengi hefur verið deilt um. Eins og samband ríkis og kirkju. Og samvinnu Þjóðkirkju og annarra kirkjudeilda, safnaða og lífsskoðunarfélaga. Þetta gera auðvitað engir þrír einstaklingar, það er að segja, þrír biskupar. Við öll sem lifum og hrærumst innan Þjóðkirkjunnar verðum að leggja okkar af mörkum til að af slíkri endurreisn geti orðið. En umfram allt biðjum við Guð að efla Þjóðkirkjuna á komandi árum til að verða farvegur friðar, einingar, trausts og samstöðu meðal þjóðarinnar. Því „Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis". (Sálmur 127.1). Guð gefi okkur öllum gleðilegt nýtt ár.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar